Fréttablaðið - 28.07.2012, Side 28

Fréttablaðið - 28.07.2012, Side 28
KYNNING − AUGLÝSINGÚtfarir LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 20126 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir elsaj@365.is sími 512 5427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Yfirleitt er haft samband við okkur frá dánarstað og við beðin um að f lytja hinn látna í líkhús. Tveir menn eru hjá okkur á útkallsvakt, alla daga árs- ins utan hefðbundins vinnutíma. Síðan hefst skipulagning útfar- arinnar og við sjáum um hana í samvinnu við aðstandendur,“ út- skýrir Arnór L. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Útfararstofu Kirkju- garðanna. Að mörgu þarf að huga við andlát. Útfararstofan hefur samband við þann prest sem að- standendur óska eftir, ákveða þarf stað og stund fyrir kistulagn- ingu og útför en útför getur farið fram í hvaða kirkju sem er á höfuð- borgarsvæðinu. Kistulagning fer venjulega fram í Fossvogskapellu eða bænhúsi við Fossvogskirkju, tveimur til sex dögum eftir dauðs- fall. Kistulagt er alla virka daga frá 9 til 16 og útfarartímar eru klukk- an 11, 13 og 15 mánudaga til föstu- daga. „Eins þarf að huga að sálmaskrá og vali á tónlistarfólki, organista og kirkjuskreytingum og hversu margir munu bera kistuna,“ bætir Arnór við. Ákvarðanirnar eru margar sem taka þarf, oft á erfið- um stundum. Arnór segir starfs- fólk útfararþjónustunnar ávallt leggja sig fram við að veita bestu mögulegu þjónustu sem völ er á með áherslu á traust og umhyggju. Nauðsynlegt sé að geta gefið af sér. „Það útskrifar enginn skóli út- fararþjónustufólk, starfið lærist með reynslunni og mannleg sam- skipti þurfa að vera góð. Við búum að mikilli reynslu en hér hefur sami starfsmannahópur unnið árum saman,“ segir Arnór. „Sorg- in er alltaf erfið og við hittum fólk á þeirra viðkvæmustu stundum. Þá er nauðsynlegt að starfsfólk geti gefið af sér. Starfið er erfitt en mjög gefandi.“ Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. er stærsta útfararþjónusta landsins, stofnuð 1994, en áður höfðu Kirkjugarðar Reykjavíkur rekið útfararþjónustu frá árinu 1948. Viðtalsherbergi og skrif- stofur eru til húsa að Vestur- hlíð 2 í Fossvogi og þar er einn- ig aðstaða til gerðar sálmaskráa og skiltagerð. Lagerpláss og bíla- geymsla stofunnar er í Auðbrekku 1 í Kópavogi en fyrirtækið rekur fjóra Cadillac-líkbíla og Renault- flutningabíl. Samvinna er við Út- fararþjónustu Hafnarfjarðar og Fjöl-Smíð kistuverkstæði, um kistukaup. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www. utfor.is. Samskiptin mikilvæg Hjá Útfararstofu Kirkjugarðanna ehf. er áhersla lögð á traust og umhyggju. Fyrirtækið byggir á áratugareynslu starfsfólks en að mörgu þarf að huga þegar andlát ber að höndum. „Starfið er erfitt en krefjandi.“ Arnór L. Pálsson, framkvæmdastjóri Útfararstofu Kirkjugarðanna, segir starfið erfitt á stundum en einnig gefandi. 2 HÓTEL SAGA, REYKJAVÍK P IP A R \T B W A • S ÍA Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Ólafur Örn Pétursson ÚTFARARÞJÓNUSTA Sími: 551 7080 · 691 0919 · athofn@athofn.is · www.athofn.is ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Miðhraun 22 b, 210 Garðabæ, Sími 571 0400 granit@granit.is BÁLFARIR ALGENGARI Bálfarir hafa færst í vöxt hér á landi undanfarin ár. Bálför er í öllum atrið- um eins og venjuleg útför nema að því leyti að kista er ekki borin til grafar. Kistulagning og útfararathöfn í kirkju eru með venjubundnum hætti. Eftir bálför ákveða aðstandendur hvenær duftker er sett í jörð í samráði við út- fararstofu en það skal þó jarðað innan árs. Óheimilt er að varðveita duftker annars staðar en í kirkjugarði eða löggiltum grafreit. Sérstakir grafreitir fyrir duftker eru í Fossvogskirkjugarði og í Gufuneskirkjugarði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.