Fréttablaðið - 28.07.2012, Síða 33

Fréttablaðið - 28.07.2012, Síða 33
Fjarðalax ehf. leitar eftir áhugasömu og dugmiklu fólki til starfa hjá stærsta laxeldisfyrirtæki Íslands. Vegna aukinna umsvifa í laxeldi þarf fyrirtækið nú að ráða í eftirtaldar stöður: Starfsfólk í vinnslu á Patreksfirði Um er að ræða framtíðarstörf fyrir konur og karla við slátrun, vinnslu og pökkun í vinnsluhúsi fyrirtækisins á Patreksfirði. Reynsla af sambærilegum störfum er kostur sem og vinnuvélaréttindi. Vélstjóri Umsækjandi þarf að hafa réttindi sem yfirvélstjóri VS.III á skip lengra en 12 metra og á vél sem er 750 kw eða stærri (eldra skírteini VS.III - 2. Stig). Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í lok ágúst. Fjarðalax hefur byggt upp umfangsmikið laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum og er nú með fisk á fóðrum í Tálknafirði, Patreksfirði og Arnarfirði. Þá rekur fyrirtækið seiðaeldisstöðina Ísþór í Þorlákshöfn. Fjarðalax hefur það að markmiði að koma á fót sjálfbæru laxeldi sem rekið er með vistvænum hætti. Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst – Umsóknir sendist á: kristin@fjardalax.is Á sunnanverðum Vestfjörðum búa um 1300 manns í ægifögru umhverfi í námunda við Látrabjarg, Rauðasand og Arnarfjörð. Samfélögin eru Patreksfjörður, Tálkna- fjörður og Bíldudalur þar sem starfræktir eru fjórir skólar og þrír leikskólar auk tónlistarskóla. Þá rekur Fjölbrautaskóli Snæfellinga framhaldsdeild á Patreksfirði. Mikil áhersla er lögð á umhverfismál og vinna skólarnir allir eftir verkefninu Skólar á grænni grein. Mannlífið á sunnanverðum Vestfjörðum er blómlegt og fjölmörg félagasamtök starfandi. Fjarðalax á Vestfjörðum – spennandi störf í laxeldi Fjarðalax ehf. Hafnarhúsið 460 Tálknafjörður www.fjardalax.is Vilt þú takast á við krefjandi verkefni í vinnunni? Síminn óskar eftir að ráða starfsfólk í innhringiver. Við erum að leita að metnaðarfullu fólki á uppleið sem vill ganga til liðs við okkur. Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2012 Aðeins umsækjendur sem eru 20 ára og eldri koma til greina. Fyrirspurnir berist til Mannauðs hjá Símanum (mannaudur@skipti.is). Aðeins er tekið á móti umsóknum í gegnum www.siminn.is. Við höfum gildi Símans að leiðarljósi í störfum okkar og erum skapandi, áreiðanleg og lipur. Heiðdís Björnsdóttir, hópstjóri E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 5 7 8 Sölufulltrúar Sölufulltrúar Símans eru duglegir og úrræðagóðir og leysa verkefni fljótt og örugglega. • Fullt starf • Sveigjanlegar vaktir • Frábært vinnuumhverfi • Söluþjálfun Þjónustufulltrúar Þjónustufulltrúar okkar hafa framúr- skarandi þjónustulund og metnað til að leysa málin í fyrstu snertingu. • Fullt starf • Sveigjanlegar vaktir • Frábært vinnuumhverfi • Tækniþjálfun Skannaðu hérna til að sækja Barcode Scanner Hvað segir Símafólkið? Skoðaðu viðtöl með því að skanna kóðann.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.