Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.06.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 20.06.2012, Qupperneq 16
16 20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Á Íslandi er mikið kvartað yfir lélegum stjórnmálum. Með annarri hendinni fúlsa vandlætarar yfir því að stjórnmála- mennirnir okkar séu ekki hæfari, heiðarlegri, betri. Með hinni steyta þeir hnefann framan í þann mikla kostnað sem fylgir tilvist þjóðþings og þeirra sem á því sitja. Almenn vantrú á stjórnmálum endurspeglast skýrt í mælingum Capacent á trausti til stofnana. Í síðustu mælingu fyrir bankahrun báru fjörutíu prósent þjóðarinnar mikið traust til Alþingis. Í mars síðastliðnum var það traust komið niður í tíu prósent og fer dalandi. Einungis bankakerfið, sem nýtur trausts sjö prósenta, er neðar á list- anum. Meira að segja það er í sókn. Áður en fólk kvartar yfir því að ekki veljist almennilegt fólk til stjórnmálaþátttöku ætti það að spyrja hvort eftirsóknarvert sé að helga sig þeim stað. Er það starfs- umhverfi sem Alþingi býður upp á boðlegt? Í samanburði við önnur lönd er svarið klárlega nei. Á breska þinginu starfa 650 þingmenn. Grunnlaun þeirra á ári eru 65.738 pund, eða tæpar þrettán milljónir króna. Það gerir tæpa 1,1 milljón á mánuði. Í Danmörku eru þingmenn 179 talsins. Grunnlaun þeirra eru 659.448 danskar krónur á ári búi þeir í Danmörku. Séu þingmennirnir frá Færeyjum eða Græn- landi eru launin hærri, um fjórtán milljónir íslenskra króna á ári, eða tæplega 1,2 milljónir króna á mánuði. Norskir þingmenn eru 169. Þeir þiggja 777.630 norskar krónur í grunnlaun á ári. Það eru um 16,3 millj- ónir íslenskra króna á ári, eða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Hjá öllum bætast svo við laun fyrir nefndastörf, ýmsar sporslur og greiddur kostnaður. Auk þess starfar fjöldi starfsmanna á viðkomandi þingum ásamt her aðstoðarmanna sem gerir þingmönnum kleift að þekkja mál almennilega áður en þeir afgreiða þau úr nefndum eða tjá sig um þau í ræðustól. Á Íslandi er þingfararkaup alþingismanna rúmlega 7,3 milljónir króna á ári, eða 610.643 krónur á mánuði. Það er um 57 prósent af grunnlaunum breskra þingmanna, 52 prósent af launum danskra og einungis um 45 prósent af því sem norskir þingmenn þéna. Það er mun meiri munur en má skýra með gengisfalli íslensku krónunnar. Á Íslandi mega formenn stjórnmálaflokka sem eru ekki ráðherrar ráða sér einn aðstoðarmann. Landsbyggðarþingmenn mega ráða sér slíkan í þriðj- ungsstarf. Á upplýsinga- og útgáfusviði Alþingis, sem rekur gagna- og upplýsingaöflun fyrir þingmenn, eru tuttugu starfsmenn. Á Íslandi er djúpstæð stjórnmálakreppa sem nær langt út fyrir flokka. Alvarlegasta birtingarmynd hennar er hið fullkomna vantraust sem almenningur virðist hafa á mikilvægustu stofnun lýðveldisins, Alþingi. Það endurspeglast meðal annars í því að stór hluti þjóðar- innar er tilbúinn að taka undir þá tilburði sitjandi forseta að breyta stjórnskipan landsins á þann hátt að meira vald færist á hendur hans á kostnað þjóðkjörins þings. Íslensk samfélagsgerð er blanda af markaðshyggju og sósíalískri velferð. Í slíku samfélagi kostar peninga að fá gott fólk til starfa. Ef við viljum ekki eyða peningum í lýðræðið og vönduð vinnubrögð þá fáum við þá afskræmingu stjórnmálanna sem oft blasir við okkur á þjóðþingi okkar. Verði það ekki gert mun Alþingi áfram fyllast á fjögurra ára fresti af fólki sem ekki er eftirspurn eftir annars staðar í samfélaginu. Borgum fyrir betri þingmenn: Lýðræði kostar Sem forsetaframbjóðandi í þeirri stöðu að vera „númer þrjú“ í alls konar kosninga- könnunum, tek ég stundum þátt í umræðu um hvernig (ekki hverja!) beri að kjósa. Til- lögur koma fram um að nú beri að draga framboðið til baka og fá fylgisfólk til að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru (allt eftir hvoru viðkomandi er verst við). Þessu svara ég með því að benda almennt á til hvers persónuframboð og persónu- kosningar eru. Þær snúast um manngæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti. Og í raun gildir sama hugmyndafræði í þingkosningum þar sem stefna og starfs- hættir flokka eru fyrst og fremst undir við valið. Kjósi menn „taktískt“ eins og fyrrgreind kosningaleið er kölluð, setja þeir í annað sæti getu og hæfni þess sem þeir kjósa; að því gefnu að þeir hafi sínar bestu taugar til einhvers annars frambjóðanda en tveggja sem leiða kannanir. Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella til- tekinn frambjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Segja ástæðuna vera uppgjör við fyrri tíð, við stjórnmál eða tilteknar starfsaðferðir, eða jafnvel langa embættis- setu og hvaðeina. Þá gleymir hún eða hann að með því að fylgja ekki sannfæringu sinni um hæfni frambjóðanda og fylgja ekki meginreglu upplýstra ákvarðana er hún eða hann að stuðla að mörgu því afleita sem ein- kennir umræður, starfsaðferðir og ábyrgð- arleysi íslensks samfélags og er þá ekki verið að gera lítið úr mörgum gæðum þess. Við gerum þá einföldu og stjórnarskrár- bundnu kröfu til þingmanna að þeir séu jafnan bundnir af sannfæringu sinni einni, þegar á reynir. Kjósandinn á að treysta sér til þess sama þegar kemur að vali á fram- bjóðanda eða flokki og þar með láta valið snúast um eigin hugmyndir um hæfni, getu og galla viðkomandi valkosts. Að lokum vil ég benda lesendum á að hug- leiða hvers konar fulltrúalýðræði við fengj- um yfir okkur ef farið væri að nota þessa tveggja valkosta leið, byggða á misvönduð- um könnunum, í þingkosningum. Taflmennska án nægrar íhugunar Forseta- framboð Ari Trausti Guðmundsson forseta- frambjóðandi Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Nú kann sumum að þykja það mikilvægast af öllu að fella tiltekinn fram- bjóðanda (eða koma í veg fyrir sigur annars). Forsetakosningar 30. júní 2012 Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis mun hafa aðsetur í Fjölbrautar skóla Suðurlands á Selfossi á kjördag meðan kjörfundur stendur frá kl. 9:00 til 22:00, símar 480-8100 og 898-1067 og þar verða atkvæði talin að kjörfundi loknum. 19. júní 2012 Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis Karl Gauti Hjaltason Þórir Haraldsson Unnar Þór Böðvarsson Erla Sigurjónsdóttir Sigurður Ingi Andrésson Virðingarleysið Júlíusi Vífli Ingvarssyni, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, var ekki skemmt í gær. Hann var mættur á borgar- stjórnarfund, en í tilefni kvenrétt- indadagsins höfðu nokkrar bleikar blöðrur verið hengdar upp í salnum. „Þetta voru bleikar blöðrur utan á ræðustólnum og þær voru truflandi, meðal annars skyggðu þær á ljósið,“ sagði hann við Vísi í gær. Uss, ljótt er ef satt er. Júlíus vill að virðing ríki í borgarstjórnarsalnum og kvenréttindadagsins sé minnst með virðingu, en honum finnst bleikar blöðrur frekar vera í anda 17. júní hátíðarhalda. Betur ef svo væri Það er hressandi að heyra borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins tala um þjóðhátíðardag Íslendinga sem myndbirtingu virðingarleysisins. Efalaust mundu þó allir sem komu að kvenrétt- indadeginum óska þess að hann hefði ekki nema brot af þeirri virðingu sem oftast er tengd þjóðhá- tíðardeg- inum. Blessuð sannfæringin Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt að hún sé óbundin samkomulagi þing- flokka um fiskveiðistjórnunarfrum- varp. Ólína vísar í ákvæði í stjórnar- skránni um að þingmenn séu einungis bundnir við sannfæringu sína. Það er gott og blessað og hárrétt. En trúir því nokkur einasti maður sem hefur fylgst með stjórnmálum á Íslandi að það hendi aldrei að þingmenn semji um afstöðu sína og kjósi stundum þvert gegn henni? kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.