Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 21
BÍLALEIGUR
ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 2012 Kynningarblað Á ferðinni og engum háður, fatlaðir á ferðalagi, leiðsagnarkerfi.
Á undanförnum árum hefur Avis verið einn stærsti kaupandi nýrra bifreiða
á Íslandi og er með yfir sextíu
tegundir bifreiða til útleigu, allt
frá smábílum til fjórtán manna
bíla. „Frá 1962 hafa einkunnar-
orð Avis verið „Við gerum betur“
en í þessum orðum er fólgin sú
sannfæring að gott samband við
viðskiptavini byggi á einbeittum
vilja fyrirtækisins til þess að
„gera betur“, bæði hvað varðar
þjónustu og fagmennsku,“ segir
Vilhjálmur Sigurðsson, sölu- og
markaðsstjóri hjá Avis.
AVIS býður upp á leigustöðv-
ar á öllum helstu þéttbýliskjörn-
um á Íslandi. „Það er alltaf verið
að skoða möguleikana á að fjölga
leigustöðvum okkar um landið
enn frekar. Viðskiptavinir Avis
geta því auðveldlega fengið bíl
á einum stað og skilað honum á
öðrum.“
Fyrirtækjaþjónusta Avis er
sniðin að þörfum hvers fyrir-
tækis fyrir sig. „Fyrirtækin eru
eins misjöfn og þau eru mörg,
við skoðum þarfir fyrirtækjanna
í bílamálum og sérsníðum lausn
fyrir hvert og eitt. Þetta er sveigj-
anleg og áreiðanleg þjónusta þar
sem viðskiptastjóri Avis finnur
bestu lausnina fyrir fyrirtækin
hverju sinni. Fyrirtæki geta yfir-
leitt sparað kostnað með því að
leigja bílana í stað þess að eiga
þá,“ segir Vilhjálmur.
Langtímaleiga Avis er þægi-
legur, sveigjanlegur og um-
fram allt skynsamlegur kost-
ur þegar kemur að rekstri bif-
reiða. „Í langtímaleigu hjá
AVIS fæst nýr eða ný-
legur bíll, það er engin
útborgun og engin
endursöluáhætta.
Til dæmis er verð á
smábíl í langtíma-
leigu um 49 þúsund
á mánuði og þá eru
bifreiðagjöld, trygging-
ar, sumardekk og vetrar-
dekk, dekkjaskipti, olíuskipti og
allt hefðbundið viðhald og tutt-
ugu þúsund kílómetra akstur á
ári innifalið. Þeir sem eru með
langtímaleigusamning við Avis
geta svo hvenær sem er á samn-
ingstímanum fengið stærri eða
minni bíla á sérkjörum allt eftir
því hvað hentar. Fólk getur því
verið á ódýrum og sparneytnum
fólksbíl en fengið svo stærri bíl
í nokkra daga hvort sem það er
fyrir ferðalag eða flutninga. Þegar
tekinn er saman allur kostnaður
við rekstur og kaup á bíl þá kemur
í ljós að það borgar sig í f lestum
tilvikum að leigja bíl frekar en að
kaupa hann.“
Í langtímaleigu Avis er hægt að
leigja bílinn í eitt til þrjú ár. Einn-
ig er boðið upp á styttri leigur eins
og til dæmis vetrarleigu en það er
góður kostur fyrir þá sem
eru í eða vinna við skóla,
v inna við vetrartengt
starf eða vilja einfald-
lega heilsusamlegri lífs-
stíl á sumrin.
Umhverf ismál eru
ofarlega í huga hjá fyr-
irtækinu og er ráðgert
að fyrirtækið fái um-
hverfisvottun ISO 14001
í haust en unnið hefur
verið að innleiðingunni
undanfarið ár. „Avis bíla-
leiga leggur mikla áherslu
á að kaupa inn sem mest af vist-
vænum bifreiðum enda kraf-
an um slíka bíla alltaf að aukast.
„Viðskiptavinir okkar hugsa mun
meira um eldsneytiseyðslu og
mengun bifreiða í dag en þeir
gerðu áður fyrr. Við erum því stolt
af því að geta sagt að í dag eru 25
prósent allra fólksbíla okkar vist-
vænir.“
Fyrirtækið býður upp á fjórar
stærðir af sendibílum til leigu sem
henta fyrirtækjum jafnt sem ein-
staklingum að leigja. Leigutím-
inn er mjög sveigjanlegur en hægt
er að leigja þessa bíla frá fjórum
klukkustundum til 36 mánaða.
„Í þjónustuveri okkar starfar
frábært og reynslumikið starfsfólk
sem sér um að bóka bílinn hvort
sem þig vantar bíl innanlands
eða erlendis. Ef fólk er á leið til út-
landa getur það haft samband við
okkur og við bókum bíl í viðkom-
andi landi. Við sjáum í raun um
allt sem snýr að bílnum í ferða-
laginu.“
Það borgar sig að leigja bíl hjá
AVIS frekar en að kaupa sér bíl
Avis er ein stærsta og þekktasta bílaleiga í heimi og rekur yfir 5.300 leigustöðvar í 166 löndum. Á Íslandi er Avis önnur stærsta
bílaleiga landsins með um 1.600 bifreiðar af öllum stærðum og gerðum.
Vilhjálmur, sölu- og markaðsstjóri Avis, segir það einbeittan vilja starfsfólks fyrirtækisins að gera alltaf sitt besta í þjónustu við viðskiptavini. MYND/ERNIR