Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 28.07.2012, Qupperneq 2
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR2 SPURNING DAGSINS 10 GB Stærsta 3G net landsins 500 kr. Svona á samband að vera. „Nilli, þú þarft ekkert að flýta þér, mamma getur horft í marga klukkutíma á Skype, 10 gígabæt, maður!“ Tal er á 3G neti Símans 3G 2G ÍS LE N SK A / SÍ A T AL 6 04 92 0 7. 12 ÚTLENDINGAMÁL „Verði menn upp- vísir að svona lögbroti eiga þeir náttúrulega að missa öll réttindi sem hælisleitendur,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um þá menn sem hafa verið gripnir við að brjótast inn á athafnasvæði fyrirtækisins und- anfarið og reynt að lauma sér um borð í skip. Níu slík tilvik hafa komið upp síðan í byrjun maí – síðast í fyrri- nótt – sem Ólafur kallar spreng- ingu. „Í öllum tilfellum voru þetta menn sem voru að nota ísland sem stökkpall til Ameríku.“ Hann kallar eftir hertum viður- lögum við þessu háttalagi. „Þegar þessir einstaklingar ná ítrekað að brjóta af sér, komast inn á svæði og reyna að komast um borð í skip án þess að það séu neinar afleiðingar af málinu þá hringja þeir náttúru- lega til sinna heimahaga og segja mönnum að hér fái þeir húsnæði, peninga, læknisaðstoð og frítt í sund og að hér geti þeir brotist inn á athafnasvæði skipafélaga án þess að það sé tekið á málunum að öðru leyti en að þeim sé stungið í fang- elsi í tíu tíma og svo sleppt svo þeir geti reynt aftur í næstu viku.“ Menn sem hafi sýnt með háttalagi sínu að þeir vilji ekki vera á Íslandi eigi með því að fyrirgera rétti sínum til að teljast hælisleitendur. Þessu er Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, alls- endis ósammála. „Engan veginn. Það mundi aldrei ganga. Einstak- lingur sem þarf á vernd að halda, hann þarf á vernd að halda hvort sem hann vill vera á staðnum eða ekki.“ Hún segir þó ósamræmi í almennum viðurlögum við innbrot- um á flugvernd- arsvæði annars vegar og hafn- arsvæði hins vegar. Eðlilegt sé að gera kröfu um að þeim sem brjótast inn á viðkvæm hafn- arsvæði sé refs- að. Ólafur segir að málin hafi þegar kostað Eim- skip tugi milljóna. Bæta hafi þurft öryggisgæslu, það kosti að kæra málin til lögreglu og árið 2009 hafi þurft að snúa skipi við 90 sjómílur frá landi þegar laumufarþegi upp- götvaðist. Þá segir hann að það gæti haft miklar afleiðingar fyrir Eimskip ef laumufarþegi kæmist með skipi alla leið vestur um haf og fyndist þar. „Það mundi þýða stórar sektir frá bandarískum yfirvöldum, sem gætu hlaupið á milljónum, við mundum að öllum líkindum þurfa að standa straum af kostnaðinum sem hlyt- ist af úti, greiða fyrir hann flugfar aftur til Íslands og kannski fylgd- armenn með honum, félagið væri komið á einhvers konar eftirlits- skrá og þetta gæti tafið fyrir vöru- afgreiðslu. Svo gætu þessir menn hreinlega dáið á leiðinni og það væri líka vont – ef þeir frysu í hel einhvers staðar á Grænlandssundi. Það væri örugg- lega ekkert skemmtilegt fyrir skip- verja að koma að frosnu líki frammi í stefni um miðjan vetur.“ stigur@frettabladid.is Vill svipta lögbrjóta stöðu hælisleitenda Upplýsingafulltrúi Eimskips segir menn sem reyna að laumast um borð í skip til að flýja land ekki eiga að njóta réttinda hælisleitenda. Forstjóri Útlendinga- stofnunar er allsendis ósammála. Níu mál komið upp síðan í byrjun maí. ÓSÁTTUR Ólafur William Hand segir það geta kostað Eimskip stórfé að menn brjótist inn á athafnasvæði þess. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KRISTÍN VÖLUNDARDÓTTIR ÉG FÍLA SAMÞYKKI Starfsfólk veitinga- staða Vestmannaeyjabæjar klæddist bolunum bleiku. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON JAFNRÉTTISMÁL ÍBV mun standa fyrir sérstöku átaki gegn kyn- ferðisofbeldi á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum um Verslunarmanna- helgina. Átakið kallast Bleiki fíllinn og er það nýstofnaður for- varnarhópur ÍBV sem stendur fyrir átakinu. Ástæða þess að fíll er notaður í þessu samhengi er að enska mál- tækið „fíllinn í herberginu“ (e. elephant in the room) hefur oft verið notað yfir vandamál sem erf- itt er að taka á og ræða. „Við neit- um að taka þátt í því. Það er bleikur fíll í stofunni. Hann heitir nauðg- un. Við ætlum að moka honum út,“ segir á vefsíðu Þjóðhátíðar. Í tengslum við átakið hafa verið prentaðir bleikir bolir þar sem vakin er athygli á því að samþykki beggja aðila þarf þegar samræði á sér stað. - bþh Átak gegn kynferðisofbeldi: Bleiki fíllinn verður til um- ræðu í Eyjum MENNING Gleðiganga, Gay Pride Parade, fór fram í blíðskaparveðri í Þórshöfn í Færeyjum í gær. Meðal þeirra tæplega þriggja þúsunda sem tóku þátt í henni var Jón Gnarr borgarstjóri sem sagð- ist í samtali við Fréttablaðið hafa skemmt sér hið besta og almenn ánægja hafi verið með útgang hans. Þátttaka Jóns hefur vakið hörð viðbrögð sumra heimamanna en borgarstjórinn segist ekki hafa fundið fyrir andstöðu. „Ég hef heyrt af því að sumir séu ekkert kátir með þetta en það hefur enginn verið að hnippa í mig,“ segir hann. Borgarstjórinn hefur látið til sín taka í gleði- göngu í sinni heimaborg svo Fréttablaðið spurði hvort sú í Færeyjum hefði verið frábrugðin þeirri sem hann þekkir af heimavelli. „Það var jafnvel meiri gleði hérna og meiri til- finningar enda er kannski meira í húfi hér,“ segir hann og vísar þá til þess að samkynhneigðir hafa ekki fengið jafn mikla viðurkenningu þar í landi. Borgarstjórinn hélt ræðu á íslensku við þetta tækifæri. „Svo var hún þýdd á færeysku og það segja allir að hún hafi verið góð. Annars er ég orðinn svakalega góður í færeysku eftir dvölina, það eru allir að tala um það líka,“ segir hann og skellir upp úr. - jse Jón Gnarr borgarstjóri tók þátt í gleðigöngunni í Þórshöfn í Færeyjum: Enginn að hnýta í borgarstjóra GNARR Á GAYPRIDE Jón Gnarr, borgarstjórinn í Reykjavík, tók þátt í Gleðigöngunni í Þórshöfn í gær. Jón klæddist bleikum jakkafötum í tilefni dagsins. MYND/ÚR EINKASAFNI Skúli, voru þessir steindu gluggar ekki Guðs gjöf? „Drottinn gaf. Drottinn tók.“ Skúli S. Ólafsson er sóknarprestur í Keflavíkurprestakalli. Steindir gluggar í Keflavíkurkirkju verða teknir niður. Sóknir eru víðast hvar í vanda með gjafir sem henta ekki kirkjum. REYKJAVÍK Tæplega 11 milljónum króna verður varið til frístunda- starfs og lengdrar viðveru fyrir fatlaða framhaldsskólanema í Reykjavík út árið. Tillaga ÍTR þess efnis var samþykkt í borgar- ráði. Starfið fer fram í Hinu húsinu og segir á vef Reykjavíkurborgar að markmiðið sé að mæta þörfum allra fatlaðra framhaldsskóla- nema að fullu. Frístundastarfið hefst 20. ágúst næstkomandi. Borgarráð fól jafnframt ÍTR og velferðarsviði borgarinnar að móta tillögur til framtíðar að heildstæðri frítímaþjónustu í Reykjavík fyrir fatlaða fram- haldsskólanema. Þær skulu koma til framkvæmda á næsta ári. - þj Þjónusta fyrir fatlaða: 10,8 milljónir í frístundastarf ÞÝSKALAND, AP Paul Watson, for- sprakki Sea Shepherd, er flúinn frá Þýskalandi og er nú í felum. Watson var handtekinn eftir að þýskum stjórnvöldum barst framsalskrafa frá Kostaríku í maí en var lát- inn laus gegn tryggingu. Nú hefur verið upp- lýst að jap- önsk yfirvöld fóru fram á að fá Watson framseldan stuttu áður en hann flúði frá Þýskalandi. Sea Shepherd-samtökin hafa ítrekað átt í skærum við jap- anska hvalveiðimenn, auk þess sem þau hafa beitt sér gegn veiðum á hákörlum og öðrum viðkvæmum tegundum. Krafa Kostaríku var vegna tíu ára gamals atviks. - bj Paul Watson flýr Þýskaland: Japan vildi Wat- son framseldan PAUL WATSON NEYTENDAMÁL Viðmiðunargengi evru sem Bláa Lónið notar til að ákvarða verðskrá sína er tæpum fimm krónum hærri en skráð gengi evru hjá Seðlabankanum. Bláa Lónið hækkaði í vikunni viðmið- unargengi upp í 155 krónur á evru en Seðlabankagengi evru sem var rúmar 150 krónum í gær. Magnea Guðmundsdóttir, kynn- ingarstjóri Bláa Lónsins, segir í samtali við Fréttablaðið að viðmið- unargengið sé reglulega uppfært og þá miðað við gengi síðustu daga á undan og þá námundað að heilum og hálfum tug. „Þegar við breytum þá þarf geng- ið að fara upp fyrir eða niður fyrir hálfan tug og vera stöðugt í fimm daga. Það er einfaldlega ekki mögu- legt að uppfæra gengið, og þar með aðgangseyri, daglega og því höfum við þennan hátt á.“ Magnea bætir því við að þetta hafi það í för með sér að þó að gengi þeirra sé stundum hærra en gengi Seðlabankans sé það stundum lægra. Því til stuðnings bendir hún á að frá byrjun febrúar og fram á vor hafi viðmiðunargengi evru hjá Bláa Lóninu verið svipað eða lægra en Seðlabankagengi. - þj Viðmiðunargengi evru hjá Bláa Lóninu er rúmum fjórum krónum yfir Seðlabankagengi: „Ekki mögulegt að uppfæra daglega“ BLÁA LÓNIÐ Verðskrá Bláa Lónsins miðar við gengi evru. Nú er viðmiðunargengið yfir seðlabankagenginu, en forsvarsmenn benda á að gengið hafi oft verið undir seðlabankagengi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 6 milljónir án vinnu Atvinnuleysi á Spáni hefur aldrei mælst meira í sögu landsins og er nú 24,6 prósent. Tæpar sex milljónir Spánverja eru án atvinnu. Sífellt fleiri leita á náðir hjálparstofnana til að fá matargjafir, jafnvel í millistéttarhverf- um. Engar vísbendingar eru um að atvinnuleysi komi til með að minnka á Spáni og horfurnar virðast enn dekkri en áður. SPÁNN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.