Fréttablaðið - 20.06.2012, Side 18
18 20. júní 2012 MIÐVIKUDAGUR
LE
N
S
ÍS
S
N
SL
E
A
A
SI
K
.I
S
U
TI
6
01
3
1
06
/
4
/
2
TJALDALAND ÚTILÍFS ER VIÐ HLIÐINA Á TBR-HÖLLINNI VIÐ GLÆSIBÆ.
UPPSETT TJÖLD TIL SÝNIS ALLA VIRKA DAGA KL. 10-17. FLEIRI UPPLÝSINGAR Á WWW.UTILIF.IS
VERÐ: 32.990 / 42.990 KR.
HIGH PE AK COMO
4 OG 6 MANNA
Tvískipt innratjald með fortjaldi
á milli. Vatnsvörn 2.000 mm.
Yfirlímdir saumar. Hæð 190/200 cm.
VERÐ: 59.990 KR.
THE NORTH FACE
TADPOLE 2 MANNA
Létt göngutjald 2,4 kg. Vatnsvörn
1.500 mm taffeta. Botn 5.000 mm
taffeta. Álsúlur. Hæð 100 cm.
VERÐ: 84.990 KR.
HIGH PEAK NUNATAK 3 MANNA
Göngutjald með góðu fortjaldi og
áföstum dúk. Vatnsvörn 4.000 mm.
Botn 5.000 mm. Álsúlur. Hæð 110 cm.
Þyngd 3,9 kg.
VERÐ: 56.990 KR.
HIGH PEAK ANCONA 5 MANNA
Rúmgott fjölskyldutjald. Vatnsvörn
3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur
í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 200 cm.
TJÖLDIN FÁST Í TJALDALANDI
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
Fyrirhuguð endurnýjun Land-spítala við Hringbraut snýst
fyrst og fremst um bætta þjón-
ustu við sjúklinga og aðstandend-
ur þeirra. Gjörgæsludeild Land-
spítala í Fossvogi eflist mjög við
flutning í nýtt húsnæði á nýjum
spítala. Þar munu gjörgæslu-
deildir í Fossvogi og Hringbraut
sameinast á einum stað, sem
hefur í för með sér ýmsa kosti
og hagræðingu.
Á gjörgæsludeildinni í Foss-
vogi eru mikið veikir einstak-
lingar frá öllu landinu. Þetta er
fólk sem lent hefur í alvarleg-
um slysum, gengist undir stór-
ar aðgerðir eða mikið veikt fólk
sem þarf stöðugrar gæslu við. Á
deildinni vinnur öflugur hópur
starfsmanna gott starf og sinnir
sjúklingum af kostgæfni og fag-
mennsku.
Mikil þrengsli og skortur á við-
unandi aðstöðu fyrir sjúklinga
eru staðreynd á gjörgæsludeild-
inni. Oft þurfa allt að sex gjör-
gæslusjúklingar að deila her-
bergi/sal, en æskilegt væri að
þeir hefðu einbýli eða möguleika
á að skilja á milli rúmstæða.
Það kemur m.a. til af sýkingar-
hættu, en við og við hafa komið
upp sýkingar á spítalanum sem
reynst geta hættulegar. Rann-
sóknir hafa sýnt að með einbýl-
um er hægt að minnka sýkingar-
tíðni umtalsvert.
Aðbúnaður fyrir aðstandend-
ur á gjörgæsludeildinni er ófull-
nægjandi. Í þessu sambandi má
nefna að margir þeirra sjúklinga
sem koma á gjörgæsludeild í
Fossvogi eru börn og ungt fólk.
Foreldrar barna og aðrir aðstand-
endur eru oft undir miklu and-
legu álagi og skiptir því miklu að
hafa næði og gott rými á staðn-
um. Þar er hins vegar einungis
eitt aðstandendaherbergi. Reynt
hefur verið að koma til móts við
fólk með því að setja upp skilrúm
inni í herberginu þegar aðstand-
endur fleiri en eins sjúklings eru
á gjörgæsludeild á sama tíma, en
sú staða kemur daglega upp.
Gert er ráð fyrir að með
nýbyggingum Landspítala á
einum stað batni aðstaða fyrir
sjúklinga og aðstandendur til
mikilla muna. Það tengist ekki
síst því að þar verða einbýli fyrir
alla sjúklinga. Á einbýlum geta
sjúklingar notið friðhelgi einka-
lífs, sem ekki er hægt að bjóða
öllum sjúklingum upp á eins og
staðan er í dag. Aukið rými skap-
ast fyrir aðstandendur sem auð-
veldar þeim að dveljast nærri
sínum nánustu.
Fleiri mikilvæga þætti má
nefna. Undanfarin ár hefur orðið
mikil þróun í tækjum sem tengj-
ast heilbrigðisþjónustu. Það veit-
ir okkur tækifæri á að bæta þjón-
ustu við sjúklinga. Ný tæki sem
auka möguleika á bættri meðferð
mikið veikra sjúklinga á gjör-
gæslu taka mikið rými. Vegna
þrengsla á deildinni nær hún
ekki að uppfylla alþjóðlega með-
ferðarstaðla, sem m.a. gera ráð
fyrir því að læknar og hjúkrun-
arfólk hafi sem best aðgengi að
sjúklingnum. Á þessu verður bót
með nýjum spítala.
Að lokum skal nefnt að aðstaða
starfsfólks batnar verulega á
nýjum spítala og aukin hag-
kvæmni næst fram. Með sam-
einingu gjörgæsludeilda í Foss-
vogi og við Hringbraut á einum
stað fæst betri yfirsýn og hægt
er að samnýta starfsfólk og tæki
betur. Með sameiningu kynn-
ist starfsfólk fleiri sviðum gjör-
gæslustarfseminnar, sem bætir
fagþekkingu og gerir starfið fjöl-
breyttara og eftirsóknarverðara.
Brýnt er og tímabært að sam-
eina starfsemi gjörgæsludeild-
anna á einum stað. Með nýjum
spítala fást miklar umbætur
fyrir þann hóp sem starfsemi
spítala snýst um, en það eru
sjúklingar þessa lands. Berum
hag þeirra fyrir brjósti með því
að tryggja öryggi og gæði þeirr-
ar þjónustu sem þeir eiga rétt á.
Betri aðbúnaður
sjúklinga í augsýn
Þvert á það sem margir halda leitar aðeins lítill hluti rúmlega
10 milljóna flóttamanna í heim-
inum hælis í Evrópu og aðeins
brotabrot þeirra endar á Íslandi.
Langflestir flóttamenn leita hælis
í nágrannaríkjum heimaríkis.
Þannig eru bara í Pakistan, Íran
og Sýrlandi tæplega 3,5 milljónir
flóttamanna. Þess er vert að minn-
ast að ekki eru margir áratugir
síðan flóttafólk flúði Evrópuríki í
stórum stíl og hver segir að slíkt
geti ekki gerst aftur.
Á sama tíma hafa hins vegar
ríki Evrópusambandsins og fleiri
Evrópuríki hert á aðgerðum til að
koma í veg fyrir, stjórna og berjast
gegn straumi flóttamanna til álf-
unnar. „Ólögleg“ leið er hins vegar
því miður oft eina leið flóttamanna
til Evrópu. Þeir eiga oft ekki eða fá
ekki vegabréf frá stjórnvöldum í
heimaríkinu og einnig er mjög ólík-
legt eða ómögulegt fyrir flóttamenn
að óska eftir vegabréfsáritun til að
komast til Evrópuríkis til að sækja
um hæli. Þeim yrði að öllum líkind-
um synjað.
Sá sem neyðist til að flýja heima-
land sitt verður því oft að segja
ósatt um tilgang ferðarinnar, verða
sér úti um falsað vegabréf eða jafn-
vel að sigla yfir opið haf á lélegu
fleyi í von um að ná landi. Allir
kostirnir eru slæmir og sá síðasti
að auki lífshættulegur. Þannig er
talið að þúsundir karla, kvenna og
barna drukkni árlega í Miðjarðar-
hafinu á leiðinni frá Norður-Afríku
til Evrópu. Þeir sem neyðast til að
nota fölsuð vegabréf eru síðan oft
handteknir og sviptir frelsi sínu til
lengri eða skemmri tíma við kom-
una til Evrópu fyrir það að nota
neyðarúrræði til að bjarga sér frá
ofsóknum eða öðrum hættulegum
aðstæðum.
Þótt Ísland sé fámennt ríki getum
við lagt okkar af mörkum, t.d. með
því að tala fyrir því að opna löglega
leið fyrir flóttafólk til Evrópu í leit
að vernd og að bjóða hingað fleira
flóttafólki en nú er gert í samvinnu
við Flóttamannastofnun SÞ. Ísland
ætti einnig að tryggja að flóttamenn
séu ekki fangelsaðir fyrir að nota
fölsuð vegabréf þegar þeir flýja
ofsóknir eða stríðsátök.
Hérlendis hefur margt verið
unnið til bóta í málefnum hælis-
leitenda. Meðferð hælisumsókna er
hins vegar alltof löng og hana verð-
ur að stytta verulega án þess þó að
hvikað verði frá gæðum. Stjórn-
völd verða að tryggja að sá sem
sækir um hæli fái skjóta og réttláta
úrlausn á hælisumsókn og koma í
veg fyrir að umsóknir liggi nánast
óhreyfðar sökum skorts á starfs-
fólki. Slík töf leiðir til meiri kostnað-
ar fyrir ríkissjóð og ómældra þján-
inga fyrir þann sem bíður. Meiri
málshraði þýðir sparnað fyrir hið
opinbera og um leið mannúðlegri
meðferð.
Alþjóðadagur flóttamanna
Sífellt aukin krafa er á gæða- og öryggismál á sjúkrahúsum.
Reynslan sýnir að sjúkrahús á
Vesturlöndum eru ekki eins örugg
og halda mætti og á undanförnum
árum hefur orðið mikil vitundar-
vakning um þessi mál og öflug
alþjóðasamtök sett þau í forgang.
Neytendur gera vaxandi kröfur til
þess að þjónustan sé bæði skilvirk
og örugg. Segja má að spítalar séu
í eðli sínu óöruggir, vegna þeirra
flóknu verkefna sem þeir sinna og
þess hversu viðkvæmir skjólstæð-
ingar þeirra eru. Þess vegna er
brýnt að gera sérstakar ráðstafanir
á sjúkrahúsum til að auka öryggi og
gæði þjónustunnar og vinna stöðugt
að umbótum á starfseminni.
Í starfsáætlun Landspítala fyrir
árið 2012 til 2013 sem nýlega kom
út eru öryggi og gæði einmitt sett
í forgang. Lögð hefur verið sérstök
áhersla á að efla öryggis- og gæða-
menningu og auka enn frekar fag-
mennsku í vinnubrögðum og skil-
virkum verkferlum. Þessi áhersla,
og frábær frammistaða starfsfólks
Landspítala, hefur gert mögulegt
að standa vörð um öryggi sjúklinga
þrátt fyrir mikinn niðurskurð. Síð-
astliðin þrjú ár hafa einkennst af
því að draga hefur þurft úr kostnaði
á Landspítala enda hafa fjárfram-
lög ríkisins til spítalans lækkað um
23% á þeim tíma.
Ef tryggja á áfram gæði og öryggi
þjónustunnar þarf að verða breyt-
ing á. Ef til frekari niðurskurðar
kemur þarf að leggja af einhverja
þjónustu en til að halda áfram frek-
ari uppbyggingu er óhjákvæmilegt
að fjárveitingar verði auknar og
aðbúnaður bættur. Mikilvægt skref
í þá átt er endurnýjun á húsnæði
Landspítala og nauðsynleg endur-
nýjun á tækjabúnaði. Einnig þarf
að tryggja nýliðun og festu í starfi
lækna og hjúkrunarfræðinga og
annarra heilbrigðisstétta. Slík sókn
kostar óhjákvæmilega fjármuni
enda eru húsnæði, tækjakostur og
annar aðbúnaður forsendur þess að
hægt sé að tryggja mönnun, öryggi
og gæði. Sem faglegir ábyrgðar-
menn munum við leitast við að efla
enn frekar öryggis- og gæðastarf á
spítalanum en til þess þurfum við
hjálp íslensks samfélags og fjárveit-
ingavalds til að tryggja nauðsynleg-
ar fjárveitingar, endurnýjun á hús-
næði og tækjabúnaði. Landspítali er
öryggisnet í eigu og þágu þjóðar og
það er sameiginlegt verkefni okkar
allra að tryggja forsendur fyrir far-
sælu starfi til framtíðar.
Landspítali – öryggisnet í eigu
og þágu þjóðar
Alþjóðamál
Kristján
Sturluson
framvkæmdastjóri
Rauða krossins á Íslandi
Heilbrigðismál
Ólafur Baldursson
framkvæmdastjóri
lækninga á Landspítala
Sigríður
Gunnarsdóttir
framkvæmdastjóri
hjúkrunar á Landspítala
Nýr Landspítali
Kristín
Gunnarsdóttir
deildarstjóri á
gjörgæsludeild
Landspítala í Fossvogi