Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 8
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR8 Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóð- andi hélt fram- boðsfund á Sjó- mannastofunni Vör í Grindavík á dög- unum. Á framboðsfund- inum var Þóru gefið orkerað háls- men, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. „Það er nú einnmitt í svona bar- áttu sem maður þarf stundum á brynju að halda,“ sagði Þóra þegar hún tók við gripnum. Þóra sagðist heilluð af Grinda- vík, en fyrir fundinn höfðu stuðn- ingsmenn Þóru farið með hana í kynningarferð um plássið. „Það er greinilegt að hér er rífandi uppgangur og vonandi eitthvað sem mun smitast víðar um landið, það er að segja þessi jákvæðni og kraftur sem maður finnur fyrir,“ sagði Þóra. Þóra sagði álíka þankagang þurfa í meiri mæli í íslenskt sam- félag. „Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. Við verð- um að horfa fram á við.“ Þóra kynnti einnig hugmyndir sínar um forsetaembættið, en hún sagðist hafa íhaldssamari og hefð- bundnari sýn á forsetaembættið en margir. „Mér finnst það vera hans helsta hlutverk að vera samein- ingarafl inn á við, að vera ópóli- tískur og taka ekki þátt í hinum daglegu pólitísku þrætum. Forset- inn á þó að vera í góðum tengslum við stjórnmálamenn og láta þá alla njóta sannmælis, sama hvar í flokki þeir standa.“ Þóra svaraði einnig gagnrýni sem hún hefur fundið fyrir. „Fólk er mikið að velta fyrir sér þess- ari litlu þarna í barnabílstólnum, hvort ég ætli að vera í fæðing- arorlofi fram að áramótum, eða fram að næstum kosningum en svo er ekki,“ sagði Þóra og benti á nýfædda dóttur sína sem lá í barnabílstól hjá föður sínum. „Sá sem býður sig fram til emb- ættis forseta Íslands tekur við því á tilsettum tíma eða 1. ágúst.“ katrin@frettabladid.is Þóra heillaðist af krafti Grindavíkur Þóra Arnórsdóttir hélt framboðsfund í Sjómannastofunni Vör í Grindvík. Hún sagði jákæðni og kraft einkenna bæjarbraginn og hún vonar að andi bæjarins smitist út í fleiri kima samfélagsins. Íslendingar verði að horfa fram á við. HEILSUÐU ÞÓRU Þóra Arnórsdóttir heilsaði upp á yngstu kynslóð Grindvíkinga, sem beið í röð eftir að fá að heilsa forsetaframbjóðandanum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. ÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR FORSETAFRAMBJÓÐANDI 1. Hvar átti ljóðaþing Kínversk- íslenska menningarsjóðsins að fara fram? 2. Hversu mikið jókst ábyrgð ríkis- ins vegna SpKef frá bankahruni? 3. Hvenær var tónlistarhátíðin Við Djúpið haldin í fyrsta skipti? SVÖR: 1. í bænum Kirkenes í Noregi. 2. Um 20 milljarða króna. 3. Árið 2003. Ferðaskrifstofa ÍRAK, AP Að minnsta kosti 65 eru látnir eftir röð sprengjuárása í nokkrum borgum og bæjum í Írak í gær. Árásirnar beindust að mestu að sjíta-múslimum sem minntust þess að átta ár voru liðin frá láti klerksins Imam Moussa al-Kad- him. Sextán sprengjur sprungu víða um landið og auk hinna látnu særð- ust yfir 200 manns. Fyrsta sprengj- an sprakk í bænum Taji, norð- ur af Bagdad, um klukkan fimm í gærmorgun. Sjö létust og tveir særðust. Fjórar fleiri sprengj- ur sprungu í gærmorgun í höfuð- borginni þar sem 25 létust og yfir 70 særðust. Þá spungu tvær bíla- sprengjur í borginni Hillah, sunn- an Bagdad, og lést 21 þar og 53 særðust. Í Karbala, heilagri borg sjíta, létust tveir og í bænum Balad norður af höfuðborginni létust sjö eftir að tvær sprengjur sprungu í bílum. Sjö sprengjur til viðbót- ar sprungu í gærmorgun annars staðar í landinu. Meðal annars var gerð sprengjuárás á skrifstofur kúrdískra stjórnmálamanna. Dagurinn í gær var sá blóðug- asti síðan 5. janúar, en þá létust 78 manns í röð sprenginga sem beind- ust einnig að sjítum. Árásirnar voru einnig meðal þeirra mann- skæðustu síðan bandarískt herlið fór frá landinu. - þeb Mannskæðar sprengjuárásir víða um Írak í gær beindust aðallega að sjítum: Minnst 65 látnir eftir árásirnar SKEMMDIR KANNAÐAR Þessir drengir skoðuðu skemmdirnar sem urðu eftir að bíla- sprengja sprakk í borginni Kirkuk í gærmorgun. NORDICPHOTOS/AFP GISTING Þrjú íslensk farfuglaheim- ili eru meðal 10 bestu farfugla- heimila í heimi samkvæmt mati gesta sem greint er frá á vefnum hihostels.com. Farfuglaheimilið á Laugarvatni er í tíunda sæti, far- fuglaheimilið á Selfossi í áttunda sæti og farfuglaheimilið Reykja- vik Downtown á Vesturgötu 17 í sjötta sæti. „Reykjavik Downtown hefur verið á listanum yfir 10 bestu farfuglaheimili í heimi frá því það var opnað 2009 og við fikr- um okkur sífellt upp listann,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, rekstr- arstjóri farfuglaheimilanna í Reykjavík. Hún getur þess að núverandi listi gildi frá janúar á þessu ári fram í júní. Gestir meti meðal annars þjónustu, staðsetningu, þægindi, vingjarnleika starfsfólks, hreinlæti og umhverfisvernd. „Á farfuglaheimilinu á Vesturgötu eru 70 rúm í 19 herbergjum. Þarna myndast heimilisleg stemning sem er bæði gestunum sjálfum og frá- bæru starfsfólki að þakka.“ Efst á listanum í ár er farfugla- heimilið Bangkok Siam Square í Taílandi. Þar á eftir koma Morty Rich Hostel í Houston í Bandaríkj- unum, Flåm vandrerhjem í Nor- egi, Lillehammer vandrerhjem í Noregi, Pathpoint Cologne í Köln í Þýskalandi, Reykjavik Down- town, Utano YH í Kyoto í Japan, farfuglaheimilið á Selfossi, Shin- Osaka YH í Osaka í Japan og í tíunda sæti er farfuglaheimilið á Laugarvatni. Þessi eru þau tíu bestu af þeim tveimur þúsundum sem hægt er að bóka rúm á á Netinu en alls eru farfuglaheimili í heiminum rúm- lega fjögur þúsund í yfir 60 lönd- um. - ibs Þrjú íslensk farfuglaheimili eru á lista yfir tíu bestu farfuglaheimili í veröldinni: Íslensk farfuglaheimili fá toppeinkunn FARFUGLAHEIMILI Í móttökunni á far- fuglaheimilinu á Vesturgötu 17. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.