Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 48

Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 48
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR36 Kvikmyndaþátturinn Kviksjá í umsjón Sig- ríðar Pétursdóttur hefur göngu sína annað kvöld, annað árið í röð. Sýndar verða tíu íslenskar kvikmyndir sem fylgt er úr hlaði með viðtölum Sigríðar við leikstjóra, leik- ara eða handritshöfunda. Á dagskrá eru nýjar myndir og eldri í bland, til dæmis Á annan veg og Skilaboð til Söndru. Þrjár þeirra mynda sem sýndar verða í sumar segist Sigríður hafa leitast sérstaklega við að hafa með: Stellu í Orlofi, Benjamín dúfu og Húsið. „Í fyrra var ég spurð í hverri viku hvort ég ætlaði ekki að sýna Stellu, hún er greinilega enn svona ofboðslega vinsæl. Benjamín dúfa er ein af mínum uppáhalds- myndum og langt síðan hún var sýnd opin- berlega. Það sama má segja um Húsið, sem er nýbúið að lagfæra og betrumbæta en Egill Eðvarðsson segir mjög skemmtilega frá gerð myndarinnar.“ Kviksjá verður jafnan á dagskrá á sunnudagskvöldum en þar sem þjóðhátíð- ardaginn ber upp næsta sunnudag verður fyrsta Kviksjá sumarsins send út á á morg- un, föstudag. Þá verður sýnd Okkar eigin Osló frá 2011 og ræðir Sigríður við Reyni Lyngdal, leikstjóra myndarinnar. Á mánudagskvöldum verða svo sýndar valdar stuttmyndir sem nemendur Kvik- myndaskóla Íslands hafa gert undanfarin ár. Þættirnir eru sem fyrr teknir upp í Bíó Paradís, heimili kvikmyndanna, og um dagskrárgerð sér Janus Bragi Jakobsson. Í haust vendir Sigríður síðan kvæði sínu í kross og flytur til London ásamt fjöl- skyldu sinni. Undanfarin ár hefur hún stýrt útvarpsþættinum Kviku á Rás 1 en stýrir honum aðra hverja viku í vetur. „Ég verð með svona fróðleiksþætti en annar umsjónarmaður á móti mér sinnir því sem er að gerast í bransanum heima.“ Sigríður mun hins vegar einbeita sér að sjónvarpsþættinum Djöflaeyjunni og vinna innslög í hann á Englandi. „Ég er þegar búin að finna helling af efni til að vinna,“ segir hún. „Það er fullt af Íslendingum að gera hluti sem sárafá- ir vita af, auk þess sem menningarlífið í London er afar blómlegt, eins og flestir þekkja.“ - bs TENGDÓ Sýning ársins að mati gagn- rýnenda Reykvélarinnar. Leikverkið Tengdó eftir Val Frey Einarsson er sýning ársins að mati gagnrýnenda Reykvélarinn- ar, vefrits sem helgað er leiklist. Reykvélin veitir nú í fyrsta sinn leiklistarverðlaunin Leikvélina, en þau falla í skaut „eftirtektar- verðustu og mikilvægustu“ leik- sýningu ársins, að mati gagnrýn- enda miðilsins. Tengdó var frumsýnt í Borgar- leikhúsinu í byrjun árs. Í umsögn- um gagnrýnenda Reykvélar- innar segir meðal annars að í verkinu sé sleginn tær og sannur tónn, sem byggi á raunverulegri reynslu sem sé færð yfir á leik- sviðið með hrífandi frásagnar- tækni. Jón Páll Eyjólfsson leik- stýrði. Í öðru sæti varð Sýning ársins eftir leikhópinn 16 elskendur, en Beðið eftir Godot í meðförum Kvenfélagsins Garps hafnaði í þriðja sæti. Reykvélin veitir leik- húsverðlaun Hulda Hlín Magnúsdóttir, list- fræðingur og myndlistarmaður, leiðir gesti um sýningarnar Rúrí, Hættumörk, Ölvuð af Íslandi og Dáleidd af Íslandi á Listasafni Íslands í dag klukkan 13. Leið- sögnin verður á ítölsku. Innsetning Rúríar, Archive – Endangered Waters, hefur verið til sýnis í Listasafni Íslands frá því í marsbyrjun 2012, sem hluti af yfirlitssýningu hennar og er núna á sýningunni Hættumörk/ Endangered. Sýningin Ölvuð af Íslandi er byggð á þjóðar- átaki þar sem Ísland var í kjölfar bankahrunsins 2008 kynnt sem náttúruleg paradís. Dáleidd af Íslandi samanstendur af nokkr- um fossum úr Fallvatnaskrá Rúríar sem eru í safneign Lista- safns Íslands. Rúrí á ítölsku HULDA HLÍN Lóðsar gesti um sýningu Rúríar á dag. Kvikmyndaþátturinn Kviksjá aftur á dagskrá í sumar SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR Stýrir Kviksjá í sumar en sinnir dagskrárgerð fyrir Djöflaeyjuna og Kviku frá London í haust. NÝTT www.facebook.com/Fronkex Fáðu þér íslenskt gott kex með chilli eða hvítlauksbragði. Bættu við bragðgóðum íslenskum osti, dreitil af sultu og njóttu þess.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.