Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGBílaleigur ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 20126 Þet ta er eng in n venju leg u r bí l l heldur sá f yrsti sem gerður var með skotheldum glerjum og ýmsum lúxusútfærslum sem þekktust ekki á þeim tíma. Bíllinn var málað- ur grænn og svartur í stíl við lögreglubifreiðar í Chicago árið 1928 og var útbúinn útvarpsrás þar sem hægt var að fylgjast með ferðum lög- reglunnar og sírenu. Bíllinn var fóðraður með stáli til að vernda foringjann gegn skotárásum. Þá voru gluggarnir útbúnir þannig að hægt var að opna lúgu á þeim sem passaði fyrir byssuhlaup. Bíllinn á mikla sögu, var meðal annars notaður til að flytja Franklin Roosevelt, forseta Bandaríkjanna, þegar hann fór til Georgíu en stjórnvöld óttuðust um líf hans í þeirri ferð. Mörgum þótti hneykslanlegt að nota bíl glæpaforingja í þeim tilgangi. Al Capone er þekktasti glæpa- foringi sem uppi hefur verið. Hann var fæddur 1899 og varð for- ingi glæpagengja ungur að árum. Hann ólst upp í Brook- lyn í New York en eftir að hann f lutti til Chicago árið 1919 þénaði hann ótrúlega á áfengissmygli á bannárunum. Þá var hann ábyrgur fyrir fjölda morða en þegar hann loks náðist árið 1931 var hann handtekinn og dæmdur fyrir skattsvik. Al Capone lést í Flórída árið 1947. Bíll Capone er vel þekktur meðal safnara og víst þótti að mikill spenningur yrði vegna sölunnar. Ekki kemur fram hver kaupandinn er. Annar þekktur fornbíll var seldur á uppboðinu á laugardag. Það var Duesenberg Model SJ Convertible Victoria árgerð 1930, afar fallegur bíll sem var í eigu Pauls Whiteman, hljómsveitar- stjórans kunna. Hann fór á met- verði eða 957 þúsund Banda- ríkjadali, næstum 117 milljón- ir íslenskra króna. Þeir sem vilja skoða fallega bíla sem seldir verða á næstunni geta farið inn á síðuna www.rmauctions.com. Lúxusbíll Als Capone seldur Cadillac V-8 frá árinu 1928, sem var í eigu glæpaforingjans Als Capone, var seldur á uppboði hjá RM uppboðshaldaranum í Michigan í Bandaríkjunum á laugardag fyrir næstum 42 milljónir íslenskra króna. Al Capone er einn frægasti glæpafor- ingi sem uppi hefur verið. Glæsivagn Als Capone, Cadillac V-8, árgerð 1928. Ertu á leiðinni til útlanda? Pantaðu ódýra bílaleigubílinn hér heima í síma 562 6060 eða á budget.is og gerðu ferðina dýrmætari. www.budget.is Dýrmæt ferð Ódýrbílaleigubíll Flest ir Íslendingar hafa kynnst GPS leiðsagnarkerf-um í bílum undanfarin ár. Búnaðurinn þykir bráðnauðsyn- legur á ferðalögum erlendis þegar bíll er tekinn á leigu, hvort sem keyrt er í stórborg eða um sveit- ir í fjarlægum löndum. Stór hluti erlendra ferðamanna sem leigir bílaleigubíl hérlendis notar einn- ig slíkt tæki á ferðum sínum um landið. Þótt búnaðurinn hafi verið not- aður mikið meðal almennings undanfarin tíu ár er saga GPS leið- sagnarkerfisins mun eldri. Banda- ríska fyrirtækið Etak var fyrsta fyrirtækið sem setti leiðsagnar- kerfi fyrir bifreiðar á markað til almennra nota en árið 1985 var kynnt til sögunnar fyrsta leiðsagn- arkerfið sem studdist við gervi- hnetti. Maðurinn á bak við upp- finninguna hét Steven Lobbezoo og kallaði hann tækið sitt Homer eftir sambærilegu tæki úr James Bond bíómynd. Bæð Mitsubishi Electric og Pioneer eigna sér þó heiðurinn af fyrsta leiðsagnarkerfinu sem studdist við GPS tæknina. Það var árið 1990 en fimm árum síðar kynnti bandaríski bílaframleið- andinn General Motors fyrsta GPS leiðsagnarkerfið sem byggt var í bíla. Um var að ræða kerfið GuideStar sem byggt var í Olds- mobile bifreiðar sem fyrirtækið framleiddi. Það var þó ekki fyrr en árið 2000 sem leiðsagnarkerf- in tóku stökk fram á við og hefur þróunin verið hröð undanfarin ár. Kortin sjálf eru miklu fullkomnari og hægt er að nálgast ýmsar gagn- legar viðbótarupplýsingar þar inni. Það er einnig hægt að horfa á sjónvarp í gegnum sum leiðsagn- arkerfin eða horfa á DVD myndir. Sum kerfin er jafnvel hægt að sam- þætta við GSM síma og fundabók- unarkerfi. Leiðsagnarkerfin búa einnig yfir miklum upplýsingum um akstur viðkomandi bíls, til dæmis hversu langt er keyrt og á hvaða hraða. En þótt leiðsagnarkerfin spari yfirleitt mikinn tíma og þæg- indi geta þau stundum komið bíl- stjórum í mikinn vanda. Mörg umferðarslys hafa verið rakin til rangra leiðbeininga frá leiðsagn- arkerfum auk þess sem upplýs- ingar vantar stundum inn í kerf- in. Þannig þekkjast dæmi þess að vegir og lestarteinar séu ekki merkt rétt inn í leiðsagnarkerf- in með þeim afleiðingum að slys hafa orðið. Einnig geta bílstjórar fengið villandi upplýsingar þegar vegaframkvæmdir standa yfir, til dæmis þegar vegum er lokað tíma- bundið. Leiðsagnarkerfi eru nauðsynleg Margir ferðalangar nýta sér GPS leiðsagnarkerfi þegar þeir leigja bílaleigubíl. Þau geta sparað mikinn tíma og aukið öryggi á ferðum erlendis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.