Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 19
BER Í BAKSTURINN Berjatíminn er runninn upp fyrr en oft áður sökum veðurblíðu. Nú er um að gera að halda í berjamó og fylla frystinn af bráð- hollum bláberjum. Það er gott að skammta þau í litla poka til að eiga í boost og bakstur. Íslandsmótið í strandhandbolta fór fram á laugardaginn í Nauthólsvík í frábæru veðri. Þetta var níunda árið í röð sem mótið er haldið og er það orðið fastur liður hjá handboltamönn- um og stuðningsmönnum félaganna. Í ár tóku sextán lið þátt og varð lið Elítunn- ar sigurvegari annað árið í röð. Liðið er að mestu leyti skipað leikmönnum úr N1 deildinni, meðal annars leikmönnum úr HK, FH og Aftureldingu. Í öðru sæti varð lið skipað leikmönnum úr HK og þriðja sætið féll í skaut Fálka, sem er lið skipað leikmönnum úr Gróttu. Upphafsmenn strandhandboltans á Íslandi eru félagarnir Haraldur Þor- varðarson og Davíð Lúther Sigurðsson. Haraldur spilaði sem atvinnumaður í handbolta í Þýskalandi í nokkur ár og kynntist íþróttinni þar. „Ég bjó í fimm ár í Þýskalandi meðan ég var atvinnu- maður í handbolta. Strandhandboltinn var alltaf spilaður á sumrin þar í landi og í raun víða í Evrópu, til dæmis í Danmörku og Noregi. Íþróttin hefur aldrei verið spiluð hér enda lítið um strandvelli. Við félagarnir ákváðum að setja upp mót árið 2004 og það gekk mjög vel. Mótið hefur notið sívaxandi vinsælda síðan þá, bæði hjá leikmönn- um og áhorfendum.“ Leikreglurnar eru nokkuð frá- brugðnar hefðbundnum handabolta- reglum. Aðeins fimm spila inn á í einu og er markmaður liðsins þátttakandi í sóknarleiknum. „Ef markmaður skorar fær liðið tvö mörk. Ef lið skorar fallegt mark fær liðið einnig tvö mörk. Að öðru leyti gilda svipaðar reglur, það má til dæmis ekki hlaupa og bara taka þrjú skref. Leikmenn eru þó lítið að drippla boltanum enda býður sandurinn ekki beint upp á það.“ Um kvöldið var lokahóf haldið á Úrillu Górillunni þar sem verðlaun voru veitt, meðal annars fyrir besta leik- manninn í karla- og kvennaflokki. Und- anfarin ár hefur það færst í vöxt að liðin keppi í sérstökum búningum. Haraldur segir stelpurnar yfirleitt metnaðarfyllri þegar kemur að búningum. „Liðin hafa mætt í Avatar búningum og sem skjald- bökur. Það setur mjög skemmtilegan svip á keppnina á hverju ári.“ STRANDHANDBOLTI Í SUMARBLÍÐUNNI BOLTI OG SÓL Níunda Íslandsmótið í strandhandbolta fór fram um helgina. Leikreglurnar eru nokkuð frábrugðnar hefðbundnum handbolta og kynin spila gjarnan saman. Mörg liðanna mæta í skrautlegum keppnisbúningum. SPILAÐ Á STRÖND Davíð Lúther Sigurðsson og Haraldur Þorvarðar- son eru upphafsmenn strandhandboltans á Íslandi. MYND/VILHELM TEG 3451 - fæst í C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur í stíl á kr. 1.995,- MJÚKUR OG ÞÆGILEGUR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Boston leður svart, hvítt st. 35-48 rautt st. 36-42 blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Verona svart, hvítt st. 36-41 Amsterdam leður m/míkrófíber sóla svart, hvítt st. 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/microfib og rúskinnssóla st. 36-42 Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 • www.friendtex.is • soo.dk Opið mán. – fös. kl. 11–18. Lokað á laugardögum Verð: 11.900 kr. Verð: 7.990 kr. Verð: 8.600 kr. Verð: 10.900 kr. Verð: 7.690 kr. Verð: 6.990 kr. Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Útsalan er hafin H7 Hö Öflugt höfuðljós fyrir útivistarfólk Verð: 14.450 kr. Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Laugavegi 178 - Sími: 568 9955 www.tk.is ÖÐRUVÍSI LEIKREGLUR „Ef markmaður skorar fær liðið tvö mörk. Ef lið skor- ar fallegt mark fær liðið einnig tvö mörk.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.