Fréttablaðið - 28.07.2012, Side 50

Fréttablaðið - 28.07.2012, Side 50
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2012128 FARFUGLAHEIMILI VÍTT OG BREITT UM LANDIÐ Áður en lagt er á hringveginn er gott að vera búinn að kynna sér staðsetningu farfuglaheimila á landinu. Á Íslandi getur verið erfitt að spá fyrir um veðrið og ef planið er að tjalda er gott að vita af farfuglaheimilum ef veður versnar. Farfuglaheimili er gistihús fyrir ferðamenn þar sem gestir geta gist gegn vægu gjaldi. Gisting getur verið í svefnsölum eða herbergjum þar sem gestir gista í kojum. Oft er sameiginleg aðstaða eins og setustofa og eldhús þar sem gestir geta sjálfir eldað. Farfuglaheimili er næsta stig fyrir neðan mótel og fyrir þá sem líkar ekki að vera í tjaldi er eindregið mælt með farfugla- heimilum. HJÓLALEIGUR VÍTT OG BREITT UM NEW YORK Í byrjun ágúst verður sam- göngukerfi New York-borgar enn betra þar sem hægt verður að leigja um það bil 7.000 hjól á 420 stöðvum í borginni. Stöðvarnar verða neðarlega á Manhattan, í Brooklyn og hluta af Queens. Hægt verður að leigja hjól 24 tíma sólahringsins, 365 daga ársins og telst þetta afskaplega þægilegur kostur þar sem meðal- vegalengdin sem New York-búar fara á hverjum degi er um það bil 4 kílómetrar. Þrátt fyrir að neðan- jarðarlestarkerfið í borginni sé eitt það besta í heiminum, þá er það ekki fullnægjandi. Stöðvarnar verða staðsettar á gangstéttum þar sem auðvelt verður að leigja hjólin. Hjólagarpar verða því alveg lausir við viðgerðarkostnað og þjófnað. REGLULEGAR TILBOÐS FERÐIR FLUGFÉLAGANNA Nú þegar samkeppni milli flug- félaga eykst gefst landsmönnum kostur á góðum tilboðum. Hægt er að fara inn á heimasíður flug- félaganna og skrá sig á póstlista. Sendir eru út póstar á nánast hverjum degi þar sem auglýst eru tilboð á flugi til skemmtilegra áfangastaða á góðu verði. Einnig er boðið upp á pakkaferðir þar sem hótel er innifalið og oft má fá þannig tilboð á sama verði og flugið eitt og sér hefði kostað hér áður fyrr. Lesendur eru hvattir til þess að fylgjast með þessum tilboðum og nýta sér þau þegar tækifærin gefast. TREVI GRÆÐIR Einn frægasti gosbrunnur í heimi, Fontana di Trevi í Róm, hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðalanga. Á hverjum degi koma þúsundir manna að Trevi og flestir kasta mynt út í vatnið. Aldrei hafa fleiri kastað pening í brunninn en síðustu sex mánuði og upphæðin er komin yfir hálfa milljón evra eða um 76 milljónir íslenskra króna. Peningarnir eru veiddir upp úr vatninu og fara í hjálparstarf kaþólsku kirkjunnar. Með þessu áframhaldi verður árið 2012 metár í peningasöfnuninni en í fyrra voru veiddar upp 951 þúsund evra eða um 150 milljónir. Fontana di Trevi er í miðborg Rómar og er frá árinu 1762. Fræg er sena úr bíómyndinni La Dolce Vita eftir Fellini þar sem leikkonan Anita Ekberg baðar sig í Trevi. F ÍT O N / S ÍA ÞYNNRI BOTN! ENGINN SYKUR! LÉTTIR Á DOMINO’S íTALSKUR - Þynnri botn - 25% minna deig LAUFLÉTTUR - Léttari botn - 20% spelt - Enginn sykur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.