Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 18
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR18
Umsjón: nánar á visir.is
EFNAHAGSMÁL Peningastefnunefnd Seðla-
banka Íslands kynnti í gær þá ákvörðun
sína að hækka vexti bankans um 0,25 pró-
sentustig. Eftir ákvörðunina eru svokall-
aðir virkir stýrivextir bankans 5,125%.
Í yfirlýsingu nefndarinnar segir að
hagtölur fyrir fyrsta fjórðung ársins,
sem gefa vísbendingu um nokkurn þrótt
í hagkerfinu, séu í stórum dráttum í sam-
ræmi við nýjustu hagspá bankans. Þá
kemur fram í yfirlýsingunni að verðbólga
hefur hjaðnað nokkuð í maí þótt áfram
séu horfur á því að hún verði lengur fyrir
ofan 2,5% verðbólgumarkmið bankans
en ásættanlegt er. Á þessum forsendum
byggir nefndin vaxtahækkunina.
Í yfirlýsingu nefndarinnar kemur einn-
ig fram að óvissa í alþjóðlegum efnahags-
málum hafi aukist að undanförnu, ekki
síst vegna fjármálakreppunnar í Evr-
ópu. Gæti því komið til þess á næstunni
að bregðast yrði við atburðum sem hefðu
umtalsverð áhrif á hagvöxt og verðbólgu
hér á landi í gegnum peningastefnuna.
Við síðustu vaxtaákvörðun sína í maí
hækkaði peningastefnunefndin vexti um
0,5 prósentustig. Gaf nefndin því þá einn-
ig undir fótinn að frekari hækkanir væru
væntanlegar þegar hún sagði í yfirlýs-
ingu sinni að ekki yrði að óbreyttu kom-
ist hjá frekari vaxtahækkunum drægi
ekki úr verðbólgu. Í þetta sinn er nefndin
ekki eins afdráttarlaus en sem fyrr er
það framvinda verðbólgunnar sem hefur
mest að segja um ákvarðanir nefndar-
innar.
Ákvörðun peningastefnunefndarinnar
var í takt við spár greiningaraðila sem
höfðu flestir reiknað með 0,25 prósentu-
stiga hækkun þótt hagfræðideild Lands-
bankans hafi spáð óbreyttum vöxtum.
Ávöxtunarkrafa flestra óverðtryggðra
skuldabréfaflokka lækkaði þó á mörk-
uðum í gær sem bendir til þess að mild-
ari tónn peningastefnunefndarinnar hafi
minnkað væntingar um frekari hækkanir
vaxta. magnusl@frettabladid.is
BANDARÍKJADALIR er heimsmarkaðsverð á tunnu af hráolíu (Brent).
Verðið hefur lækkað um næstum 30 prósent frá toppi í mars.97
Vextir Seðlabankans voru hækk-
aðir um 0,25 prósentustig í gær
Þrátt fyrir að verðbólga hafi hjaðnað í maí telur bankinn enn að hún verði lengur fyrir ofan verðbólgumarkmið en ásættanlegt er. Vaxta-
greiðslur heimila og fyrirtækja vegna óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hækka um tæplega 1,7 milljarða á ársgrundvelli.
SEÐLABANKANUM Í GÆR Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu ákvörðun peningastefnunefndarinnar í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Óverðtryggð lán hafa átt sífellt meiri vinsældum
að fagna meðal íslenskra heimila og fyrirtækja
síðustu misseri. Þannig hefur hlutfall óverð-
tryggðra skulda heimilanna næstum því
þrefaldast á skömmum tíma, eða hækkað úr
5,7% af landsframleiðslu í ársbyrjun 2010 í 15,4%
við lok fyrsta ársfjórðungs þessa árs. Á sama
tímabili hafa verðtryggðar skuldir heimilanna
sem hlutfall af landsframleiðslu lækkað. Gera má
ráð fyrir að þessi breyting á samsetningu lána
heimilanna hafi aukið áhrifamátt peningastefnu
Seðlabankans. Þannig hefur Seðlabankinn
bent á að verðtryggð jafngreiðslulán, sem er
langútbreiddasta fasteignalánaformið og þar með
fyrirferðarmest í skuldum heimilanna, veiti skuld-
urum að nokkru leyti meira skjól fyrir áhrifum
stýrivaxtahækkana, að minnsta kosti til skemmri
tíma. Stýrivaxtahækkanir hafa hins vegar svo til
bein áhrif á greiðslubyrði óverðtryggðra lána með
breytilegum vöxtum.
Óverðtryggð lán heimilanna með breytilegum
vöxtum eru um þessar mundir rétt tæpir 200
milljarðar króna samkvæmt nýlegu riti Seðla-
bankans um fjármálastöðugleika. Miðað við þá
tölu hefur 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkun,
eins og Seðlabankinn tilkynnti um í dag, þau áhrif
að heimilin greiða 500 milljónir aukalega í vexti
á ársgrundvelli. Að sama skapi skulda íslensk
fyrirtæki alls um 470 milljarða króna vegna
óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum.
Vaxtahækkun Seðlabankans í dag mun því hafa
þau áhrif að íslensk fyrirtæki greiða tæpum 1.200
milljónum meira í vexti á ársgrundvelli.
Óverðtryggðu lánin auka bit stýrivaxta
ÍS
LE
N
S
E
N
SSS
ÍS
LE
N
S
ÍS
LE
N
S
LE
N
S
SL
E
N
S
E
N
S
E
N
S
N
S
ÍS
LE
N
S
ÍS
LE
N
S
ÍS
LE
N
S
ÍS
LE
N
S
ÍS
LE
N
SS
N
S
SL
E
N
SS
SL
E
N
S
ÍS
LE
N
S
N
S
LE
N
S
N
S
LE
N
S
ÍS
LE
N
S
SL
E
N
S
SL
E
N
SL
E
NN
ÍS
LE
NN
LE
N
ÍS
LE
NNN
ÍS
LE
NN
ÍS
LE
ÍS
LELELLSLLÍS
LSLSSLSLSSSSSÍÍÍÍÍÍÍ
AA
K
A
SI
A
K
A
SI
A
K
A
SI
A
SI
A
A
SI
A
K
A
SI
AA
A
SI
A
A
SI
AAA
K
A
SI
A
K
A
SI
A
K
A
SI
A
K
A
SI
A
K
A
SI
A
A
SI
A
S
AA
K
A
K
A
K
AA
K
A
K
.I
S
U
T
.I
S
U
T
.I
S
U
T
IS
U
T
IS
U
T
IS
U
T
.I
S
U
T
.I
S
U
T
.I
S
U
T
IS
U
T
.I
S
U
T
U
T
.I
S
U
T
IS
U
T
.I
S
U
T
IS
U
T
.I
S
U
TTT
IS
U
T
U
T
.I
S
U
IS
U
.I
S
UU
.I
S
UU
S S ISSS.I
SSSISSISSISISISIIIIIIIIII.I
I 6
01
3
I 6
01
3
I 6
01
3
60
13
60
13
I 6
01
3
60
13
I 6
01
3
I 6
01
3
I 6
01
31
60
13
I 6
01
3
II 6
01
I66
01
I 6
0
I6
0
IIIIIIIIIIII
11/1
06
/1
06
/1
4
06
/1
4
06
/1
4
06
/1111
06
/16/
11
4
06
/1/111
06
/11111
0
6/
1111
4
06
/1
4
06
/1/1
0
6/
11
06
/1
4
06
/1/1/1/1/16/
4
06
/
06
/
006
/
4
06
/
4
06
/
006
/
06
/
06
/606060666060606060600
22222222222222222222222222222222222222
TJALDALAND ÚTILÍFS ER VIÐ HLIÐINA Á TBR-HÖLLINNI VIÐ GLÆSIBÆ.
UPPSETT TJÖLD TIL SÝNIS ALLA VIRKA DAGA KL. 10-17. FLEIRI UPPLÝSINGAR Á WWW.UTILIF.IS
VERÐ: 32.990 / 42.990 KR.
HIGH PE AK COMO
4 OG 6 MANNA
Tvískipt innratjald með fortjaldi
á milli. Vatnsvörn 2.000 mm.
Yfirlímdir saumar. Hæð 190/200 cm.
VERÐ: 59.990 KR.
THE NORTH FACE
TADPOLE 2 MANNA
Létt göngutjald 2,4 kg. Vatnsvörn
1.500 mm taffeta. Botn 5.000 mm
taffeta. Álsúlur. Hæð 100 cm.
VERÐ: 84.990 KR.
HIGH PEAK NUNATAK 3 MANNA
Göngutjald með góðu fortjaldi og
áföstum dúk. Vatnsvörn 4.000 mm.
Botn 5.000 mm. Álsúlur. Hæð 110 cm.
Þyngd 3,9 kg.
VERÐ: 56.990 KR.
HIGH PEAK ANCONA 5 MANNA
Rúmgott fjölskyldutjald. Vatnsvörn
3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur
í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 200 cm.
TJÖLDIN FÁST Í TJALDALANDI
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS