Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.06.2012, Blaðsíða 36
KYNNING − AUGLÝSINGKonur 50 plús FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512 5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Eftir því sem fólk eldist hefur það meiri tilhneigingu til þess að þyngjast og byrjar það oft þegar fólk er á fertugsaldri. Aukin lík- amsþyngd hjá bæði konum og körl- um stafar oft af minni hreyfingu, meiri hitaeininganeyslu og minni brennslu. Vöðvamassi minnkar með aldr- inum. Við það hægir á efnaskiptum þar sem vöðvar nota meiri orku en fita, það þýðir að hitaeiningaþörf- in minnkar. Haldist mataræði hins vegar óbreytt samhliða minni hita- einingaþörf eru allar líkur á að fólk fitni með aldrinum. Þrátt fyrir að líkaminn þarfnist ekki jafn mik- illar orku og áður þarf hann alveg jafn mikið á vítamínum að halda. Því er ljóst að matarvenjur þurfa að breytast eftir því sem árin líða. Margir reyna að draga úr neyslu hitaeininga þegar þeir uppgötva að talan á vigtinni er farin að hækka. Það er þó ekki sama hvernig það er gert. Ef dregið er of mikið úr hita- eininganeyslu bregst líkaminn við með því að draga enn meira úr efnaskiptahraðanum til að spara orku. Það getur reynst mun árang- ursríkara að hreyfa sig meira og skipta orkuríkum fæðutegundum út fyrir hitaeiningasnauðari mat- væli sem eru einnig bætiefnarík. Reglubundin neysla á fjölbreyttu fæði ásamt nægilegri vatnsdrykkju er lykillinn að næringarlegu jafn- vægi. Konur byrja oft að þyngjast nokkrum árum fyrir tíðahvörf. Þetta er talið stafa af minnk- andi magni af hormóninu estró- gen. Vilji konur sporna við þessari þróun ættu þær þó ekki að einblína um of á að draga úr neyslu hitaein- inga, heldur frekar leggja áherslu á litlar máltíðir sem innihalda mikið af bætiefnum. Þær ættu einnig að leggja áherslu á aukna hreyfingu til þess að draga úr þyngdaraukn- ingunni og til að styrkja líkamann. Með hækkandi aldri aukast líkur á beinþynningu, sérstaklega hjá konum, og líkur á að hjarta- og æðasjúkdómar geri vart við sig aukast. Reglubundin hreyfing getur hjálpað í baráttunni við þessa aldurstengdu sjúkdóma. Hressi- legir göngutúrar í 20-30 mínút- ur, þrisvar til fjórum sinnum í viku, geta bætt heilbrigðum árum við lífið. Almenn hreyfing styrkir beinin, bætir líðanina og það verð- ur auðveldara að sofna vegna eðli- legrar þreytu. Konur byrja oft að þyngjast nokkrum árum fyrir tíðahvörf. Þetta er talið stafa af minnkandi magni af hormóninu estrógen. Skaðsemi reykinga er Íslendingum alkunn. Færri vita þó að konur eru sérstaklega viðkvæmar fyrir þeim og tengist það hormónakerfi þeirra. Jóhanna S. Krist- jánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri Ráðgjafar í reykbindindi segir að samkvæmt Hagstof- unni sé dánartíðni kvenna sökum reykinga þremur prósentustigum hærri en karla. Tíðahvörf geta orðið allt að tveimur árum fyrr hjá konum sem reykja og þegar komið er yfir fimmtugt eykst hættan á hjarta- og æðasjúkdómum til muna. Jafnframt aukast líkur á þvagleka, beinþynningu og lungnakrabbameini. Aldrei of seint að hætta Eftir breytingarskeiðið finnst sumum konum til- gangslaust að hætta að reykja því skaðinn sé hvort sem er ekki afturkræfur. Jóhanna segir það af og frá. „Það er alveg sama hvenær maður hættir að reykja, það er alltaf ávinningur. Það tekur blóðrásarkerfið ekki nema sólarhring að losa sig við koltvísýringinn og auðveldar það öndun og eykur úthald. Sólarhringi síðar er nikótínið farið úr blóðinu, æðarnar víkka og bragðskyn verður næmara.“ Konur ættu því strax að finna mun en langtímaávinningurinn er mik- ill: „Lungun byrja auðvitað strax að hreinsa sig en eftir þrjá mánuði eru bifhárin komin í eðlilegt horf og hósti og önnur öndunarfæraeinkenni orðin mun betri.“ Að lokum bætir Jóhanna við að allar konur ættu að hafa í huga að þær eru fyrirmyndir barna sinna og barnabarna. Ráðgjöf og stuðningur Margar konur óttast að í stað vindlinganna hlaðist á þær aukakíló en Jóhanna segir það yfirleitt ekki vera vandamál. „Þetta á við um konur sem skipta sígar- ettunum út fyrir mat.“ Hún bætir við að heilbrigt líf- erni verði að fylgja þessari lífsstílsbreytingu en lík- amsrækt verði auðveldari með auknu þoli. Það getur þó reynst þrautin þyngri að segja skilið við reykingarnar. Jóhanna bendir á að fjölmörg úr- ræði eru til fyrir reykingafólk á Íslandi. Ráðgjöf í reyk- bindindi er gjaldfrjáls símaþjónusta þar sem starfa hjúkrunarfræðingar með sérþekkingu í tóbaksmeð- ferð. „Sumir hringja inn með spurningu og vilja ekk- ert meira en flestir þiggja að taka þátt í meðferðinni,“ segir Jóhanna og mælir eindregið með henni. „Rann- sóknir sýna að mestu máli skiptir að fá ráðgjöf og eft- irfylgni,“ bætir hún við en boðið er upp á eftirfylgni í heilt ár. Símanúmer ráðgjafarinnar er 800-6030 og sím- inn er opinn alla virka daga milli klukkan 17 og 20. Auk hennar bendir Jóhanna á spjallþráð á vefsíðunni www.reyklaus.is þar sem fyrrverandi reykingafólk deilir reynslu sinni og hjálpar þeim sem vilja hætta að reykja. Konur og reykingar Konur eru viðkvæmari en karlar fyrir skaðsemi reykinga og með aldrinum aukast líkur á sjúkdómum og öðrum fylgikvillum til muna. Úrræði fyrir fólk sem vill hætta að reykja eru mörg á Íslandi. Reykingar eru konum sérstaklega skaðlegar en það er aldrei of seint að hætta. MYND/GETTY IMAGE MASKARINN GERIR ÞIG 5 ÁRUM ELDRI Konur sem eru komnar á miðjan aldur og þar yfir ættu ekki að nota mikinn maskara á neðri augnhár. Þær eiga ekki heldur að mála svört strik undir augun. Konur eldast um fimm ár séu þær með mikinn maskara, segir Karim Sattar, þekktur förðunarmeistari. Hann hefur meðal annars starfað með Claudiu Schiffer, Jane Fonda, Mónakó-prinsessunni og Tyru Banks. Dökkur litur undir augum þyngir andlitssvipinn og gerir konur þreytulegri og eldri, segir meistarinn. Rétt förðun skiptir því miklu máli fyrir konur þegar þær eldast. Karim hefur fimmtán ára reynslu í förðun og þykir mikill listamaður í sínu fagi. Hann hefur starfað fyrir Vogue, Marie Claire, Glamour og Cosmopolitan. Karim er Þjóðverji og helsta starf hans hefur verið fyrir The Body Shop. Hreyfing og hollt mataræði mikilvægara með aldrinum Að vera í góðu líkamlegu formi getur hjálpað líkamanum í baráttunni við öldrun og ýmsa fylgikvilla hennar. NORDIC PHOTO/GETTY ÚTSKRIFTARGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum 10% afsláttur Vertu vinur okkar á Facebook og fylgstu með því sem gerist á afmælisárinu okkar! www.facebook.com/sigurboginn NÝ SUNDFÖT FRÁ ANITA, MIRACLESUIT OG PENBROOKE VERTU FLOTT Í SUMAR Í SUNDFÖTUM FRÁ SIGURBOGANUM Stærðir 36-54 SJÓVÁ KVENNAHLAUP ÍSÍ Laugardaginn 16. júní verður Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ haldið í 23. sinn. Markmið kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsu- eflingar en hlaupið er ætlað konum á öllum aldri. Engin tímataka er í hlaupinu og hægt er að velja mislangar vegalengdir. Kvennahlaupið er haldið eins nálægt kvennafrídeginum 19. júní og hægt er. Þannig er reynt að höfða til samstöðu kvenna. Fyrsta kvennahlaup ÍSÍ var haldið í júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ .Þá tóku um 2.500 konur þátt en nú taka um 16.000 konur þátt á 90 stöðum hérlendis og 16 stöðum erlendis. Sjóvá hefur verið aðalstyrktaraðili hlaupsins frá árinu 1993. Á vef Sjóvá, www.sjova.is, má finna allar upplýsingar um hlaupið, sögu þess, hlaupastaði og þema hvers hlaups. Þar má einnig finna skemmtileg myndskeið og gott myndasafn frá fyrri hlaupum. Einnig má fylgjast með fréttum af hlaupinu á Facebook-síðu hlaupsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.