Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Bílaleigur 31. júlí 2012 178. tölublað 12. árgangur Hvar stöndum við? Við þurfum sátt um gömlu húsin og lóðirnar við Vallarstræti skrifar Torfi Hjartarson. skoðun 16 BER Í BAKSTURINNBerjatíminn er runninn upp fyrr en oft áður sökum veðurblíðu. Nú er um að gera að halda í berjamó og fylla frystinn af bráð-hollum bláberjum. Það er gott að skammta þau í litla poka til að eiga í boost og bakstur. Í slandsmótið í strandhandbolta fór fram á laugardaginn í Nauthólsvík í frábæru veðri. Þetta var níunda árið í röð sem mótið er haldið og er það orðið fastur liður hjá handboltamönn-um og stuðningsmönnum félaganna. Í ár tóku sextán lið þátt og varð lið Elítunn-ar sigurvegari annað árið í röð. Liðið er að mestu leyti skipað leikmönnum úr N1 deildinni, meðal annars leikmönnum úr HK, FH og Aftureldingu. Í öðru sæti varð lið skipað leikmönnum úr HK og þriðjasætið féll í skaut Fálk setja upp mót árið 2004 og það gekk mjög vel. Mótið hefur notið sívaxandi vinsælda síðan þá, bæði hjá leikmönn- um og áhorfendum.“Leikreglurnar eru nokkuð frá-brugðnar hefðbundnum handabolta-reglum. Aðeins fimm spila inn á í einu og er markmaður liðsins þátttakandi í sóknarleiknum. „Ef markmaður skorar fær liðið tvö mörk. Ef lið skorar fallegt mark fær liðið einnig tvöl STRANDHANDBOLTI Í SUMARBLÍÐUNNIBOLTI OG SÓL Níunda Íslandsmótið í strandhandbolta fór fram um helgina. Leikreglurnar eru nokkuð frábrugðnar hefðbundnum handbolta og kynin spila gjarnan saman. Mörg liðanna mæta í skrautlegum keppnisbúningum. SPILAÐ Á STRÖNDDavíð Lúther Sigurðsson og Haraldur Þorvarðar-son eru upphafsmenn strandhandboltans á Íslandi. MYND/VILHELM TEG 3451 - fæst í C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur í stíl á kr. 1.995,- MJÚKUR OG ÞÆGILEGUR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga Boston leður svart, hvítt st. 35-48rautt st. 36-42blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/ i Verð: 11.900 kr. Verð: 10.900 kr. Verð: 6.990 kr. Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is Útsalan er hafin H7 Hö Öflugt höfuðljós fyrir útivistarfólk Verð: 14.450 kr. Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is BÍLALEIGURÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Kynningarblað Á ferðinni og engum háður, fatlaðir á ferðalagi, leiðsagnarkerfi. Vilhjálmur, sölu- og markaðsstjóri Avis, segir það einbeittan vilja starfsfólk f i t ki SÖGULEGUR SIGUR Ragna Ingólfsdóttir varð fyrsti Íslendingurinn til þess að vinna badmintonleik á Ólympíuleikum í gær. Ragna lagði Akvile Stapusaityte frá Litháen í tveimur lotum, 21-10 og 21-16. Ragna mætir Jie Yao frá Hollandi í kvöld í hreinni úrslitaviðureign um sæti í 16 manna úrslitum. Sjá síðu 30. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI RÍKULE GA MYNDS KREYT T NÝ BÓK FRÁ HUGLEIKI VIRKJANAMÁL Landsvirkjun hefur staðið fyrir rannsóknarborun- um við Skarðsfjall í vor, en þar er fyrirhugað að Hvammsvirkjun rísi, verði af þeirri framkvæmd. Virkj- unin, ásamt Holtavirkjun og Urriða- fossvirkjun, er í biðflokki í tillögu um rammaáætlun um vernd og nýt- ingu náttúrusvæða. Virkjanirnar í neðanverðri Þjórsá hafa verið pólitískt bitbein og vakti það nokkur viðbrögð þegar í ljós kom að þær voru færðar úr nýting- arflokki í biðflokk. Rammaáætlun er í atvinnuveganefnd þingsins, en stefnt er að því að afgreiða hana sem fyrst í haust. S v a n d í s S v a v a r s d ó t t i r umhverfisráðherra segir mikilvægt að fara sér hægt á meðan vinnu við rammaáætlun er ekki lokið. „Það er mikilægt að Landsvirkj- un, sveitarfélögin og aðrir sem að málum koma, að því er varðar ákvarðanatöku og leyfisveitingar kringum möguleika rammaáætlun- ar, fari sér hægt, andi með nefinu og bíði eftir því að þingið ljúki sínu mikilvæga verkefni. Mér finnst það vera virðing við það ferli sem er í gangi.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir rannsókn- irnar ekki kostnaðarsamar og að öllum framkvæmdum sé haldið í lágmarki. Verið sé að viðhalda hönn- un og leita leiða til að gera virkjan- irnar arðbærari. Ráðherrar hafa að undanförnu kallað eftir því að rammaáætl- unar verði beðið þegar kemur að framkvæmdum tengdum virkjun- um. Hörður segir þessa vinnu ekki ganga gegn því. „Það liggja miklir fjárhagslegir hagsmunir til dæmis í því að viðhalda hönnun, að tryggja að það sem hefur verið ráðist í glat- ist ekki, verði farið í virkjanirnar.“ Boranirnar hafa farið fram í sam- ráði við Skipulagsstofnun og land- eigendur. Markmiðið er að kanna gæði bergs á stöðvarhúsalóð og möguleika á að lengja frárennslis- skurð virkjunarinnar niður fyrir Ölmóðsey. „Með þessu yrði hægt að draga úr neikvæðum umhverf- isáhrifum Hvammsvirkjunar ef hún verður byggð því umhverfi við Ölmóðsey yrði ekki raskað,“ segir í svari Landsvirkjunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Þá segir að við yfirferð tilhög- unar og hönnunarforsenda virkjan- anna hafi komið í ljós að virkjanirn- ar geti orðið enn arðsamari en ætlað var. Hægt sé að lækka kostnað á hverja orkueiningu við Hvamms- og Holtavirkjun um 8 prósent. - kóp Borað vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár Rannsóknarboranir vegna stöðvarhúss Hvammsvirkjunar og lengri frárennslis- skurðar fóru fram í vor. Virkjunin er í biðflokki í tillögu að rammaáætlun. SJÓNVARP Grínhópurinn Mið- Ísland hélt til Danmerkur í morg- un á vegum framleiðslufyrir- tækisins Douglas Entertainment. Hópurinn dvelur í Danmörku í viku og hittir þar forsvarsmenn Douglas Entertainment ásamt því að taka upp grínatriði sem verða sýnd í þættinum FunnyHaHa TV á sjónvarpsstöðinni Zulu. Halldór Halldórsson, meðlimur Mið-Íslands, segir að hjólin hafi farið að snúast eftir frægt atriði hópsins um Andrés Önd, sem sló í gegn á netinu í vetur. „Upphaf- lega stóð til að við yrðum með einn sketch í hverjum þætti serí- unnar,“ segir Halldór. „Hvort það haldi verður bara að koma í ljós.“ - afb / sjá síðu 34 Íslenskt grín í útrás: Mið-Ísland í dönskum þætti Ferðamenn í stað söngs Söngkona Vicky rekur veitingastað á sveitabæ móður sinnar undir Eyjafjöllum. popp 34 Tal og tónar í Skálholti 17. aldar tónlist fær að hljóma á fyrsta viðburði endurreistrar Þorláksbúðar. tímamót 22 Túnisar þrælgóðir Guðmundur Guðmundsson segir að spila þurfi fasta vörn gegn Túnisum í dag. sport 30 veðrið í dag SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM A-til í dag, hálfskýjað V-til framan af degi en dregur fyrir síðdegis. Stöku síðdegisskúr V-til og dálítil súld við SA-stöndina. Hiti 10-18 stig. VEÐUR 4 13 14 16 11 14 STJÓRNMÁL Áform kínverska fjár- festisins Huang Nubos um upp- byggingu á Grímsstöðum á Fjöll- um verða rædd í ríkisstjórn í dag að ósk Ögmund- ar Jónassonar innanríkisráð- herra. Ögmundur hefur sagt að hann vilji koma í veg fyrir það að hluti af Grímsstöðum verði leigður Huang til afnota til fjöru- tíu ára. Málið hefur frá upp- hafi verið við- kvæmt í stjórn- arliðinu og valdið titringi í ríkisstjórnar- samstarfinu. Í samtali við Fréttablaðið í dag veltir hann upp þeirri spurningu hvað sé ólíkt með Grímsstaðamálinu og Magma-málinu svokallaða. - sh, kóp / sjá síðu 10 Enn deilt um Grímsstaði: Ræða Nubo í ríkisstjórn í dag ÖGMUNDUR JÓNASSON HUANG NUBO

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.