Fréttablaðið - 28.07.2012, Side 48

Fréttablaðið - 28.07.2012, Side 48
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012106 HÁKARLAÁRÁSUM FJÖLGAR Konur skipta 28 sinnum um föt á langri ferðahelgi, segir í nýrri breskri könnun. Ein af hverjum tíu konum segist skipta um föt sjö sinnum á dag á ferðalagi á meðan meðalkonan skiptir um föt fjórum sinnum á dag. Tvö þúsund konur voru spurðar í könnuninni sem framkvæmd var af fatamerkinu Tesco’s F&F. Einnig sýndi könnunin að átta af hverjum tíu kvennanna nota ekki allan þann fatnað sem þær setja í ferðatöskuna áður en haldið er í ferðalag. Í hverri ferðatösku eru að meðaltali fjögur betri dress, sex bolir, fjögur pör af stuttbux- um eða pilsum, tvennar síðbuxur, þrjú bikiní, þrjú pör af léttum sandölum og tvö pör af betri skóm. Flestar konur kaupa auk þess nýjar flíkur á ferðalögum. „Ólíkt venjulegum degi heima við skipta allir um föt nokkrum sinnum á dag í fríi,“ segir talskona F&F. „Bikiní fyrir sundlaugina, stuttbuxur í göngutúra og betri föt fyrir kvöldverðinn. Það getur því verið erfitt að pakka öllu í eina ferðatösku eins og mörg flug- félög eru farin að krefjast.“ Könnunin sýndi enn fremur að ein af hverjum fimm konum tekur svo mikið með sér í ferðalag að hún þarf að borga yfirvigt. SKIPTA OFT UM FÖT Á FERÐALÖGUM Canazei NÝR ÁFANGASTAÐUR BEINT MORGU NFLUG TIL VERONA. V ERÐ FRÁ: 89.900,- BÁÐAR LEIÐIR MEÐ SKÖTTUM VILLA ROSELLA *** 144.680,- *á mann m.v. 2 fullorðna í í tvíbýli með morgunverði. Verð m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði frá 175.680,- Brottför 2. febrúar - 1 vika GARNI ARITZ **** 161.676,- *á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með morgunverð Brottför 2. febrúar - 1 vika Við hjá Úrvali Útsýn höfum áratuga reynslu af sölu skíðaferða til Madonna Di Campiglio og Selva val Gardena. Nú bætist við þriðji áfangastaðurinn, Canazei. Þessi líflegi og skemmtilegi skíðabær liggur í hjarta Dolomiti-fjallanna, einu þekktasta skíðasvæði Ítalíu. LÍFLEGUR BÆR Í HJARTA ÍTÖLSKU ALPANNA MADONNA DI CAMPIGLIO / SELVA VAL GARDENA / CANAZEIMEIRA Á ÚRVAL ÚTSÝN HJÓLAÐ Í NEW YORK Yfirvöld í New York-borg hefja metnaðarfullt hjólreiðaverkefni í ágúst. Þá verður 7.000 reiðhjólum dreift um borgina á 420 reið- hjólastöðvum og gefst öllum færi á að nota hjólin án endurgjalds, þar með talið ferðamönnum. Verkefnið kallast Citi Bike og er stærsta sinnar tegundar í Banda- ríkjunum. Reiðhjólastöðvarnar eru staðsettar á neðri hluta Man- hattan og í hlutum Brooklyn og Queens. Fyrirhugað er að fjölga hjólunum í 10.000 á næsta ári sem dreift verður á 600 reiðhjóla- stöðvar. Borgaryfirvöld í New York fullyrða að samgöngur flestra borgarbúa og gesta hennar takmarkist við rúmlega þriggja kílómetra vegalengdir. Verkefninu er því ætlað að uppfylla þarfir þeirra á sama tíma og mengun og umferðarþungi minnkar. Reið- hjólastöðvarnar eru opnar allan sólarhringinn, 365 daga ársins. Óvenjumargar mannskæðar hákarlaárásir hafa orðið á vesturströnd Ástralíu að undanförnu. Um miðjan júlí lést ungur brimbrettakappi eftir að hafa orðið fimm metra hvíthákarli að bráð og er hann fimmta fórnarlamb hákarla á þessu svæði á innan við ári. Ekki er vitað hvað veldur en að jafnaði lætur ein manneksja lífið í hákarlaárás þar í landi á ári. Árið 2011 var tilkynnt um 75 hákarlaárásir í heiminum öllum. Flestar, eða 29, voru í Norður-Ameríku, þar af ellefu í Florida og þrjár á Havaí. Í Ástralíu voru þær ellefu og í Suður-Afríku fimm. Í sextíu prósentum tilvika urðu brimbrettakappar og aðrir sjósportsiðkendur fyrir þessum árásum. Tólf dauðsföll urðu af völdum árásanna í fyrra sem er hæsta dánartíðni af völdum hákarlaárása síðan 1993. Hákarlaárásum hefur fjölgað jafnt og þétt frá aldamótunum 1900. Það þýðir ekki að hákarlar séu orðnir árásagjarnari. Hins vegar stundar fólk ýmis konar sjósport í auknum mæli.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.