Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 48
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR36 Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sig- ríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leik- ara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við að hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið. „Í fyrra var ég spurð í hverri viku hvort ég ætlaði ekki að sýna Stellu, hún er greinilega enn svona ofboðslega vinsæl. Benjamín dúfa er ein af mínum uppáhalds- myndum og langt síðan hún var sýnd opin- berlega. Það sama má segja um Húsið, sem er nýbúið að lagfæra og betrumbæta en Egill Eðvarðsson segir mjög skemmtilega frá gerð myndarinnar.“ Kviksjá verður jafnan á dagskrá á sunnudagskvöldum en þar sem þjóðhátíð- ardaginn ber upp næsta sunnudag verður fyrsta Kviksjá sumarsins send út á á morg- un, föstudag. Þá verður sýnd Okkar eigin Osló frá 2011 og ræðir Sigríður við Reyni Lyngdal, leikstjóra myndarinnar. Á mánudagskvöldum verða svo sýndar valdar stuttmyndir sem nemendur Kvik- myndaskóla Íslands hafa gert undanfarin ár. Þættirnir eru sem fyrr teknir upp í Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna, og um dagskrárgerð sér Janus Bragi Jakobsson. Í haust vendir Sigríður síðan kvæði sínu í kross og flytur til London ásamt fjöl- skyldu sinni. Undanfarin ár hefur hún stýrt útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 en stýrir honum aðra hverja viku í vetur. „Ég verð með svona fróðleiksþætti en annar umsjónarmaður á móti mér sinnir því sem er að gerast í bransanum heima.“ Sigríður mun hins vegar einbeita sér að sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni og vinna innslög í hann á Englandi. „Ég er þegar búin að finna helling af efni til að vinna,“ segir hún. „Það er fullt af Íslendingum að gera hluti sem sárafá- ir vita af, auk þess sem menningarlífið í London er afar blómlegt, eins og flestir þekkja.“ - bs TENGDÓ Sýning ársins að mati gagn- rýnenda Reykvélarinnar. Leikverkið Tengdó eftir Val Frey Einarsson er sýning ársins að mati gagnrýnenda Reykvélarinn- ar, vefrits sem helgað er leiklist. Reykvélin veitir nú í fyrsta sinn leiklistarverðlaunin Leikvélina, en þau falla í skaut „eftirtektar- verðustu og mikilvægustu“ leik- sýningu ársins, að mati gagnrýn- enda miðilsins. Tengdó var frumsýnt í Borgar- leikhúsinu í byrjun árs. Í umsögn- um gagnrýnenda Reykvélar- innar segir meðal annars að í verkinu sé sleginn tær og sannur tónn, sem byggi á raunverulegri reynslu sem sé færð yfir á leik- sviðið með hrífandi frásagnar- tækni. Jón Páll Eyjólfsson leik- stýrði. Í öðru sæti varð Sýning ársins eftir leikhópinn 16 elskendur, en Beðið eftir Godot í meðförum Kvenfélagsins Garps hafnaði í þriðja sæti. Reykvélin veitir leik- húsverðlaun Hulda Hlín Magnúsdóttir, list- fræðingur og myndlistarmaður, leiðir gesti um sýningarnar Rúrí, Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi á Listasafni Íslands í dag klukkan 13. Leið- sögnin verður á ítölsku. Innsetning Rúríar, Archive – Endangered Waters, hefur verið til sýnis í Listasafni Íslands frá því í marsbyrjun 2012, sem hluti af yfirlitssýningu hennar og er núna á sýningunni Hættumörk/ Endangered. Sýningin Ölvuð af Íslandi er byggð á þjóðar- átaki þar sem Ísland var í kjölfar bankahrunsins 2008 kynnt sem náttúruleg paradís. Dáleidd af Íslandi samanstendur af nokkr- um fossum úr Fallvatnaskrá Rúríar sem eru í safneign Lista- safns Íslands. Rúrí á ítölsku HULDA HLÍN Lóðsar gesti um sýningu Rúríar á dag. Kvikmyndaþátturinn Kviksjá aftur á dagskrá í sumar SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR Stýrir Kviksjá í sumar en sinnir dagskrárgerð fyrir Djöflaeyjuna og Kviku frá London í haust. NÝTT www.facebook.com/Fronkex Fáðu þér íslenskt gott kex með chilli eða hvítlauksbragði. Bættu við bragðgóðum íslenskum osti, dreitil af sultu og njóttu þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.