Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 28.07.2012, Qupperneq 6
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR6 UMFERÐ Ferðamenn á jepplingi sem þeir höfðu tekið á leigu lentu í ógöngum á miðvikudag þegar þeir festu bílinn í á sem rennur á Fjallabaksleið syðri. Aldrei virðist of brýnt fyrir ferðafólki að fara varlega á hálendisvegum enda algengt að menn bæði aki slóða sem farar- tæki þeirra ráða ekki við og keyri utan vega sem vitanlega er stranglega bannað. Í þessu til- felli fór vel því jepplingurinn var dreginn á þurrt af öðrum hjálp- sömum ferðalöngum. - gar Ferðamenn á bílaleigabílum halda áfram að rata í ógöngur á hálendinu: Dreginn á þurrt að Fjallabaki Á KAFI AÐ FJALLABAKI Þessi jepplingur sat fastur austan Landmannalauga á miðvikudaginn. MYND/INGÓ HERBERTSSON AUNG SAN SUU KYI Flutti sína fyrstu ræðu á þingi Búrma á miðvikudag. NORDICPHOTOS/AFP BÚRMA, AP „Ég vil skora á alla þingmenn að setja lög eða gera þær breytingar á lögum sem nauð- synlegar eru til þess að verja rétt- indi þjóðernisminnihluta,“ sagði Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar í Búrma, í fyrstu þingræðu sinni. Suu Kyi var kosinn á þing í apríl síðastliðnum en hafði þá setið árum saman í stofufangelsi. Fyrstu þingræðu sína notaði hún til að vekja athygli þingmanna á stöðu minnihlutahópa í landinu, sem margir hafa átt í erfiðri bar- áttu við stjórnina og stjórnarher- inn áratugum saman. - gb Fyrsta ræða Suu Kyi á þingi: Vill vernd fyrir minnihlutafólk DANMÖRK Tveir drengir fundu um síðustu helgi höfuðkúpu í Lyngby Sø í Danmörku. Samkvæmt nýjustu tilgátum lögreglunnar er um að ræða höf- uðkúpu af tvítugum manni sem sökkti bát sínum á vatninu árið 1967 eða 1968. Kafarar gerðu mikla leit að manninum eftir slysið en hún bar engan árangur. Þetta kemur fram á fréttavefn- um bt.dk. Mikil óvissa er enn um höfuð- kúpuna en hún hefur líklega legið í vatninu í um 50 ár. Hún gæti þó hæglega verið mun eldri og jafnvel verið frá seinni heim- styrjöldinni. Ekki er heldur hægt að úti- loka að höfuðkúpan hafi legið einhvern tíma í mýri og þá verið margra alda gömul. - ktg Drengir við Lyngby Sø: Fundu hálfrar aldar gamla höfuðkúpu EFNAHAGSMÁL Vísitala neyslu- verðs í júlí er 0,7 prósentum lægri en hún var í júní. Þetta kemur fram í gögnum Hagstofu Íslands. Sumarútsölur hafa lækkað verð á fötum og skóm um 9,8 prósent og þá hafa flugfargjöld lækkað um 15 prósent. Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 2,2 prósent. Allt hefur þetta áhrif til lækkunar vísitölunnar. Matar- verð hefur hins vegar hækkað. Framleiðsluverð lækkaði um 1,2 prósent frá maí til júní. - kóp Sumarútsölur hafa áhrif: Vísitala neyslu- verðs lækkar SÝRLAND „Að mínu mati er það einungis tímaspursmál hvenær ríkisstjórn sem beitir svona öfl- ugum hernaðarmætti og hemju- lausu ofbeldi gegn almenningi fellur,“ sagði norski herforing- inn Robert Mood við fréttastof- una Reuters. Mood er nýhættur sem yfir- maður friðargæsluliðs Samein- uðu þjóðanna í Sýrlandi, en lét þau orð falla nýverið að tilgangs- lítið sé að vera með friðargæslu- lið þar í landi því hvorki stjórn- arherinn né uppreisnarmenn virðist hafa minnsta áhuga á að virða samkomulag um vopnahlé. Harðir bardagar hafa geis- að síðustu daga í Aleppo, næst- stærstu borg landsins, og eru bæði stjórnarherinn og upp- reisnarmenn að búa sig undir enn harðari átök þar. Stjórnarherinn hefur verið að flytja þungavopn og skriðdreka til borgarinnar. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Bandaríkin hafa varað við því að stórfelldar árásir á almenning séu yfirvofandi á næstunni. Navi Pillay, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að nú þegar hafi borist fregnir af margvíslegum voða- verkum og mannréttindabrot- um í höfuðborginni Damaskus, þar sem harðir bardagar voru í nokkra daga. Þessar fregnir boði ekki gott fyrir íbúa í Aleppo. Hún hvetur bæði stjórnarherinn sem uppreisnarmenn til þess að hlífa almennum borgurum. Hún segist sannfærð um að bæði stjórnarherinn og uppreisn- armenn séu að fremja glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi: „Og það þarf ekki að taka það fram að þegar þungavopnum, skrið- drekum, árásarþyrlum og – eftir því sem sagt er – jafnvel orrustu- þotum er beitt í auknum mæli á borgarhverfi hefur það nú þegar kostað marga almenna borgara lífið og mörgum öðrum er stefnt í hættu.“ Þegar Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, kom til Srebrenica í Bos- níu á fimmtudag varaði hann við því að svipuð voðaverk geti verið í uppsiglingu í Sýrlandi á næstu dögum eins og þau sem framin voru í Srebrenica árið 1995. „Alþjóðasamfélagið verður að standa saman um að ekkert frek- ara blóðbað verði í Sýrlandi, því ég vil ekki að einhver eftirmanna minna komi til Sýrlands eftir 20 ár að biðjast afsökunar því það sem við hefðum getað gert til að verja almenning, það erum við ekki að gera núna,“ sagði hann. gudsteinn@frettabladid.is Voðaverk framin í skjóli aðgerðaleysis Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir bæði stjórnarherinn og upp- reisnarmenn fremja stríðsglæpi. Ban Ki-moon óttast að Sameinuðu þjóðirnar horfi aðgerðarlausar upp á voðaverk í líkingu við fjöldamorðin í Srebrenica. HANDTEKNIR Í ALEPPO Þrír sýrlenskir lögreglumenn í höndum uppreisnarmanna. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN Alþjóðasamfélagið verður að standa saman um að ekkert frekara blóðbað verði í Sýrlandi. BAN KI-MOON FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA MANNLÍF Bandaríski crossfit- keppandinn Blair Morrison hefur boðað komu sína á mýrarboltann á Ísafirði um næstu helgi. Af því tilefni verður boðið upp á cross- fit-keppni á sjálfum mýrarvellin- um, að sögn Jón Páls Hreinsson- ar, skipuleggjanda mótsins. „Við ákváðum að setja crossfit- þrautir út í drulluna nú þegar við vestfirsku víkingarnir erum loks komnir með almennilegan keppi- naut,“ segir Jón Páll. „Ég er ekk- ert að taka of stórt upp í mig þó hann sé með bestu crossfit-mönn- um í heimi,“ bætir hann við. Nú þegar hafa 31 karlalið og 16 kvennalið skráð sig til leiks. - jse Crossfit-meistari í mýrarbolta: Þraut úti í mýri VIÐSKIPTI Íslenska ríkið heldur BAA3-lánshæfiseinkunn sinni í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Moody‘s um Ísland. Fyrirtækið segir horfur hér enn neikvæðar. Ástæður þess að lánshæfis- matið er enn lágt og horfurn- ar neikvæðar eru einkum veik staða í fjármálum hins opin- bera og skuldsetning ríkissjóðs. Þá telja sérfræðingar Moody‘s einnig hættu á að vandræði evru svæðisins hafi slæm áhrif á efnahag Íslands, enda fari stór hluti útflutnings landsins til ríkja innan evrusvæðisins. Í skýrslu Moody‘s er þó bent á að efnahagslífið hér sé að styrkj- ast og stofnanir landsins séu traustar. - bj Moody‘s metur horfur Íslands: Segja horfurnar enn neikvæðar Ert þú sátt/ur við úrskurð Hæstaréttar um að forsetakosn- ingarnar hafi verið löglegar? JÁ 78,5% NEI 21,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefur þú lesið tekjublað Frjálsrar verslunar? Segðu þína skoðun á Vísir.is Kaupauki Þú kaupir spa cranberry sykurskrúbb og cranberry body butter fylgir frítt með. Sykurskrúbburinn bráðnar á heitri húðinni. Nærir og flýtir fyrir endurnýjun húðar og hún verður silkimjúk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.