Fréttablaðið - 28.07.2012, Side 27

Fréttablaðið - 28.07.2012, Side 27
ÚTFARIR LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012 Kynningarblað Legsteinar Útfararþjónusta Luktir Blómavasar Það er nauðsynlegt að hafa samband við útfararþjón-ustu sem fyrst eftir að andlát ber að,“ segir Rúnar Geirmunds- son, eigandi Útfararþjónustunnar við Fjarðarás. „Í fyrsta lagi þarf að flytja hinn látna af dánarstað og í líkhús og síðan að byrja að und- irbúa kistulagninguna. Útfarar- stjórinn heimsækir yfirleitt að- standendur daginn eftir og þeir leggja þá fram óskir sínar varð- andi framkvæmd kistulagning- ar og síðan jarðarfarar. Í því felst í flestum tilfellum að velja prest og hafa samband við hann og síðan að tímasetja athafnirnar inn í for- rit sem við notum og er beintengt við kirkjugarðana. Næsta skref er svo að ákveða hvað kemur í okkar hlut en um það hafa aðstandendur auðvitað frjálsar hendur að mestu leyti.“ Rúnar stofnaði Útfararþjón- ustuna á vormánuðum árið 1990 og hefur alla tíð veitt fyrirtæk- inu forstöðu sem framkvæmda- stjóri þess og útfararstjóri. Útfar- arþjónustan er í eigu Rúnars og eiginkonu hans, Kristínar Sigurð- ardóttur, og starfa synir þeirra, Sigurður og Elís, þar ásamt föður sínum. Skrifstofa Útfararþjónust- unnar er að Fjarðarási 25 í Reykja- vík. Þar tekur útfararstjóri á móti aðstandendum og veitir þeim allar upplýsingar er varða undirbúning útfarar. Útfararstjóri kemur einn- ig heim til aðstandenda sé þess óskað. Á Viðarhöfða í Reykjavík er að- staða Útfararþjónustunnar fyrir líkbíla og kistur og þar er fullkom- in aðstaða fyrir alla starfsemi út- fararþjónustu. Að auki hefur Út- fararþjónustan aðgang að aðstöðu í líkhúsinu við Fossvogskapellu. Rúnar segir það ráðast mest af orðspori hvaða útfararþjónustu fólk velji og að bestu meðmæli sem hægt sé að fá sé að fólk leiti til þeirra aftur og aftur. „Satt best að segja byggist þetta dálítið mikið á persónulegum kunningsskap og ef maður sinnir sínu starfi vel er það fljótt að spyrjast út. Fyrst og fremst þarf að taka tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinamissi. Við þurfum að gæta að því sem við gerum og segjum og eins að nálg- ast fólk með hlýju og auðmýkt. Það getur verið mjög erfitt að bjóða fólki við þessar aðstæður þjónustu sem kostar peninga en þetta hefur lærst í gegnum árin og við tökum mjög mikið tillit til þess hvernig aðstæður eru hverju sinni.“ Rúnar hefur unnið við útfar- arþjónustu frá því 1983, fyrst hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur og síðan í eigin fyrirtæki. Hann seg- ist hafa lært það á löngum ferli að það skipti ekki höfuðmáli hvaða trú fólk aðhyllist eða hvort það að- hyllist trú yfirleitt, virðingin fyrir hinum látna sé alltaf í forgrunni. „Og það þurfum við alltaf að hafa í huga, án þess að taka afstöðu til trúmála. Hlýja, auðmýkt og virð- ing er það leiðarljós sem við fylgj- um alltaf.“ Uppfylla ávallt óskir hins látna og aðstandenda hans Útfararþjónustan ehf. hefur verið í eigu Rúnars Geirmundssonar og fjölskyldu hans frá stofnun hennar. Hann segir mikilvægast að taka tillit til aðstæðna hverju sinni og nálgast verkefnið með auðmýkt. ÍSLENSK DUFTKER ÚR BIRKI OG REYNIVIÐ Þann 23. mars tók Rúnar Geirmundsson útfararstjóri við fyrstu íslensku duftkerjunum sem koma í sölu á Íslandi úr hendi Karls V. Dyrving. Karl bar sigur úr býtum í Af jörðu – samkeppni um hönnun duftkers úr íslenskum viði sem haldin var í tilefni al- þjóðlegs árs skóga á Íslandi árið 2011. Útfararþjónustan er fyrsta útfararstofan til að bjóða upp á íslenskt duftker. FYRSTA HVÍTA ÚTFARAR BIFREIÐIN Á ÍSLANDI „Árið 1990 fluttum við inn fyrsta gráa útfararbílinn sem notaður var við athafnir á Íslandi. Það vakti mikla athygli á þeim tíma og undrun sumra,“ segir Rúnar Geir- mundsson. „Tíminn leiddi þó í ljós að aðstandendum þótti bíllinn hlýlegur og fallegur í alla staði. Hér má sjá nýjustu útfararbifreið fyrirtækisins. Bíllinn er af Cadillac Hearse gerð og er eins og sjá má hvítur á lit. Þetta er fyrsti og eini sér-útfærði útfararbíllinn á Íslandi í yfir 80 ár sem er alhvítur. Bíllinn er árgerð 1996.“ „Ef maður sinnir sínu starfi vel er það fljótt að spyrjast út,“ segir Rúnar Geirmundsson útfararstjóri, sem rekur Útfararþjónustuna ehf. ásamt sonum sínum Sigurði og Elís. MYND/ERNIR Rúnar Geirmundsson Þorbergur Þórðarson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Fjarðarási 25 • 110 Reykjavík • Sími 567 9110 • 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Fjölskyldufyrirtæki í 21 ár Þær kistur sem við bjóðum, eru framleiddar í Danmörku og hafa staðist allar væntingar um fagleg vinnubrögð og góðan frágang. Markmið okkar hefur ávallt verið að veita bestu faglegu þjónustu varðandi undirbúning og framkvæmd útfarar. Hlýja, auðmýkt og virðing er það leiðarljós sem við fylgjum alltaf.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.