Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.07.2012, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 28.07.2012, Qupperneq 70
28. júlí 2012 LAUGARDAGUR42 „Við erum svo klisjukenndir að það hálfa væri nóg, en það þarf smá pung til að þora þetta,“ segir Bjarni Egill Ögmundsson, eða Bebbi Diamond eins og hann kall- ar sig, trommari glysrokkbandsins Diamond Thunder. Hljómsveitin er skipuð fimm mönnum og búin að vera starfandi frá því í febrúar. „Það er erfitt að finna svona frábæra gaura sem þora að skella á sig ælæner, fara í spandex og láta eins og vitleysingar uppi á sviði, svo það er algjör snilld að við höfum náð saman,“ segir Bjarni. Að því er hann best veit er Diamond Thunder eina glysrokk- band landsins og segir hann þá æsta í að kynna nýja kynslóð fyrir þess- ari frábæru tónlist. „Það vilja allir koma og sjá okkur enda erum við ljónharðir og skelfilega skemmti- legir. Stemningin er líka alltaf ban- eitruð því við erum svo asnalegir og bjánalegir að fólki finnst það mega haga sér þannig líka,“ segir Bjarni. Hljómsveitin hefur dundað sér við að semja eigin lög en stefn- ir þó ekki á neina útgáfu strax. „Ef manni liggur of mikið á verð- ur þetta erfitt og leiðinlegt og um leið og við hættum að hafa gaman af þessu fellur þetta um sjálft sig,“ segir Bjarni og bætir við að þeir stefni ekki á neina heimsfrægð, þó heimsyfirráð séu reyndar á döf- inni. „Ég held að versta hugmynd sem nokkrum hefur dottið í hug sé að ætla að græða peninga á tón- list. Þetta á bara að vera ógeðslega gaman og ef maður græðir á þessu er það bara ógeðslega gaman líka. Við erum ekkert að sækjast eftir því að komast í Séð og Heyrt með fráskilnaðarsögur þó eflaust séu flestir mjög áhugasamir um líf okkar, sérstaklega ástarlíf,“ segir hann. Hliðarsjálf fimmmenninganna, Don Joey, Atli Power, Ingo Poison, Anthony Thunder og Bebbi Dia- mond koma í ljós þegar í spandex- ið er komið og þá er allt leyfilegt en þeir skilja karakterinn þó eftir í búningnum. „Maður verður að fíla sig til að geta gert svona stórkost- lega hluti. Við erum samt ekkert að fara að mæta í þeim gír í 10-11 fyrir hádegi á miðvikudegi. Þá værum við bara flokkaðir sem leiðinlegir fávitar og enginn myndi nenna að tala við okkur,“ segir Bjarni eitur- hress. tinnaros@frettabladid.is PERSÓNAN „Ég mundi eftir hamborgarakryddinu en ekki miðunum,“ segir körfuboltakonan Andrea Ösp Pálsdóttir hlæjandi en hún lagði upp í níu tíma svaðilför ásamt vinkonu sinni Unni Hauksdóttur í gær til Borgar- fjarðar eystri á tónlistarhátíðina Bræðsl- una. Þegar komið var á áfangastað klukkan tvö aðfaranótt föstudags uppgötvuðu þær sér til mikillar skelfingar að miðana vant- aði. „Ekki nóg með það heldur gleymdum við að taka bensín á Egilsstöðum. Við pissuðum einhvers staðar þarna, keyrðum svo fram hjá og vorum á seinustu lítrunum í hlutlaus- um niður brekkuna hingað,“ segir hún um hasar ferðarinnar. „Síðan var svartaþoka á heiðinni og við rétt náðum að komast. Viss- um ekkert hvert við vorum að fara.“ En hvernig ætla stöllurnar að bjarga málunum? „Ég bað bróður minn um að brjótast inn heima hjá mér, ná í miðana og senda þá með flugvél til Egilsstaða. Maður gerir allt fyrir Bræðsluna,“ segir hún yfir sig spennt enda fyrsta skipti vinkvennanna á Bræðslunni. Þær vona innilega að miðarnir skili sér í tæka tíð svo þær nái tónleikum hátíðarinnar en Kiriyama Family og Tilbury spiluðu meðal annarra í gær og Mugison, Fjalla- bræður og fleiri halda uppi stuðinu í dag. Áætluð lending miðans var klukkan fimm í gær og stefndu hressu vinkon- urnar á Egilsstaði. „Maður tekur bara einn sundsprett, nær í miðana og svo er fjandinn laus,“ segir Andrea. - hþt Miðalausar eftir níu tíma ferðalag GLEYMDU MIÐUNUM Andrea Ösp og Unnur dóu ekki ráðalausar þegar þær uppgötvuðu eftir níu tíma keyrslu til Borgarfjarðar eystri að miðana vantaði heldur fengu þá senda með flugvél til Egilsstaða. BJARNI EGILL: STEFNUM EKKI Á HEIMSFRÆGÐ, BARA HEIMSYFIRRÁÐ Allt leyfilegt þegar menn eru komnir í spandexið LJÓNHARÐIR DEMANTAR Bjarni segir þurfa pung í að þora að koma á svið í glysgallanum og fíla sig vel. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Óli Valur Þrastarson Aldur: 29 ára. Starf: Eigandi Ofur hljóðkerfa, plötusnúður og hljóðmaður. Foreldrar: Hin nýfimm- tuga Sigríður Guðlaug Ólafs- dóttir, kennari, og Þröstur Einarsson, verkstjóri hjá HB Granda. Fjölskylda: Ofboðslega trúlofaður Valdísi Helgu Þorgeirsdóttur. Búseta: 108. Stjörnumerki: Sporðdreki. Óli trúlofaði sig á LungA. Styrking • Jafnvægi • Fegurð CC Flax Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri og einkennum breytingaskeiðs Heilbrigðari og grennri konur Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur sem skortir eða hafa lítið af Lignans.** * Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082 ** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University. 1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur Fæst í apótekum, heilsubúðum og Krónunni. www.celsus.is Slegið í gegn í vinsældum, frábær árangur ! Mulin hörfræ – Lignans Trönuberjafræ Kalk úr hafþörungum FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða. „Við erum með mjög skothelt lið og það kemur ekki annað til greina en að fara með sigur af hólmi annað árið í röð,“ segir Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta og fyrir- liði strandhandboltaliðsins Elítan. Elítan keppir á Strandhandbolta- mótinu í Nauthólsvík í dag ásamt 15 öðrum liðum sem flest eru skip- uð handboltamönnum og -konum. „Þarna verða Íslandsmeistararnir í karla og kvennaflokki N1 deild- arinnar og annað handboltafólk úr öllum áttum samankomið. Það er opin skráning á mótið en það er mest handboltafólk sem rottar sig saman og tekur þátt,“ segir Haraldur Þor- varðarson sem er einn skipuleggj- enda mótsins. Undanfarin ár hefur búningakeppni orðið hluti af mótinu og segir Haraldur hana verða veiga- meiri með hverju árinu. „Valsstelp- urnar kalla sig til dæmis Strump- ana svo þær verða þá væntanlega klæddar eins og strumpar,“ segir hann. Bjarki Már segir þá drengi leggja meira upp úr því að sigra mótið en að sigra búningakeppn- ina. „Við erum aðeins búnir að vera að sníða, en ég get ekkert gefið upp um búningana okkar að svo stöddu,“ segir hann. Hann segir Elítufélaga ekki þurfa á því að halda að múta dómurunum í keppninni, en gæti þó trúað að önnur lið muni reyna það til að eiga möguleika á sigri. „Ég efast samt um að það gangi þar sem einn af okkar liðsmeðlimum er að dæma mótið,“ segir hann. Mótið stendur yfir frá 9 til 17 í dag og er öllum velkomið að koma og horfa á. Verðlaunaafhending og lokahóf er svo á Úrillu górillunni í kvöld klukkan 21. - trs Spila handbolta í sandinum HIN EINA SANNA ELÍTA Bjarki Már og félagar í strandhandboltaliðinu Elítunni ætla sér að fara með sigur af hólmi á mótinu, annað árið í röð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.