Fréttablaðið - 28.07.2012, Page 52

Fréttablaðið - 28.07.2012, Page 52
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR24 H H E F L J Ó T A B Á T A R S Á R S V A N G U R Ó R Ú A Ú K Á Í D Æ Ð S T A S T R U M P R F L A Ð K N U G Í Á G Æ T I S L A G I A U S A N D I U M Ð S O S R I G N R A R I S T Ó K R A T I S U N N Ð E A B E T U R V I T A U P P T A K A R I O Æ R R U Ú L F Ú Ð A R G R Ó F Ö L V A Ð U R L M Ð Ó S E U G L U G G A L A U S T K V A R T B U X U R N R R T U K A A Á R D E G I S V E R Ð L A G F Æ R I D I Y N O A D A D L E S T A R F E R Ð I N A A L A N S Ú R I T F J A L L G Ö N G U M A N N A N N A A E I A I Í U Ð N Ð N E Y Ð A R Ú R R Æ Ð I T A M I N N I Krossgáta Lárétt 1. Kalli, Gunna og Línus eru lítilmenni (7) 7. Bæjarhús duga til framfærslu ábúanda (8) 11. Helgistaður brunna frá barka til belgs (7) 12. Dragi upp mynd af bók (7) 13. Tíu sinnum hundrað huldar (12) 14. Gróðursælar leggja sjó (9) 15. Frelsið fisk fyrir ördeyðuna (10) 16. Klárar ágætur og ilmandi (11) 17. Hrunertan gefur aldinin (9) 20. Þeir voru svo bleikir að Gunnar fór hvergi (8) 24. Nammi er frábært (3) 25. Daglegt mál um rím og tíma (7) 27. Féll hugur á dollunni? (7) 29. Stór stefni á ástralskt furðudýr (8) 30. Fór þetta tríó til Brasilíu? (3) 31. Óveðursföt, enda úrkomuský á himni (10) 33. Er geitaglundur góður árbítur? (12) 35. Minnast tröppu eftir átökin (7) 36. Huðnuhlaupið er hnossgæti (14) 39. Bjarga sér vegna klæða (6) 40. El draum um sexfætlu sem undan svíður (7) 41. Systkinasöngvar um skyldan lagabálk (8) 42. Sé vofu hvar ljóss er vant (6) Lóðrétt 1. Slá og drepa í hrönnum (9) 2. Borðaðir bálskotinn (9) 3. Verður rugl rakið til þess sem er á lausu? (10) 4. Belgbræður tengjast kynlegum böndum (9) 5. Fer um alla mýri, þar eru hálmstrá (9) 6. Ójöfnur földu hans kúr (7) 7. Ómegð út á krít (8) 8. Nokkurnveginn komið á kné (8) 9. Skammir fyrir hálstau, enda snurða þar á (8) 10. Slompuð leysir yfirvegaðar deilur (8) 17. Snæði kringlu í mat hjá Artúri (10) 18. Grilli rifin í seiðakörin (10) 19. „Muna gamma“ segir umhyggjusöm æðarkolla (9) 21. Síða, fersk, fyrir bóg (7) 22. Uppreisnargjörn vill ekki selskap (12) 23. Löng leggja á ráðin um net fínna rása (11) 24. Hleyp nakinn með ávöxt í afturendanum (6) 26. Hví skyldi blondína einblína á sviðsljós? (11) 28. Giskaðu á flekkóttu (7) 32. Drottinn sveik Gulla (7) 34. Sting Nóa langt norður í Vesturheimi (6) 37. Muna hása mára (4) 38. Át bola og líkaði vel (4) Vegleg verðlaun Lausnarorð Ef bókstöfunum í skyggðu reitunum er raðað rétt saman birtist þjóðleið. Sendið lausnarorðið í síðasta lagi 1. ágúst næstkomandi á krossgata@frettabladid.is merkt „28. júlí“. Lausnarorð síðustu viku var Vikulega er dregið úr inn- sendum lausnarorðum og fær vinningshafi eintak af bókinni Eldar kvikna frá Forlaginu. Vinningshafi síðustu viku var Anna S. Hróðmarsdóttir, Reykjavík, og getur hún vitjað vinningsins í afgreiðslu 365, Skaftahlíð 24. S A M K Y N H N E I G Ð 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 Á þessum degi fyrir réttum 98 árum, hinn 28. júlí árið 1914, lýsti Austurríki-Ungverjaland yfir stríði á hendur Serbíu eftir stig- magnandi deilur sem höfðu hel- tekið stórveldi Evrópu. Eftir það blossaði upp allsherjarstyrjöld þar sem Austurríki-Ungverjaland ásamt Þjóðverjum stóðu saman gegn Bretum, Frökkum, Rússum og Serbum í hildarleik af áður óþekktri stærðargráðu. Segja má að litla þúfan sem velti hlassinu hafi verið ungur Bosníu- serbi að nafni Gavrilo Princip. Princip, sem var félagi í þjóðern- ishreyfingunni Svörtu hendinni, réði Frans Ferdinand, ríkiserfingja Habsborgarættarinnar og austur- rísk-ungverska keisaradæmisins af dögum. Slavneskir þjóðernis- sinnar á Balkanskaga stefndu að því að frelsa slava undan ánauð Habsborgara og stofna sambands- lýðveldi suður-slava. Austurríki-Ungverjaland leit á vígið sem árás á keisaradæmið og hugðist nýta sér tækifærið til að brjóta hina óstýrilátu Serba niður í eitt skipti fyrir öll og hafði tryggt sér liðsinni Þjóðverja til þess. Serbum voru kynntir úrslita- kostir, sem í raun var ekki hægt að gangast við. Kom enda á dag- inn að þó að Serbar sættu sig við flestar kröfurnar, settu þeir fyrir- vara við tvö ákvæði. Það reyndist nóg til þess að Franz Jósef keisari lýsti yfir stríði hinn 28. júlí, mánuði eftir morðið á syni hans. Vilhjálm- ur Þýskalandskeisari var að vísu þeirrar skoðunar að Serbar hefðu gengið nógu langt í eftirlátssemi, en boð hans bárust of seint og stríð var skollið á. Sprengjum tók að rigna yfir Bel- grad, höfuðborg Serbíu, daginn eftir. Rússar, frændþjóð Serba, sendu heri sína í átt að átakasvæð- um. Þá sáu Þjóðverjar að vonir þeirra um að enginn myndi blanda sér í slaginn urðu að engu. Þeir lýstu því yfir stríði á hendur Rúss- um og Frökkum og réðust í gegn- um Belgíu til að ná til þeirra síðar- nefndu. Það varð til þess að Bretar, bandamenn Frakka, lýstu yfir stríði á hendur Þjóðverjum og eins og hendi væri veifað logaði Evrópa í styrjöld stórveldanna. Deilurnar breiddust út um allan heim þar sem Ottómanaveldið og Búlgarar tóku stöðu með miðveld- unum og Bandaríkin síðar með bandamönnum. Alls tóku 32 ríki þátt í heimsstyrjöldinni sem stóð allt fram í nóvember 1918. Þegar yfir lauk lágu 8,5 millj- ónir hermanna í valnum og þrett- án milljónir óbreyttra borgara, hið minnsta. - þj Heimild: Brittanica. Í ÞÁ TÍÐ: Árið 1914 Austurríki-Ungverjaland lýsir yfir stríði á hendur Serbum Fyrsta skrefið í átt að allsherjarheimsstyrjöld var tekið þegar Austurríki- Ungverjaland lýsti yfir stríði á hendur Serbíu eftir stigmagnandi deilur. MILLJÓNAMANNFALL Hér sjást franskir hermenn geysast upp á vígvöllinn við Verdun. Þar létust rúmlega 700.000 hermenn áður en yfir lauk. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.