Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2012, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 28.07.2012, Qupperneq 45
KYNNING − AUGLÝSING Útfarir28. JÚLÍ 2012 LAUGARDAGUR 73 Tvær stærstu og öf lugustu steinsmiðjur landsins, Sól-steinar og S. Helgason, eru að sameinast í eina. „Báðar stein- smiðjurnar hafa verið leiðandi í smíðum og framleiðslu á leg- steinum frá stofnun. Sólsteinar hefur starfað frá 1996 og S. Helga- son var stofnað 1953 og fagnar því sextíu ára afmæli á næsta ári,“ segir Brjánn Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri. Sameinaða fyrirtækið verð- ur staðsett á Skemmuvegi 48 þar sem S. Helgason er til húsa. „Það eru miklar breytingar í gangi hjá okkur. Við erum að stækka og breyta búðinni, auka vöruúrval- ið og fjölga mannskapnum. Sam- eiginlegt fyrirtæki verður stórt, öflugt og framsækið. Við leitumst alltaf við að bjóða upp á fyrsta flokks vörur og þjónustu. Gæðin í efnum sem við notum eru mikil og okkur finnst það skipta miklu máli.“ Grafískir hönnuður, lista- menn og menntaðir steinsmiðir starfa fyrir fyrirtækið. „Við smíð- um mikið af okkur eigin steinum og við sérsmíðum líka eftir pönt- unum og óskum viðskiptavina. Þegar fólk hefur valið sér stein teiknum við og setjum hann upp frá A til Ö þannig að fólk getur séð nákvæma mynd af steinin- um áður en framleiðslan hefst. Fólk veit því alveg út í hvað það er að fara. Fólk getur líka komið til okkar sjálft með teikningar eða hugmyndir og við látum þær verða að veruleika,“ segir Brjánn. Stærsti sýningarsalur landsins fyrir legsteina verður á Skemmu- veginum og er hann bæði inni og úti. Veitt er persónuleg þjón- usta og úrvalið er mikið þannig að allir ættu að finna stein við sitt hæfi. Íslenskar steintegundir hafa verið vinsælar í gegnum tíðina og henta vel til sérsmíði. Stuðlaberg, grásteinn, gabbró og líparít er mikið notað og granít og marm- ari er innflutt til landsins. Einn- ig er hægt að fá hvers kyns fylgi- hluti hjá fyrirtækinu. „Við höfum mikið úrval af luktum, blómavös- um, marmarastyttum og ýmsu skrauti úr kopar, svo sem engla, fugla, krossa og blóm. Auk þess er hægt að fá postulínsmynd af þeim látna brennda á legsteininn. Myndin gerir steinninn persónu- legri og það eykst ár frá ári að fólk velji að hafa mynd.“ Fyrirtækið sér um uppsetningu og frágang á steinum. „Við sjáum um allt ferlið. Í dag eru steinarn- ir yfirleitt settir upp fljótlega eftir jarðarför. Við skiptum um jarð- veg undir steininum og förum niður fyrir frost, setjum möl og frostfrían jarðveg og þjöppum. Eftir það á steinninn ekki að halla en við berum hins vegar ábyrgð á öllum okkar steinum endalaust og lögum ef eitthvað er að, viðskipta- vini að kostnaðarlausu. Við biðj- um fólk að láta okkur vita ef eitt- hvað kemur upp á eða ef það er ekki ánægt og þá lögum við það. Þetta er hluti af þeirri góðu þjón- ustu sem við veitum.“ Legsteinar fyrirtækisins eru sendir frítt út á land. „Við förum um það bil 200 kílómetra út fyrir höfuðborgarsvæðið sjálfir og setjum steinana upp. Allt annað sendum við viðskiptavininum að kostnaðarlausu,“ segir Brjánn. Stórt og öflugt sameinað fyrirtæki S. Helgason og Sólsteinar sameinast í eitt fyrirtæki sem staðsett verður á Skemmuvegi 48. Þar verður boðið er upp á persónulega þjónustu við val á legsteinum og fyrsta flokks vörur. Sérmenntað starfsfólk er hjá fyrirtækinu og hægt er að fá sérsmíðaða legsteina úr mörgum tegundum íslenskra og erlendra grjóta. Legsteinar eru sendir út á land viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Brjánn og hans starfsfólk bjóða persónulega þjónustu og aðstoð við val á legsteinum. MYND/ERNIR Hægt er að fá sérsmíðaða legsteina og hver kyns fylgihluti, svo sem blómavasa, styttur og skraut, hjá S. Helgasyni-Sól- steinum. Á Skemmuvegi 48 er stærsti sýningarsalur landsins fyrir legsteina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.