Fréttablaðið - 19.07.2012, Síða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
skoðun 18
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
19. júlí 2012
168. tölublað 12. árgangur
LITRÍKIR LEGGIRSkærir litir eru áberandi í sumar og í fyrsta skipti í lengri tíma virðast svartar, gráar og bláar buxur á undanhaldi. Víða má sjá rauðar, gular, grænar og ferskjulitaðar gallabuxur og jafnvel með blómamynstri.
G issur stundar nám í Menntaskól-anum við Hamrahlíð en í sumar starfar hann hjá jafningjafræðslu Hins hússins við að fræða unglinga á Sel-tjarnarnesi um áfengi, tóbak og eiturlyf og skaðleg áhrif þeirra. „Það hefur verið mjög gaman og gefandi að fá að vinna með krökkunum,“ segir Gissur. Gissur er duglegur að kaupa sér föt, en þegar hann verslar hér á Íslandi gerir hann það yfirleitt í Spútnik. „Þar er hægt að finna ódýr og flott födagi
segir Gissur þegar hann er spurður út í
fatainnkaupin. Gissur pælir mikið í tísku
og segir hann að röndóttir hlýrabolir hafi
verið langmest áberandi í strákatískunni
í sumar og sjálfur á hann nokkra þannig. Stílnum hans má lýsa sem blöndu af
hipster og hipphoppi enda á hann enda-
laust af derhúfum. Um helgina ætlar Gissur annaðhvort
að fara í útilegu eða kíkja út á land ðfjölskyld i
MIKIÐ UM RÖND-ÓTTA HLÝRABOLIFYLGIST VEL MEÐ Gissur Ari Kristinsson er 19 ára jafningjafræðari. Hann
hefur brennandi áhuga á tísku og segist aðallega kaupa sér notuð föt.
FLOTTUR FRÆÐARI Gissur segir að það sé gaman og gefandi að vera jafningjafræðari. Hann kaupir fötin sín aðallega í Spútnik.MYND/EE
teg 42027 - glæsilegur í nýjum lit í C, D, E skálum á kr. 5.500,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
Frábært snið - nýr litur
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
Íþróttastuðningshlífar
Vertu vinur okkar á Facebook
Meiri verðlækkun!– 40%
af öllum vörumGlæsilegur þýskur og danskur kvenfatnaður í stærðum 36-52.Vandaðir ítalskir og þýskir leðurskór í stærðum 36-42.
FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI!
www.ms.is
Fáðu D-v
ítamín
úr Fjörmjó
lk!
STJÓRNSÝSLA Starfshópur sem á að
undirbúa frumvarp um að heimila
staðgöngumæðrun í velgjörðar-
skyni hefur ekki enn verið skipaður
þrátt fyrir að þingsályktunar tillaga
um málið hafi verið samþykkt í
janúar. Tillagan fól velferðarráð-
herra að skipa starfshóp um málið
og leggja fram frumvarp „svo fljótt
sem verða má“.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur reynst erfitt að fá
fólk til þess að taka sæti í starfs-
hópnum, en unnið hefur verið að
skipun hans í talsverðan tíma.
Reynt hefur verið að finna óháða
sérfræðinga í hópinn. Gert er ráð
fyrir því að hann eigi nokkuð erfitt
verk fyrir höndum við að skrifa
frumvarp, enda málið bæði umdeilt
og viðkvæmt.
Guðbjartur Hannesson vel-
ferðar ráðherra segist vona að
skipun hópsins geti lokið á næstu
dögum eða vikum. Búið er að skipa
formann hópsins. Hann segir málið
í raun fela í sér tvö ólík verkefni,
annars vegar að fara í gegnum
álitamál tengd staðgöngumæðrun
og hins vegar að semja frumvarpið.
„Það er það sem hefur tafið okkur,
að finna út hvernig á að gera þetta
svo þetta verði ekki hópur sem er
að togast á um hlutina heldur leitar
bestu lausna.“
Gert er ráð fyrir því í velferðar-
ráðuneytinu að frumvarp um
málið verði lagt fram á næsta
þingi. Guðbjartur segir að stefnt
sé að því en það muni þó verða
að ráðast af vinnunni í hópnum.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, var
fyrsti flutningsmaður þings-
ályktunartillögunnar. Hún segist
orðin mjög óþreyjufull eftir því
að lokið verði við skipun hópsins.
„Þetta fer að verða meðgöngutími,
þetta var fyrsta málið sem var
klárað á þingi eftir áramót. Þessari
nefnd var falið að skrifa frumvarp
og það átti að gefa henni nægan
tíma, en mér finnst vera búið að sóa
tímanum í hálft ár,“ segir hún. „Það
mun taka tíma að gera þetta vel og
því finnst mér mikilvægt að menn
fari að koma sér að verki.“ - þeb
Fá ekki fólk til að semja
frumvarp um staðgöngu
Hálft ár er síðan samþykkt var að láta gera frumvarp sem heimilar staðgöngumæðrun, en hópur sem á að
semja það hefur ekki verið skipaður enn. Velferðarráðherra segir að það muni gerast á næstu vikum.
Fær ferðalanga til að
horfa út
Guðrún Gyða Franklín
bjó til bílabingó í
fæðingarorlofinu.
tímamót 26
DÁLÍTIL VÆTA Í dag verður hæg
austlæg eða breytileg átt. Víða dá-
lítil væta en úrkomulítið NA-til. Hiti
10-18 stig.
VEÐUR 4
13
14
15
16
10
Hálfíslenskur John Grant
Nafni söngvarans Johns Grant
syngur í sturtu en hefur ekki
enn tekið lagið á sviði.
fólk 42
SÝRLAND, AP Rússnesk stjórnvöld
ásökuðu í gær Vesturlönd fyrir að
kynda undir uppreisn og átökum í
Sýrlandi, sama dag og sjálfsvígs-
árás í höfuðborginni Damaskus
kostaði nokkra nánustu samstarfs-
menn Bashar al Assads forseta
lífið.
„Í staðinn fyrir að róa niður
uppreisnarmennina, þá eru
sumir samherja okkar að hvetja
þá áfram,“ sagði Sergei Lavrov,
utanríkisráðherra Rússlands, og
vísaði til leiðtoga á Vesturlöndum
sem nú þrýsta á Rússa og Kínverja
að samþykkja refsiaðgerðir gegn
Sýrlandi í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna.
Meðal þeirra sem féllu í árásinni
voru varnarmálaráðherrann
Daúd Radsjeha og aðstoðarráð-
herra hans, Assef Shavkat, en sá
er mágur Assads forseta. Einnig
féll Hassan Turkmani, fyrr-
verandi varnarmálaráðherra.
Meðal særðra er Mohammed
Shaar innan ríkisráðherra. Sýr-
lenskir uppreisnarmenn hafa lýst
yfir ábyrgð sinni á árásinni.
Rússar hafa verið andvígir því
að beita Sýrlandsstjórn þrýstingi
vegna átakanna, sem kostað hafa
á annan tug þúsunda lífið frá því
mótmæli og síðar vopnuð upp-
reisn hófst gegn Assad forseta
á síðasta ári. Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna kom saman í gær
til að reyna að ná samkomulagi um
frekari þrýsting á Assad. - gb
Sýrlenskir ráðherrar meðal þeirra sem létu lífið í sjálfsvígsárás í Damaskus:
Rússar ásaka Vesturlönd
Á MAKRÍLVEIÐUM VIÐ SÓLFARIÐ Óvenju mikið af makríl hefur verið við strendur
landsins og hafa veiðimenn veitt þennan hraðsynda uppsjávarfisk á stöng. Sjá síðu 16. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Handaband ráðherra
Að auglýsa ekki stöðu
ráðuneytisstjóra væru
mistök að mati Kristrúnar
Heimisdóttur.
skoðun 19
Þór/KA lagði Stjörnuna
Norðanstúlkur nýttu færin í
2-1 sigri í Garðabæ og hafa
fimm stiga forskot á toppi
Pepsi-deildar kvenna.
sport 36
NÁTTÚRA Vísindamenn hafa
áhyggjur af því hversu hratt
jöklar í heiminum bráðna.
Nýverið brotnaði stór íshella frá
skriðjökli á norðanverðu Græn-
landi. Íshellan er á stærð við eitt
og hálft Þingvallavatn. Það er í
annað sinn síðan 2010 sem stór
íshella brotnar frá Petermann-
jöklinum sem hopar hratt eins og
Grænlandsjökull allur.
Oddur Sigurðsson, sérfræð-
ingur á sviði jöklarannsókna hjá
Veðurstofunni, segir íslenska
jökla hafa minnkað ofsalega á
undanförnum fimmtán árum og
í raun örar en nokkru sinni síðan
farið var að fylgjast með jöklum
að einhverju leyti. „Þeir hafa
hopað álíka mikið undanfarna öld
og þeir gengu fram þrjár aldir
þar á undan,“ segir hann.
Síðan árið 2000 hefur ís breiðan
á Grænlandi minnkað um 1.500
milljarða tonna. Það sam svarar
um það bil fimm millimetra
hækkun á yfirborði sjávar á
hnettinum. - bþh / sjá síðu 10
Vísindamenn áhyggjufullir:
Jöklar norður-
slóða hopa hratt
Þetta fer að verða
meðgöngutími …
RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR
ÞINGMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS