Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 8
31. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður Sími 555 3100 www.donna.is „Enn einn heitur dagur“ Fáðu gust úr vandaðri Honeywell viftu Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn láttu okkur vakta heimilið Farðu áhyggjulaus í fríið Góð ráð frá Trausta á facebook.com/oryggi Fáðu tilboð í Heimaöryggi á oryggi.is eða í síma 570 2400 FRÉTTASKÝRING: Áhugi Huang Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum Áhugi kínverska fjárfestis- ins Huang Nubos á kaupum á Grímsstöðum á Fjöllum undir ferðamannaaðstöðu hefur verið ríkisstjórn Íslands vandræðamál. Inn- anríkisráðherra hefur reynt að stöðva málið en samráð- herrar hans hafa verið því fylgjandi. Ræða á málið í ríkisstjórn í dag. Sala jarðar á Norðausturlandi ætti ekki, undir eðlilegum kringum- stæðum, að vera mál sem veldur ríkisstjórn Íslands vandræðum. Fyrirætlanir kínverska fjárfest- isins Huang Nubos um uppbygg- ingu ferðamannastaðar á Gríms- stöðum á Fjöllum hefur hins vegar verið ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hausverkur og til- efni til umræðu um mun stærri mál en uppbyggingu á svæðinu. Fregnir bárust af því í fyrra að Huang Nubo hefði áhuga á að festa kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Kaupverðið var í áður óþekktum hæðum, um einn millj- arður íslenskra króna. Ekki skemmdi fyrir áhuganum að fyrirætlanir hans voru stór- tækar. Á teikniborðinu er 100 herbergja lúxushótel, 100 her- bergja fjölskylduhús, hestabú- garður og golfvöllur á Fjöllum. Í Reykjavík vill hann síðan reisa 300 herbergja hótel. Rætt hefur verið um að áformin fyrir norðan ein og sér kosti rúmlega 16 millj- arða króna. Ríkisborgararéttur eða búseta Íslensk löggjöf hefur áratugum saman verið sniðin að því að koma í veg fyrir að útlendingar eignist hér landsvæði. Í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, frá 1966, er kveðið á um að enginn megi öðl- ast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum hér á landi nema vera íslenskur ríkisborgari eða með lög- heimili á Íslandi. Sé félag stofnað um starfsemina verða allir í því að vera íslenskir ríkisborgarar, eða að hafa haft lögheimili hér á landi sam- fellt í að minnsta kosti fimm ár. Þegar Ísland gekk í EES árið 1993 var þessum lögum breytt þannig að sömu ákvæði giltu fyrir íbúa EES- svæðisins og Íslendinga. Hægt er að gefa undanþágu frá þessari almennu reglu og er það á forræði innanríkisráðherra, en hann hafnaði slíkri beiðni í nóvem- ber. Árið 2010 setti Alþingi lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. Þar eru ýmis skilyrði sett um veitingu ívilnana, en þær fel- ast í undanþágu frá fyrrgreindum lögum. Til að flækja málið enn frekar snerta önnur lög þetta mál, eða lög um einkahlutafélög frá 1994. Tvö íslensk félög Huangs hafa sótt um undanþágu frá búsetuskilyrðum í þeim lögum og hefur efnahags- og viðskiptaráðuneytið veitt hana. Ögmundur segir nei Eins og fyrr segir hafnaði Ögmund- ur Jónasson innanríkisráðherra beiðni um undanþágu frá lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. Hann sagðist einungis fylgja lögun- um við ákvörðun sína, en hafði þó ekki farið dult með andstöðu sína við áformin. Ekki var að heyra á honum að hann teldi málið eiga eftir að hafa áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég held að það geti ekki truflað stjórnarsamstarfið þótt farið sé að íslenskum lögum,“ sagði hann í sam- tali við Fréttablaðið og kallaði eftir sanngirni í mati á ákvörðun sinni. Engu að síður fór þó svo að málið olli titringi í ríkisstjórn. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði Ögmund styðjast við þrönga lagatúlkun. „Ákvörðunin veldur mér vonbrigðum,“ sagði hún við Vísi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra sagði í kjölfar ákvörðunarinn- ar að það væri ekkert leyndarmál að fullt af fólki innan Samfylking- arinnar væri orðið pirrað á sam- starfinu. Árni Páll Árnason, þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði ákvörðunina vekja spurningar um ríkisstjórnarsamstarfið. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist ósammála ákvörðuninni, en málið mundi ekki sprengja ríkis- stjórnina. Ekki spöruðu þingmenn Samfylk- ingarinnar þó stóru orðin. „Þetta er brjáluð ákvörðun tekin í forherðingu af ráðherra sem lík- lega er vanhæfur í málinu vegna fyrri yfirlýsinga,“ sagði Sigmund- ur Ernir Rúnarsson. Kristján Möll- er sagði Ögmund vanhæfan og að ákvörðunin hefði áhrif á stuðning hans við ríkisstjórnina. „Þessi kross fer í kladdann og ég veit ekki hvað það er pláss fyrir marga krossa í viðbót þar.“ Varað við öðrum leiðum Fljótlega eftir ákvörðun Ögmundar kom til tals að ýmsar leiðir væru færar í málinu, til dæmis sú sem nú er verið að fara með leigu á landinu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði það jákvæðar fréttir, reynt yrði að leiðbeina Huang í gegnum íslenskt lagaumhverfi. Ögmundur var ósáttur við þá yfir- lýsingu og sagðist, í samtali við Rík- isútvarpið, vonast til að ekki væri verið að leiðbeina fjárfestinum framhjá íslenskum lögum. Það vakti aftur reiði iðnaðarráðherra sem sagði um þau ummæli við Frétta- blaðið 5. desember: „Ég verð að segja alveg eins og er að ég varð undrandi á þeim, að hann skuli ætla okkur að gera eitt- hvað slíkt og skuli ákveða að dylgja um slíkt án þess að tala við kóng eða prest áður en það er gert.“ Ljóst má því vera að málið hefur lengi valdið titringi í stjórnarsam- starfinu og gæti gert enn. Vandræðamál fyrir ríkisstjórnina Málið verður á dagskrá ríkisstjórnar í dag, að ósk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Hann segir að ef menn telji sig nauðbeygða til að veita öllum fyrirtækjum undanþágu frá hinni almennu reglu varðandi kaup eða leigu á fasteignum hér á landi, sé í raun búið að afnema lögin. Þá sé búið að skapa reglu sem geri stjórnvöldum ókleift að beita hinum almennu lögum. En til hvers þá að vera með heimild til veitingar undanþágu, ef beiting hennar hefur jafn alvarleg áhrif? „Það má deila um hvers vegna þessi undan- þáguheimild er veitt. Það kunna að vera hér aðstæður uppi þar sem þú viljir, á málefna- legum forsendum, heimila einhverjum að taka þátt í atvinnustarfsemi hér, á grundvelli sérstakrar undanþágu. Ef síðan er ályktað í kjölfarið á grundvelli jafnræðisreglu að þar með hljótir þú að veita öllum þann rétt; þá hafa lögin ekki lengur gildi.“ Ögmundur spyr hvað sé öðruvísi varðandi hugmyndir kínversks fjárfestis í ferðaþjónustu, eða kaup kanadísks fjárfestis á orkufyrirtæki. „Þegar kanadískur auðmaður, sem átti heima í skúffu í Svíþjóð, fjárfesti í jarðhita- fyrirtæki hér á Suðurnesjum, og þá vísa ég í Magma-málið, þá voru áhöld um hvort heimild hefði verið fyrir slíku. Ef hann nú á grundvelli þessarar lagasetningar hefði sótt um heimild til að gerast íslenskt fyrirtæki, þótt það væri erlent að uppistöðu til, þá væri þessi almenna lagaregla farin.“ Hvað með Magma? spyr ráðherra ÖGMUNDUR JÓNASSON RÍKISSTJÓRN Hugmyndir um uppbyggingu á ferðamannasvæði á Grímsstöðum á Fjöllum verða aftur á borði ríkisstjórnarinnar í dag. Ljóst er að málið hefur lengi verið stjórninni óþægur ljár í þúfu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.