Fréttablaðið - 28.07.2012, Side 38

Fréttablaðið - 28.07.2012, Side 38
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR8 Heimilisaðstoð Fjölskylda í hverfi 108 óskar eftir konu eldri en 20 ára til að sinna heimilisstörfum og barnagæslu 2-3 eftirmiðdaga í viku, u.þ.b. 4 klst í senn. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf. Umsóknir/fyrirspurnir sendist á netfangið umsokn108@gmail.com. Tennis- og badmintondeild KA (áður TBA) óskar eftir að ráða aðalþjálfara fyrir komandi vetur. Stefnt er að því að æfingar hefjist í byrjun september. Umsóknir sendist til Snæfríðar Egilson á netfangið kristnes7@simnet.is. Nánari upplýsingar má finna á: www.ka-sport.is, www.tba.iba.is og www.iba.is Íþróttafélagið Þór leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra félagsins. Helstu verkefni framkvæmdastjóra: • Yfirumsjón með rekstri félagsins • Fjármála- og starfsmannastjórnun • Þátttaka í mótun kröftugrar liðsheildar. • Skipulagning starfseminnar og áætlanagerð. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur • Reynsla af stjórnun og rekstri æskileg • Geta til að tjá sig í ræðu og riti • Haldgóð tölvukunnátta • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Jákvæðni og framúrskarandi hæfni í samskiptum. Hvetjum bæði karla og konur til að sækja um starfið Umsjón með starfinu hefur Aðalstjórn Þórs. Umsókn um starfið ásamt ferilskrá skal skilað til formanns Þórs, Árna Óðinssonar á netfangið formadur@thor- sport.is Íþróttafélagið Þór var stofnað 6. júní 1915, og er elsta starfandi íþróttafélag á Akureyri. Innan félagsins eru stundaðar margar íþróttagreinar, meðal annars fótbolti, körfubolti, handbolti, píla, keila og taekwondo. Skrifstofur félagsins eru í félagsheimili Þórs í Hamri við Skarðshlíð. Te & Kaffi óskar eftir liðsauka Starfsmann vantar í útkeyrslu- og eldhússtarf. Starfslýsing: • Vinnutími 06.00-16.00 á vöktum, alls 15 vaktir í mánuði og unnið aðra hvora helgi. • Almenn störf í framleiðslueldhúsi fyrirtækisins og dreifing á vörum. Hæfniskröfur: • Eldri en 22 ára. • Stundvís, jákvætt hugarfar og vönduð vinnubrögð. Umsóknir sendist á jenny@teogkaffi.is Verkfræðingar – tæknifræðingar VSB Verkfræðistofa ehf óskar eftir að ráða verkfræðing eða tæknifræðing á sviði burðarvirkja til starfa nú þegar. Starfið felst í hönnun burðarvirkja húsbygginga. Starfsreynsla og þekking á Auto-Cad og helstu burðarþolsforritum er nauðsynleg. Leitað er að einstaklingi þar sem fagmennska og metnaður er í fyrirrúmi við lausn verkefna. Frekari upplýsingar gefur Björn Gústafsson í síma 660 8601 eða á netfangi bjorn@vsb.is Umsóknum skal skila til VSB fyrir 12. ágúst n.k. í tölvupósti eða bréflega. VSB Verkfræðistofa ehf er að Bæjarhrauni 20 í Hafnarfirði. Hjá fyrirtækinu starfa 17 manns. Fyrirtækið starfar á sviði bygginga-, véla- og rafmagnsverkfræði, við hönnun burðarvirkja, lagna- og loftræsikerfa, rafkerfa og lýsinga, byggðatækni, eftirlit, framkvæmdaráðgjöf, mælingar ofl. Á VSB er rekið öflugt starfsmannafélag sem heldur uppi kröftugu félagslífi. Frekari upplýsingar um VSB má finna á heimasíðu www.vsb.is EFTIRLITSDÝRALÆKNIR Í NORÐAUSTURUMDÆMI Matvælastofnun óskar eftir að ráða eftirlitsdýralækni í 100% starf á umdæmisskrifstofu stofnunarinnar á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni: • Heilbrigðiseftirlit í stærri matvælafyrirtækjum • Eftirlitsstörf á sviði dýraheilbrigðis og dýravelferðar • Heilbrigðiseftirlit í sláturhúsum • Önnur tilfallandi störf sem starfsmanni kann að vera falin Menntunar- og hæfniskröfur: • Dýralæknismenntun • Æskilegt að umsækjandi hafi starfað við opinbert eftirlit • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum • Góð tölvu- og tungumálakunnátta Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Jónsson, héraðsdýralæknir (olafur.jonsson@mast.is) og Hafsteinn Jóh. Hannesson (hafsteinn.hannesson@ mast.is) í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Eftirlitsdýralæknir” eða á starf@mast.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2012. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. ss r Matreiðslumaður Sushisamba er skemmtilegur og spennandi veitingastaður í miðbæ Reykjavíkur Vegna mikilla vinsælda þurfum við að bæta við okkur matreiðslumanni, bæði í aukavinnu og fullt starf. Reynsla og jákvæðni skilyrði. Umsóknir og fyrirspurnir sendist á eythor@sushisamba.is UNO er líflegur ítalskur veitingastaður við Ingólfstorg, í hjarta borgarinnar. Matreiðslumaður Viljum bæta við öflugum matreiðslumanni í eldhúsið hjá UNO. Hafið samband við Gumma í síma 891 8465 eða Kjartan í síma 663 4392. Einnig vantar þjóna í vetur, sem búa yfir söluhæfi- leikum og hafa gaman af því að gleðja aðra. Sendið ferilskrá á uno@uno.is Óskum eftir vönum manni í jarðvinnu Upplýsingar í s: 864-5111 Hafnargarðurinn ehf.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.