Fréttablaðið - 20.06.2012, Side 17

Fréttablaðið - 20.06.2012, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 20. júní 2012 17 Um aldir höfðu Evrópuþjóðir þann hátt á að „leysa“ ágrein- ingsmál með átökum: hver stóð fast á sínu og að lokum varð stríð. Eftir hroðalegt manntjón og eyði- leggingu í tveim heimsstyrjöld- um komu þjóðir á vígvellinum sér saman um að ganga í bandalag, setja sér reglur og leysa ágreining með samningum. Þetta var upp- hafið á ferli sem enn er í gangi og birtist í dag í Evrópusambandinu. Þetta sátta- og sameiningarferli hefur aldrei verið auðvelt og eng- inn bjóst við því. Enn rekast hags- munir á og ríkin eru um margt ólík. Sambandið hefur þurft að koma á sameiginlegum stjórn- sýslustofnunum — skristofubákni segja sumir, en þó er það lítið miðað við það sem er í löndunum sjálfum. Samningar eru oft lang- dregnir og erfiðir, af því að taka verður tillit til allra ríkjanna og komast að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við. Þeir sem gagn- rýna þetta vilja sjaldnast horfast í augu við að þetta samningaþóf tryggir stöðu hvers um sig, líka þeirra smæstu, gegn því að vera ofurliði bornir. Reglum er ætlað að tryggja jafnrétti. Átökin stafa ekki af því að ríkin séu hvert öðru óvinveitt heldur af því að hver gætir sinna hagsmuna. Evrópu- sambandið er sannarlega ekki dæmi um hinn fullkomna heim, en það er virðingarverð tilraun til að skapa betri heim. Margir Íslendingar virðast eiga erfitt með að skilja þetta, en afstaða þeirra er þversagnakennd. Þeim finnst að þjóðir heims, eink- um þær sem nálægt búa, skuldi þeim eitthvað, einhverja vináttu sem eigi að koma fram í fjár- stuðningi og tilhliðrunarsemi. Ef aðrar þjóðir treysta ekki Íslend- ingum eða hafa aðra hagsmuni er það af því að þær eru okkur óvin- veittar. Þannig þótti mörgum sem Norðurlandaþjóðir væru orðnar okkur óvinveittar þegar þær vildu ekki rétta okkur óútfyllta ávísun meðan alls óvíst var hvort við réðum við þann vanda sem við höfðum steypt okkur í. Reyndar urðu þessar þjóðir síðan fyrst- ar til að rétta fram hjálparhönd þegar líkur voru til að hér yrði framfylgt skynsamlegri endur- reisnaráætlun undir eftirliti. Nú greinir menn á um hvernig eigi að skipta milli þjóða þeim makríl sem veiðist í Norður-Atlantshafi. Ísland heldur þar að venju fast á sínum málstað. Það gera aðrar þjóðir líka, en eru þær óvinir okkar þess vegna? Fyrr á öldum hefði getað orðið stríð út af þessu. Hvernig ætli það hefði endað fyrir Ísland og Færeyjar? Sem betur fer vilja hinir máttarmeiri nú fara samningaleið í deilumálum og lúta alþjóðalögum. Enginn getur neitað því að umsókn Íslands um aðild að Evr- ópusambandinu er í uppnámi. Allir stjórnmálaflokkar nema einn virð- ast hafa harðnað í afstöðu sinni gegn inngöngu, og meirihluti þjóð- arinnar er á móti. Takist að ljúka samningaferlinu er ekki mjög líklegt að málefnalegar ástæður muni ráða úrslitum í atkvæða- greiðslu. Fjölmargir andstæðing- anna eru fyrirfram ákveðnir í að Ísland megi aldrei ganga í Evrópu- sambandið, jafnvel ekki þótt það sé meira en hálft inni sem áhrifa- lítill fylgifiskur. Sannarlega væri þörf á að ræða án slagorða og upp- hrópana hvað felst í fullveldi og hvernig sé farsælast vopnlausri smáþjóð að gæta þess. Þótt ég sjái flest jákvætt við þróunina í Evrópu, þegar ég hugsa til þess valkosts að hún hefði ekki orðið, er ég ekki svo sannfærður um að Ísland eigi að ganga þar inn að ég þurfi ekki að vita hvað það mundi fela í sér. Við þurfum að leiða samningana til lykta, en Evrópa er í vanda, og vel getur verið skynsamlegt að fara hægt í samningum og bíða með ákvörð- un þangað til farið er að skýr- ast hvernig úr vandanum verður leyst. Hafa verður í huga að fjár- málakreppa er — ef reynslan lýgur ekki — ástand sem gengur yfir. Aðild eða ekki aðild snýst um afstöðu og framtíðarsýn til langs tíma en ekki tímabundinn vanda. En miklu skiptir vitaskuld hvaða lausnir verða fundnar, hvernig fjármála- og myntkreppa verður leyst og hvaða áhrif það hefur á hinn pólitíska samruna. Þeir sem andsnúnir eru því að Ísland sæki um og, ef hagstæðir samningar nást, gangi í Evrópu- sambandið, skulda okkur hinum greinargerð fyrir sinni framtíðar- sýn. Það næsta sem henni verður komist er að við eigum að halda krónunni, hafa skynsamlega og trausta hagstjórn og — að flestra dómi að minnsta kosti, þótt það hafi ekki mikið verið rætt — vera áfram hluti af EES. Er þessi fram- tíðarsýn trúverðug? Gefum okkur að Íslendingum takist að koma á traustri hag- stjórn af eigin rammleik. Til þess er ekki nóg að hafa taumhald á ríkisfjármálum heldur þarf einka- geirinn, fjármálakerfið og hinn almenni borgari einnig að haga málum sínum skynsamlega. Hve langan tíma mun taka að byggja upp traust okkar og annarra á því að okkur takist þetta og að einka- gjaldmiðill okkar sé trausts verð- ur? Hvað mun sá biðtími kosta okkur? Hve mikið af aflandskrón- um og sparifé mun flýja land með fyrirsjáanlegum áhrifum á gengi og lífskjör? Getum við byggt upp traust á efnahagsstjórn okkar og gjald- miðli meðan gjaldeyrishöft eru í gildi? Hve lengi getum við búið við gjaldeyrishöft án þess að það skaði efnahag og fjármálasiðferði (ég gef mér að það geti versnað)? Hve lengi getum við verið hluti af EES með gjaldeyrishöft? Getur verið að valkostir okkar séu tveir: að ganga í Evrópusam- bandið og hefja samvinnuferli um myntsamstarf EÐA hverfa aftur til áranna fyrir inngöngu í EES, búa við gjaldeyrishöft og standa utan bandalaga? Sjálfsagt eru ýmsir sem telja þetta góðan kost, en ég efa stórlega að það eigi við meirihluta þeirra stjórnmála- manna og almennra kjósenda sem í dag eru andstæðingar samninga við Evrópusambandið og inn- göngu í það. Ég er ekki sérfræðingur um fjármál eða peningamál, og vel má vera að ég sé blindur fyrir þriðju leiðinni, komi ekki auga á hana. Hvenær ætla stjórnmála- menn og sérfræðingar að fara að benda á þriðju leiðina og rökstyðja að hún sé fær? Hver er þriðja leiðin Í DAG Vésteinn Ólason fyrrverandi prófessor Í síðustu sveitarstjórnarkosning-um urðu þau tíðindi að tuttugu ára gamall meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks féll. Nýr meirihluti var myndaður af Samfylkingunni, VG og tveimur nýjum framboðum, Næst besta flokknum og Lista Kópavogsbúa. Þessi nýi meirihluti lenti svo í uppnámi í vetur sem endaði með því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu nýjan meiri- hluta með Lista Kópa- vogsbúa. Þeirri hugmynd hefur löngum verið haldið á lofti að vinstri mönnum mistakist oftar en ekki að halda um stjórnar- taumana, þeir geti ekki komið sér saman og klúðri málunum fyrr eða síðar. Ég veit ekki um neina könnun sem sýnir fram á réttmæti þessarar kenningar. Hinn ágæti fastapenni Fréttablaðsins, Guð- mundur Andri Thors- son, tók undir þessa kenningu í pistli í Fréttablaðinu 23. janúar: „Vinstri menn virðast hreinlega ekki í rónni fyrr en þeim hefur tekist að sannfæra hvern einasta landsmann um að kjósa aldrei framar vinstri flokk, hverju nafni sem hann nefnist,“ segir hann og nefnir vinstri flokkana í Kópavogi sem dæmi: „Sumir hafa nú þegar hent frá sér völdunum og selt Sjálfstæðismönnum sjálfdæmi nú þegar, eins og gerðist í Kópavogi.“ Vissulega hefur Guðmundur Andri ekki hlíft hægri mönnum í skrifum sínum og í pistli 18. júní tekur hann þá á beinið, meðal annarra hinn nýja bæjarstjóra í Kópavogi. En í framhjáhlaupi endurtekur hann kenninguna frá í janúar. Hann getur þess að Kópavogsbúar hafi gert tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokkn- um í síðustu kosningum, en „allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarn- ir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný.“ Nú var talsvert fjallað um stjórnarkreppuna í Kópavogi í janúar og 23. janúar lá það fyrir í grófum dráttum hvað hafði gerst. Ágreiningur hafði komið upp í meirihlutanum varðandi upp- sögn bæjarstjórans. Bæjarfulltrúi Næst besta flokksins brást við með því að segja sig úr meirihlut- anum. Hér skal ekki eytt rúmi í að rekja tildrögin að því, en það er vægast sagt hæpið að kenna vinstri flokkunum um það. Þvert á móti, þegar þeir stóðu frammi fyrir því að meirihlutinn var sprunginn brugð- ust þeir við með því að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að koma honum aftur saman. Þegar það tókst ekki reyndu þeir að koma á nýjum meirihluta án Sjálfstæðisflokks. Þegar ljóst var að það tækist ekki reyndu þeir að semja við Sjálf- stæðisflokkinn, en lýstu jafn- framt yfir að þeir mundu starfa saman, þannig að tryggt yrði að staða vinstri manna yrði þokka- lega sterk í nýjum meirihluta, þótt ekki yrði komist hjá aðild Sjálf- stæðisflokksins. Viðræðurnar komust þó aldrei á formlegt stig þar eð Listi Kópavogsbúa gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn og mynd- aði nýjan meirihluta með þeim. Guðmundur Andri snýr því öllu á haus með því að segja að vinstri flokkarnir í Kópavogi hafi hent frá sér völdunum, selt Sjálfstæðis- mönnum sjálfdæmi og ekki linnt látunum fyrr en þeir hafi komið þeim til valda á ný. Guðmundur Andri og vinstri flokkarnir í Kópavogi Stjórnmál Einar Ólafsson bókavörður Þegar það tókst ekki reyndu þeir að koma á nýjum meiri- hluta án Sjálfstæðis- flokks.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.