Fréttablaðið - 28.07.2012, Síða 58

Fréttablaðið - 28.07.2012, Síða 58
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR30 Hvað heitir þú fullu nafni? Haukur Óli Jónsson. Hvað ertu gamall? Ég er fjög- urra ára. Ertu mikill lestrarhestur? Mér finnst rosalega gaman að skoða bækur og hlusta á sögur. Hvenær lærðir þú að lesa? Ég kann ekki að lesa enn en ég þekki alla stafina. Manstu eftir fyrstu uppá- haldsbókinni? Þegar ég var lít- ill var ég alltaf að skoða bókina Fjóla á ferð í rigningunni. Hvers lags bækur þykja þér skemmtilegastar? Múmínálf- arnir, Barbapabbi og Tinni. Hvaða bók var lesin fyrir þig síðast? Tinnabókin Dular- fulla stjarnan. Hún var rosa skemmtileg því það voru kóngulær, skip og flugvélar í henni. Líka Rassapólus sem er vondur. Í hvaða skóla gengur þú? Skólinn minn heitir Klettaborg, það er sko leikskóli en svo fer ég í Hamraskóla þar sem systir mín er. Hvað er skemmtilegast í skólanum? Að leika við Kára, Lauga, Mattías og Jóhannes, já og líka Aman og Ingólf Bjarna. Helstu áhugamál? Fótbolti. Mér finnst líka skemmtilegt að hjóla, safna peningum og finna fjársjóð. krakkar@frettabladid.is 30 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Bókaormur vikunnar Hvað ertu gamall? „Ég er alveg að verða 10 ára. Afmælið mitt er 22. ágúst.“ Hvenær kviknaði veiðiáhuginn? „Svona um þriggja ára aldurinn. Afi var alltaf að tala um veiði og leyfði okkur krökkunum að koma með sér í veiðiferðir. Það var mjög gaman.“ Hvenær veiddir þú fyrsta fiskinn og hvar? „Ég hef verið svona 4-5 ára gamall, í stóru vatni sem ég man ekki hvað heitir.“ Hvar er skemmtilegast að veiða? „Í Blikadalsá því að maður veiðir svo mikið af laxi þar.“ Hvers vegna er gaman að veiða? „Maður verður svo stoltur af því að veiða fisk, það er svo gaman að draga inn og sjá hvernig feng- urinn lítur út.“ Hver fer með þér að veiða? „Afi og pabbi eru alltaf til í að skella sér með mér. Stundum kemur Bjarki bróðir minn líka og Arnór Sveinn, en þeir eru svo upptekn- ir í fótboltanum og komast ekki oft.“ Hver er eftirminnilegasta veiði- ferðin? „Það var eftirminni- legt þegar við vorum að veiða á höfninni á Akureyri, ég, pabbi og Bjarki bróðir minn, fyrir nokkrum árum. Það gekk eitt- hvað mikið á þegar við vorum að draga inn og endaði þannig að Bjarki datt í sjóinn og pabbi á eftir honum þegar hann var að reyna að koma Bjarka upp úr. Þetta var mjög fyndið. Svo var líka eftirminnilegt að fá maríu- laxinn í Blikadalsá.“ Hvað er stærsti fiskur sem þú hefur veitt? „Það var sex punda lax sem ég veiddi í fyrra í Blika- dalsá.“ Finnst þér fiskur góður á bragð- ið? „Já mjög góður. Ég elska allan fisk en mest þó silung.“ Hver er uppáhaldsfiskréttur- inn? „Bestur finnst mér nýr fisk- ur soðinn eða grillaður í heilu lagi. Svo finnst mér plokkfiskur góður.“ Gætirðu hugsað þér að vinna í fiskbúð, eða sem sjómaður? „Já hvort tveggja. Í fyrra sótti ég um starf í fiskbúðinni í Kópavogi en var sagt að ég væri of ungur. Þá langaði mig svo mikið að læra að gera að fiskinum. Ég kunni það svona nokkurn veginn en vildi læra að gera það alveg rétt. Ég sæki bara um aftur þegar ég verð aðeins eldri.“ Áttu þér fleiri áhugamál en veið- ar? „Já, íþróttir. Ég æfi fótbolta með Breiðabliki, handbolta með HK og svo er ég í skólahljómsveit Kópavogs og spila á trommur. Mér finnst líka gaman að fróð- leik um allt mögulegt. Síðan á ég tvö dýr – kisuna mína Perlu sem er rúmlega 18 ára gömul og hamsturinn Lubbalínu sem ég fékk í vetur.“ sigridur@frettabladid.is SKEMMTILEGAST AÐ VEIÐA Í BLIKADALSÁ Veiðiáhuginn hjá Einari Braga Aðalsteinssyni kviknaði þegar hann var þriggja ára gamall en maríulaxinn veiddi hann á eftirlætisveiðistaðnum sínum, Blikadalsá. EINAR BRAGI AÐALSTEINSSON „Maður verður svo stoltur af því að veiða fisk, það er svo gaman að draga inn og sjá hvernig fengurinn lítur út.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETURDrengurinn: „Mamma, Þú verður að vekja hann afa?“ Mamman: „Af hverju, góði minn?“ Drengurinn: „Hann gleymdi að taka svefntöflurnar sínar.“ „Eru ekki allar tærnar á mér jafngamlar, mamma?“ spurði Símon litli. „Jú, að sjálfsögðu, væni minn,“ svaraði mamma. „Hvernig stendur þá á því að þær eru ekki allar jafnstórar?“ Kennarinn: „Í hvaða orðflokki er kjúklingur?“ Sigrún: „Kjúklingur er nafn- orð.“ Kennarinn: „Í hvaða kyni?“ Sigrún: „Ja, ef hann fer að gala þegar hann stækkar þá er hann karlkyn.“ BARNADAGUR Í VIÐEY Trúðar heimsækja Viðey á morgun, líka Lalli töframað- ur, Sveppi og Villi. Barnamessa verður í kirkjunni, villiblómavandarkeppni verður háð og leitað að fjársjóðum í flæðarmálinu. Því er gott að taka sigti eða háf með. Á Vísi er hægt að horfa á mynd skreyttan upp lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.