Fréttablaðið - 20.06.2012, Síða 27

Fréttablaðið - 20.06.2012, Síða 27
KYNNING − AUGLÝSING Útilegan20. JÚNÍ 2012 MIÐVIKUDAGUR 7 BÍLFERÐIR MEÐ BÖRNUNUM Flestir kannast við óánægju úr aftursætinu í löngum bílferðum út á land. Hér eru hugmyndir að afþreyingu til að stytta börnunum stundir í aftursætinu. 1. Klukk-gulur-bíll. Þessi leikur getur orðið þreytandi áheyrnar fyrir foreldra en er ágætur ef börnin eru fleiri en eitt. Þá velja þau sér sinn lit hvert og „klukka“ bíl sem ekur hjá í þeirra lit. Ef lætin eru orðin óbærileg er upplagt að stinga upp á óalgengari litum eins og græn- bláum eða kokteilsósubleikum. 2. Hver er maðurinn? Þetta er leikur sem allir kannast við og hentar krökkum sem eru á skólaaldri. Einn hugsar sér mann og hinir mega spyrja hann spurninga sem hann svarar annað hvort játandi eða neitandi. Sá sem fyrstur áttar sig á hver maðurinn er vinnur. 3. Frúin í Hamborg. Hvað keyptirðu þér fyrir peningana sem frúin í Hamborg gaf þér? Örugglega ekkert sem er svart eða hvítt – og svo má alls ekki segja já eða nei. 4. Telja kindur. Hér er ekki átt við að svæfa börnin, þótt það myndi vissulega stytta þeim stundir, heldur benda þeim á kindurnar og fá þau til að telja þær. 5. Söngur. Flestir hafa gaman af því að syngja saman og getur það reynst betur en að skella geisladiski í tækið. Rifjið upp leikskólalögin og allir geta sungið saman. 6. Stigasöfnun. Þessi leikur er ekki ólíkur klukk-gulum-bíl en hér ákveða þátttakendur reglur eins og þegar keyrt er yfir kindagrind verði að segja „píanó píanó!“ og snerta bílþakið ef keyrt er yfir brú. Sá stiga- hæsti í lokin sigrar. Gott ráð er að hafa smánasl við höndina, rúsínupakka, Cheerios í poka eða þess háttar því svengd eykur á pirring, það þekkjum við nú öll. Þessar hugmyndir má nota til að stytta börnum stundir og auðvitað finnst börnunum best ef mamma og pabbi nenna að vera memm. Langar bílferðir geta virst enn lengri í huga barnanna. MYND/GETTY HÚSAFELLSSKÓGUR Tjaldsvæðið í Húsafelli er paradís fjöl- skyldufólks. Þar er skemmtileg sundlaug, spennandi leiktæki, golfvöllur, verslun og veitingar. Yfir sumartímann er kveikt upp í varðeldi á laugardagskvöldum. ARNARSTAPI Á SNÆFELLSNESI Á Snæfellsnesi eru mörg frábær tjaldsvæði. Þar má nefna Arnarstapa sem var áður kaupstaður og er í dag eina höfnin á sunn- anverðu Snæfellsnesi. Gaman er að ganga gömlu reiðgötuna og friðlandið á milli Arn- arstapa og Hellna. ÞJÓRSÁRDALUR Tjaldsvæðið í Sandártungu í Þjórsárdal er rómað fyrir náttúrufegurð. Þar er góð að- staða fyrir ferðafólk og frumleg leiktæki fyrir börn. Í göngufæri eru meðal annars sögufrægir staðir frá landnámsöld og nátt- úruundrin Háifoss og Hjálparfoss. DYNJANDI VIÐ ARNARFJÖRÐ Við fossinn Dynjanda við Arnarfjörð á Vest- fjörðum er töfrandi tjaldsvæði. Þar er mikil veðursæld og himnesk upplifun að hlusta á formfegursta foss landsins dynja í takti við náttúruna. HAMRAGARÐAR UNDIR EYJAFJÖLLUM Tjaldsvæðið í Hamragörðum er yndislegur áningarstaður, mitt á milli tveggja tígulegra fossa, Seljalandsfoss og Gljúfrabúa. Hægt er að ganga á bak við Seljalandsfoss og inn að Gljúfrabúa í gegnum ægifagurt gil. Aðstaða fyrir ferðafólk er mjög góð í Hamragörðum, fullkomið þjónustuhús og skemmtileg leik- tæki fyrir börn í grónu og geysifögru landi. SKAFTAFELL Í VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐI Tjaldsvæðið í Skaftafelli stendur mitt í stór- brotinni náttúrufegurð. Þaðan er stutt á Hvannadalshnúk og fleiri fallega tinda. Á tjaldsvæðinu er afbragðs aðstaða fyrir ferðafólk í grónu og grösugu umhverfi, ferðamannaverslun, sýningahald, veitinga- sala og upplýsingamiðstöð. ÁSBYRGI Í VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐI Ásbyrgi er eitt mesta náttúruundur lands- ins. Í þjóðsögum segir að Sleipnir, áttfætt- ur hestur Óðins, hafi drepið þar niður fæti þegar goðið var á yfirreið. Á tjaldsvæðinu er fyrsta flokks aðbúnaður og hvarvetna vel merktar gönguleiðir. Yfir hásumarið er boðið upp á fræðsluferðir, barnastundir, kvöldgöngur, varðeld um verslunarmanna- helgi og sólstöðugöngu. Áð í heiðanna ró Tjaldbúskapur undir bláhimni íslenskra sumarnátta er indælt hlutskipti. Að hlusta á föðurlandið anda, kúra í sjarmerandi tjaldbirtu og sýsla með prímus og potta til að lifa frjáls í náttúrunni. Í öllum landsfjórðungum leynast heillandi tjaldsvæði og hér eru nokkur dásamleg nefnd til sögunnar. Margir kjósa að njóta orku Snæfellsjökuls í návígi. Veðursæld er mikil á tjaldsvæðinu við fossinn Dynjanda sem er 100 metra hár og 60 metra breiður. Það er mögnuð upplifun að sofna og vakna við þungan nið Seljalands- foss. Selið í Skaftafelli. Hvannadalshnúkur í baksýn. NORDIC PHOTOS/GETTY MYND/VILHELM NORDIC PHOTOS/GETTY NORDIC PHOTOS/GETTY ÍSLAND Á EIGIN VEGUM SUMARIÐ 2012 Blue Lagoon Dettifoss Goðafoss Reykjahlíð Keflavík Reykjavík Selfoss Mývatn Hella Hvolsvöllur AkureyriBrjánslækur Látrabjarg Stykkishólmur Ólafsvík Borgarnes Hveragerði Þingvellir Laugarvatn Flúðir Markarfljót Seljarlandsfoss Skógar Þórsmörk Mýrdalsjökull Vatnajökull Hofsjökull Langjökull Hvanngil Emstrur Vík Kirkjubæjarklaustur Laki Landmannalaugar Eldgjá Leirubakki HrauneyjarReykholt Geysir Gullfoss Hvítárnes crossroads Kerlingarfjöll crossroads Hveravellir Nýidalur Jökulsárlón Kverkfjöll Hvannalindir Askja Herðubreiðarlindir Aldeyjarfoss Krafla Hljóðaklettar (Vesturdalur) Ásbyrgi Skútustaðir Dim m uborgir Tjörn KrossHáls Vestmannaeyjar Króksfjarðarnes Búðardalur Reykhólar Patreksfjörður Höfn Skaftafell Egilsstaðir Drangjökull Drangsnes Hólmavík Skagaströnd Varmahlíð Siglufjörður Kópasker Húsavík Raufarhöfn Þórshöfn Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Neskaupstaður Reyðarfjörður Ólafsfjörður Vigur Snæfellsjökull Staðarskáli Svartá 20 19 15 16 18 20a 21 21a 10 10a 62 62a 60 60a 14 14a 610 610a 650 650a 641 680 641a 661 661a 640 640a SBA 5 SBA 2 SBA 3 SBA 4 SBA 2a SBA 1 SBA 1a 17 17a 9 9a 1 1a 6 6a 11 11a Ísafjörður Grímsey Ferry Ferry Ferry Ferry Ferry Ferry Á kortinu getur að líta víðfemt áætlunarnet Reykjavik Excursions - Kynnisferða ásamt tengingum við aðra landshluta. Kynntu þér m öguleikana á www.ioyo.is Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.