Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.06.2012, Blaðsíða 2
20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR2 Kári, er ekki kalt á toppnum? Nei, það er aldrei kalt í Snæfellsbæ. Kári Viðarsson rekur leikhúsið Frystiklef- ann á Rifi á Snæfellsnesi. VERSLUN Fiskbúðin Sjávarkistan í Ólafsvík á Snæfellsnesi er eina fiskbúðin á Vesturlandi. Hún sinnir Snæfellsnesinu eins og það leggur sig og dæmi eru um að sumarbústaðaeigendur í Borgar- firði aki alla leið á Snæfellsnes til þess eins að sækja sér fisk á grillið. Samkvæmt óvísindalegri rann- sókn Fréttablaðsins er næstu fisk- búðir að finna í Mosfellsbæ og á Flateyri og Ísafirði. Sigurður Ingi Guðmarsson stendur vaktina í Sjávarkistunni og segir fisksöluna aðeins vera sumarverkefni. „Þetta er sumar- verkefni og ekkert sem er komið til að vera. Við höfum aðeins opið hér yfir sumarmánuðina þrjá; júní, júlí og ágúst. Svo lokum við bara á veturna.“ „Það var Einar Magnús Gunn- laugsson sem fékk mig hingað og í þetta,“ segir Sigurður Ingi sem er aðfluttur úr Hafnarfirði. „Hann er höfuðið í þessu öllu saman.“ Sjávarkistan var opin í fyrra- sumar líka en þá aðeins til klukk- an sex á daginn. Sigurður Ingi segir að nú sé búðin opin til átta því eftirspurnin er meiri um kvöldmatarleytið. Boðið er upp á ferskan fisk, kryddleginn og til- búna rétti. Verkefnið miðar að því að styðja við fyrirtækin á svæðinu. „Við reynum að selja eins ferskan fisk og við getum,“ segir Sigurður Ingi. „Við höfum eingöngu verið að fá frá fyrirtækjunum hérna í kring.“ Spurður hvaðan hráefnið komi helst segir hann að fiskurinn komi frá Ólafsvík ásamt hinum þorpunum á norðanverðu nesinu. „Við höfum fengið vörur úr öllum þorpunum í kringum okkur. Það eru Stykkishólmur, Grundarfjörð- ur, Rif og Hellisandur. Við fáum hráefnið þaðan hvort sem það eru tilbúnir réttir eða ferskur fiskur.“ Sigurður Ingi bendir á að í fisk- borðinu séu aðallega óhefðbundnar íslenskar fisktegundir. „Við erum ekki með þetta hefðbundna, heldur erum við með langlúru, lúðu, keilu, steinbít og skötusel. Hér seljum við aðeins fisk sem veiðist hér í Breiðafirðinum.“ birgirh@frettabladid.is Fara langar leiðir til að sækja fisk á grillið Fiskbúðin Sjávarkistan í Ólafsvík er eina fiskbúðin á Vesturlandi. Hún er aðeins rekin í þrjá mánuði á sumrin og verslar aðeins með fisk af Snæfellsnesinu. Sumarbústaðafólk leggur langa lykkju á leið sína til að komast í fiskbúð. HUGSAÐ STÓRT Fiskbúðin í Ólafsvík þjónustar nánast allt Vesturland enda enga aðra fiskbúð þar að finna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við höfum verið að fá vörur úr öllum þorp- unum í kringum okkur. SIGURÐUR INGI GUÐMARSSON FISKSALI ÞJÓÐKIRKJAN Séra Agnes M. Sigurðardóttir verður vígð í embætti biskups yfir Íslandi í Hallgrímskirkju á sunnudag. Herra Karl Sigurbjörnsson, sem lætur af embættinu við tilefnið, segir að um söguleg tímamót séu að ræða enda Agnes fyrsta konan sem vígð verður til biskups á Íslandi. Biskupsstóll var fyrst settur á Íslandi árið 1056 í Skálholti. Vígsluvottarnir við athöfnina nú eru alls þrett- án, tveir þeirra eru íslenskir sem séra Agnes hefur valið sér. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt í vígsluathöfn biskups hér á landi og nú, alls ellefu. Síðan 1959 hefur sú regla gilt að norrænir lúterskir biskupar séu viðstaddir slíka athöfn á Íslandi. Erlendir vígsluvottar nú eru erkibiskupar og bisk- upar norrænu þjóðanna auk biskupa frá Bretlandi, Írlandi, Skotlandi og lettnesku kirkjunni erlendis. Tveir erlendu biskupanna eru konur. Spurð hvort Agnes beri einhvern kvíðboga fyrir því að bera biskupskápuna segir hún ekki svo vera. „Ég veit að þetta er borið með mér, af Drottni sjálfum og öllum sem standa með mér í kirkjunni.“ Herra Karl hefur ekki ákveðið hvað hann muni taka sér fyrir hendur þegar hann lætur af embætti. - bþh Agnes M. Sigurðardóttir verður vígð til biskups yfir Íslandi á sunnudag: Drottinn ber skrúðann með mér TÁKN EMBÆTTISINS Þó íslenskir biskupar noti ekki biskups- staf er það mikilvægt tákn biskupsembættisins. Agnes mun klæðast biskupskápu Péturs Sigurgeirssonar í biskupstíð sinni. Hún gerir ekki ráð fyrir að nota mítrið sem fylgir skrúðanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Veiðigjöld munu skila ríkissjóði rúmlega 83 millj- örðum króna á næstu fimm fisk- veiðiárum, samkvæmt áætlun sjávarútvegsráðuneytisins. Strax á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september, verða tekjurnar 12,8 milljarðar króna, en fiskveiðiárið 2016/2017 verða þær rúmir tuttugu milljarðar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra áréttaði í gær að ranglega hefði verið sagt frá því í fjölmiðlum að veiðigjöldin giltu aðeins í eitt ár og því væri fjárfestingaráætlun rík- isstjórnarinnar í uppnámi. „Þvert á móti munu veiði- gjöldin verða stigvaxandi á næstu árum verði fyrirliggj- andi lagafrum- varp samþykkt eins og þinglok geri ráð fyrir,“ segir í yfirlýs- ingu forsætis- ráðherra í gær. Einar K. Guðfinnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir veiðigjaldið ofviða sjávarútvegin- um og muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir greinina og þjóðina alla. „Ég tel því að það séu almanna- hagsmunir að hrinda þessari laga- setningu af höndum okkar við fyrsta tækifæri.“ - kóp Þingmaður segir Sjálfstæðisflokkinn munu breyta veiðigjöldum á ný komist hann í ríkisstjórn: Veiðigjöld fara yfir 20 milljarða 2016/2017 Áætlaðar tekjur af veiðigjöldum Milljónir kr. 2012/13 2013/14 2014/15 2015/16 2016/17 Almennt gjald 4.446 4.446 4.446 4.446 4.446 Sérstakt gjald Botnfiskafli 7.881 9.896 11.209 12.521 13.833 Uppsjávarafli 1.967 2.367 2.671 2.976 3.281 Samtals 14.294 16.709 18.326 19.943 21.560 Ívilnun v/kvótaskulda 1.500 1.500 1.500 1.500 1.500 Áætlaðar tekjur 12.794 15.209 16.826 18.443 20.060 FORSETAKJÖR Alls 235.784 Íslend- ingar hafa kosningarétt í komandi forsetakosningum. Hefur Íslend- ingum með kosningarétt fjölgað um 7.941, eða 3,5%, frá Alþingis- kosningunum 2009. Þetta kemur fram í kjörskrár- stofni Þjóðskrár Íslands sem hefur verið birtur á vefsíðu stofnunar- innar. Sveitarstjórnir víða um land munu svo vinna kjörskrár sínar eftir kjörskrárstofninum. Endan- legar kjörskrár gætu tekið smá- vægilegum breytingum þar sem tekið verður tillit til tölu látinna og þeirra sem fá nýtt ríkisfang eftir að kjörskrárstofnarnir voru unnir. Endanleg kjörskrá verður því birt eftir kosningarnar. - mþl Forsetakjör 30. júní: 235.784 Íslend- ingar kjörbærir EINAR K. GUÐFINNSSON SLYS Lögreglumaður var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild þegar hann féll af vélhjóli sínu í Kópavogslækinn í gær. Hann hafði verið að veita bifhjóla- manni eftirför þegar óhappið varð. Sá komst undan. Lögreglumaðurinn kvartaði undan eymslum í öxl eftir slysið. Vélhjól lögreglunnar er nokkuð skemmt en það var híft úr lækn- um með krana. Lögreglan rannsakar nú eftir- litsmyndavélar til að reyna að hafa uppi á bifhjólamanninum sem komst undan. - bþh Lögreglumaður á slysadeild: Féll í Kópavogs- læk við eftirför LÖGREGLUHJÓLIÐ Hjólið er nokkuð skemmt en það var híft úr Kópavogslæk síðdegis í gær. MYND/STÖÐ 2 EGYPTALAND Þúsundir komu saman og mótmæltu á Frelsis- torginu í Kaíró í Egyptalandi í gærkvöldi. Fólkið mótmælti ákvörðun hersins um að taka til sín völd samkvæmt bráðabirgðastjórnar- skrá. Herráðið hefur leyst upp þingið og tekið sér löggjafarvald þar til nýtt þing verður kosið. Bræðralag múslima segir þetta vera valdarán. Herforingjarnir segjast ætla að afhenda nýjum forseta völd, en Mohammed Morsi, frambjóðandi Bræðralags múslima segist hafa unnið í kosningunum. Það hefur frambjóðandi herráðsins einnig gert. - þeb Þúsundir komu saman í gær: Mótmælt á Frelsistorginu STJÓRNMÁL Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, gagnrýndi á borgarstjórnar- fundi í gær framkvæmd Reykja- víkurborgar á hátíðarhöldum vegna 17. júní síðasta sunnudag. Kjartan sagði að víða væri óánægja með framkvæmd hátíðarinnar, ekki síst með þá ákvörðun að leggja niður tón- leika að kvöldi þjóðhátíðar- dagsins. Kjartan velti því upp hvort Samfylkingin væri orðin svo heillum horfin í þrá- hyggju sinni við að koma Íslandi inn í ESB að vísvitandi væri dregið úr viðburðum eins og 17. júní sem tengdust sjálfstæði og fullveldi landsins. Hann sagði mikilvægt að endurskoða alla þætti hátíðar- haldanna og tryggja að betur verði staðið að málum á næsta ári. - mþl Borgarstjórnarfundur í gær: Gagnrýndi 17. júní hátíðarhöld KJARTAN MAGNÚSSON SPURNING DAGSINS Breiðumörk 1c, 810 Hveragerði / www.hotelork.is / info@hotel-ork.is / sími: 483 4700 Njóttu sveitasælunnar – kynntu þér tilboðin á hotelork.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.