Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 18
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is EFNAHAGSMÁL Peningastefnunefnd Seðla- banka Íslands kynnti í gær þá ákvörðun sína að hækka vexti bankans um 0,25 pró- sentustig. Eftir ákvörðunina eru svokall- aðir virkir stýrivextir bankans 5,125%. Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að hagtölur fyrir fyrsta fjórðung ársins, sem gefa vísbendingu um nokkurn þrótt í hagkerfinu, séu í stórum dráttum í sam- ræmi við nýjustu hagspá bankans. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að verðbólga hefur hjaðnað nokkuð í maí þótt áfram séu horfur á því að hún verði lengur fyrir ofan 2,5% verðbólgumarkmið bankans en ásættanlegt er. Á þessum forsendum byggir nefndin vaxtahækkunina. Í yfirlýsingu nefndarinnar kemur einn- ig fram að óvissa í alþjóðlegum efnahags- málum hafi aukist að undanförnu, ekki síst vegna fjármálakreppunnar í Evr- ópu. Gæti því komið til þess á næstunni að bregðast yrði við atburðum sem hefðu umtalsverð áhrif á hagvöxt og verðbólgu hér á landi í gegnum peningastefnuna. Við síðustu vaxtaákvörðun sína í maí hækkaði peningastefnunefndin vexti um 0,5 prósentustig. Gaf nefndin því þá einn- ig undir fótinn að frekari hækkanir væru væntanlegar þegar hún sagði í yfirlýs- ingu sinni að ekki yrði að óbreyttu kom- ist hjá frekari vaxtahækkunum drægi ekki úr verðbólgu. Í þetta sinn er nefndin ekki eins afdráttarlaus en sem fyrr er það framvinda verðbólgunnar sem hefur mest að segja um ákvarðanir nefndar- innar. Ákvörðun peningastefnunefndarinnar var í takt við spár greiningaraðila sem höfðu flestir reiknað með 0,25 prósentu- stiga hækkun þótt hagfræðideild Lands- bankans hafi spáð óbreyttum vöxtum. Ávöxtunarkrafa flestra óverðtryggðra skuldabréfaflokka lækkaði þó á mörk- uðum í gær sem bendir til þess að mild- ari tónn peningastefnunefndarinnar hafi minnkað væntingar um frekari hækkanir vaxta. magnusl@frettabladid.is BANDARÍKJADALIR er heimsmarkaðsverð á tunnu af hráolíu (Brent). Verðið hefur lækkað um næstum 30 prósent frá toppi í mars.97 Vextir Seðlabankans voru hækk- aðir um 0,25 prósentustig í gær Þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað í maí telur bankinn enn að hún verði lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið en ásættanlegt er. Vaxta- greiðslur heimila og fyrirtækja vegna óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hækka um tæplega 1,7 milljarða á ársgrundvelli. SEÐLABANKANUM Í GÆR Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörðun peningastefnunefndarinnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óverðtryggð lán hafa átt sífellt meiri vinsældum að fagna meðal íslenskra heimila og fyrirtækja síðustu misseri. Þannig hefur hlutfall óverð- tryggðra skulda heimilanna næstum því þrefaldast á skömmum tíma, eða hækkað úr 5,7% af landsframleiðslu í ársbyrjun 2010 í 15,4% við lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Á sama tímabili hafa verðtryggðar skuldir heimilanna sem hlutfall af landsframleiðslu lækkað. Gera má ráð fyrir að þessi breyting á samsetningu lána heimilanna hafi aukið áhrifamátt peningastefnu Seðlabankans. Þannig hefur Seðlabankinn bent á að verðtryggð jafngreiðslulán, sem er langútbreiddasta fasteignalánaformið og þar með fyrirferðarmest í skuldum heimilanna, veiti skuld- urum að nokkru leyti meira skjól fyrir áhrifum stýrivaxtahækkana, að minnsta kosti til skemmri tíma. Stýrivaxtahækkanir hafa hins vegar svo til bein áhrif á greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Óverðtryggð lán heimilanna með breytilegum vöxtum eru um þessar mundir rétt tæpir 200 milljarðar króna samkvæmt nýlegu riti Seðla- bankans um fjármálastöðugleika. Miðað við þá tölu hefur 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun, eins og Seðlabankinn tilkynnti um í dag, þau áhrif að heimilin greiða 500 milljónir aukalega í vexti á ársgrundvelli. Að sama skapi skulda íslensk fyrirtæki alls um 470 milljarða króna vegna óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Vaxtahækkun Seðlabankans í dag mun því hafa þau áhrif að íslensk fyrirtæki greiða tæpum 1.200 milljónum meira í vexti á ársgrundvelli. Óverðtryggðu lánin auka bit stýrivaxta ÍS LE N S E N SSS ÍS LE N S ÍS LE N S LE N S SL E N S E N S E N S N S ÍS LE N S ÍS LE N S ÍS LE N S ÍS LE N S ÍS LE N SS N S SL E N SS SL E N S ÍS LE N S N S LE N S N S LE N S ÍS LE N S SL E N S SL E N SL E NN ÍS LE NN LE N ÍS LE NNN ÍS LE NN ÍS LE ÍS LELELLSLLÍS LSLSSLSLSSSSSÍÍÍÍÍÍÍ AA K A SI A K A SI A K A SI A SI A A SI A K A SI AA A SI A A SI AAA K A SI A K A SI A K A SI A K A SI A K A SI A A SI A S AA K A K A K AA K A K .I S U T .I S U T .I S U T IS U T IS U T IS U T .I S U T .I S U T .I S U T IS U T .I S U T U T .I S U T IS U T .I S U T IS U T .I S U TTT IS U T U T .I S U IS U .I S UU .I S UU S S ISSS.I SSSISSISSISISISIIIIIIIIII.I I 6 01 3 I 6 01 3 I 6 01 3 60 13 60 13 I 6 01 3 60 13 I 6 01 3 I 6 01 3 I 6 01 31 60 13 I 6 01 3 II 6 01 I66 01 I 6 0 I6 0 IIIIIIIIIIII 11/1 06 /1 06 /1 4 06 /1 4 06 /1 4 06 /1111 06 /16/ 11 4 06 /1/111 06 /11111 0 6/ 1111 4 06 /1 4 06 /1/1 0 6/ 11 06 /1 4 06 /1/1/1/1/16/ 4 06 / 06 / 006 / 4 06 / 4 06 / 006 / 06 / 06 /606060666060606060600 22222222222222222222222222222222222222 TJALDALAND ÚTILÍFS ER VIÐ HLIÐINA Á TBR-HÖLLINNI VIÐ GLÆSIBÆ. UPPSETT TJÖLD TIL SÝNIS ALLA VIRKA DAGA KL. 10-17. FLEIRI UPPLÝSINGAR Á WWW.UTILIF.IS VERÐ: 32.990 / 42.990 KR. HIGH PE AK COMO 4 OG 6 MANNA Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 190/200 cm. VERÐ: 59.990 KR. THE NORTH FACE TADPOLE 2 MANNA Létt göngutjald 2,4 kg. Vatnsvörn 1.500 mm taffeta. Botn 5.000 mm taffeta. Álsúlur. Hæð 100 cm. VERÐ: 84.990 KR. HIGH PEAK NUNATAK 3 MANNA Göngutjald með góðu fortjaldi og áföstum dúk. Vatnsvörn 4.000 mm. Botn 5.000 mm. Álsúlur. Hæð 110 cm. Þyngd 3,9 kg. VERÐ: 56.990 KR. HIGH PEAK ANCONA 5 MANNA Rúmgott fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 200 cm. TJÖLDIN FÁST Í TJALDALANDI NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.