Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 46
31. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR34 „Við bjóðum aðallega upp á nautakjötið okkar því það er kúabú á bænum. Við erum með gúllassúpu, nautasteik, ham- borgara og steikarsamlokur,“ segir Eygló Scheving, söngkona hljómsveitarinnar Vicky, sem hefur lagt hljóðnemann á hill- una að mestu í sumar en hún opn- aði veitingahúsið Gamla fjósið á sveitabæ móður sinnar Hvassa- felli undir Eyjafjöllum af alvöru í vor. Hún rekur staðinn með móður sinni, Heiðu Björgu Scheving, og gerðu þær upp gamalt fjós. „Þetta er ekki eins og hver önnur vegasjoppa heldur upplifun fyrir ferðamenn,“ segir hún og telur að þeir upplifi gamla sveitamenn- ingu staðsettir í fjósi með útsýni yfir nautgripi bæjarins. „Og fá sér svo bita,“ segir hún og hlær. Hljómsveitin Vicky gaf út aðra breiðskífu sína, Cast a Light, í október og hafa lög hennar hljómað í útvarpi en margir ættu að kannast við lagið Feel Good. „Það er rólegra yfir hljómsveit- inni út af þessu og svo flytur Ástrós bassaleikarinn okkar út til Flórída í haust og við ætlum að taka okkur smá pásu,“ segir Eygló. Ekki er vitað hvort tími gefist fyrir kveðjutónleika en hún lofar þrusustuði þegar sveit- in tekur lagið á Þjóðhátíð á laug- ardaginn. Eygló er ekki eini meðlimur Vicky sem dvelur undir Eyja- fjöllum en Karlotta Laufey gítar- leikari stendur vaktina í Gamla fjósinu og Orri trommuleikari býr á næsta bæ. En ætla þau að semja í sveitinni? „Það var hug- myndin en það hefur verið brjál- að að gera. Karlotta og Orri hafa samt samið í skjóli nætur,” segir hún. Matseðill staðarins er fjöl- breyttur og er opið í fjósinu milli klukkan 11 og 22 í sumar. - hþt HELGIN „Planið er að setjast niður og fara yfir málin,“ segir grínistinn Hall- dór Halldórsson. Grínhópurinn Mið-Ísland hélt til Danmerkur í morgun á vegum framleiðslufyrirtækisins Douglas Entertainment, sem er stýrt af grínistanum Casper Christensen, öðrum helmingi Klovn-tvíeykis- ins. Hópurinn dvelur í Danmörku í viku og hittir þar forsvarsmenn Douglas Entertainment ásamt því að taka upp grínatriði sem verða sýnd í þættinum FunnyHaHa TV á sjónvarpsstöðinni Zulu. Halldór vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Fréttablaðið sökum þess hversu skammt það er komið á leið. Hann staðfestir þó að Mið-Ísland hafi setið við skriftir í sumar fyrir verkefnið og að tilgangurinn sé að sýna danskt samfélag í öðru ljósi; nokkurs konar sýn aðkomumanna á landið. „Maður á sem minnst að segja á þessu stigi málsins. En upphaf- lega stóð til að við yrðum með einn sketch í hverjum þætti serí- unnar,” segir Halldór. „Hvort það haldi verður bara að koma í ljós. En þetta er önnur sería af Funny- HaHa TV, og er hún sýnd á sjón- varpstöðinni Zulu.” Nafn þáttarins er dregið af vefsíðu Caspers, þar sem frægt atriði Mið-Íslands um Andrés Önd var birt á sínum tíma. Áhugi Caspers og félaga kom til í kjöl- farið á atriði úr Mið-Íslandsþátt- unum sem voru sýndir á Stöð 2 í vetur. Atriðið fjallaði um harm- ræna dogmamynd byggða á ævin- týrum Andrésar og naut gríðar- legra vinsælda en áhorfin slaga upp í samtals eina milljón á nokkrum vefsíðum. atlifannar@frettabladid.is HALLDÓR HALLDÓRSSON: PLANIÐ AÐ SETJAST NIÐUR OG FARA YFIR MÁLIN Mið-Ísland tekur upp grín fyrir danskt sjónvarp ÍSLENSKT GRÍN Í DANMÖRKU Mið-Íslandshópurinn fór til Danmerkur í morgun þar sem hann hyggst taka upp grín fyrir danskt sjónvarp. Hér er hópurinn ásamt Ragnari Hans- syni leikstjóra. Danski grínistinn Casper Christensen er einn af framleiðendum grínatriðanna sem Mið- Ísland tekur upp úti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Í SVEITASÆLU Eygló Scheving ásamt Karlottu Laufeyju við Gamla fjósið þar sem þær bjóða ferðalanga velkomna með fjölbreyttum matseðli sem fangar sveitasæluna undir Eyjafjöllum. Söngkona Vicky matreiðir í fjósi „Ég skipulegg ásamt öðrum Inniskóinn, raftónlistarhátíð sem byrjar á fimmtudag og stendur yfir alla helgina. Ég verð því á Þýska barnum og síðan ætla ég bara að hafa það kósí í rólegum bænum.“ Pan Thorarensen, raftónlistarmaður. Hlédís Sveinsdóttir er meðlimur í hinu nýstofnaða Valhopparafélagi Íslands. Félaginu er ætlað að fram- kalla bros á vörum félagsmanna enda er ómögulegt að valhoppa í fýlu. „Hugmyndin kom frá Þráni Sig- urðssyni, frænda mínum, í vetur. Ég, hann og systir hans, Matthea, vorum að ræða saman og hann varpaði fram þeirri kenningu að það væri ekki hægt að valhoppa og vera í fýlu. Eftir nokkrar tilraunir komst ég að því að þetta mun vera hverju orði sannara, þetta er bara eins og þyngdarlögmálið; sama hvað þú reynir færðu ekki epli til að detta upp,“ útskýrir Hlédís og bætir við að einkunnarorð félags- ins séu að „skokka skemmtilega“. Innt eftir því hvort fjöldi með- lima Valhopparafélagsins hafi farið vaxandi frá stofnun þess segir Hlédís að það vekji í það minnsta eftirtekt og býður um leið alla velkomna að ganga til liðs við félagið. Enn sem komið er hafa meðlimir félagsins ekki valhoppað saman en ætla að gera það í fyrsta sinn í Reykjavíkurmaraþoninu sem fer fram þann 18. ágúst. Hlé- dís efast um að hún geti valhopp- að alla tíu kílómetrana en ætlar þó að valhoppa inn á milli þess sem hún skokkar. Félagið ætlar sér að styrkja hinn þriggja ára gamla Steinar Mána sem varð fyrir lang- varandi súrefnisskorti við fæð- ingu og hlaut í kjölfarið töluverðan heilaskaða og lága vöðvaspennu. „Ég kynntist mömmu hans þegar ég eignaðist mína stelpu fyrir einu og hálfu ári síðan. Mín dóttir varð líka fyrir langvarandi súrefnisskorti við fæðingu og það var ómetanlegt að fá að tala við foreldri sem skildi mann og stapp- aði í mann stálinu,“ segir Hlédís að lokum. Hægt er að leggja Steinari Mána lið á síðunni Hlaupastyrkur.is með því að heita á Mattheu Sigurðar- dóttur sem hleypur undir núm- erinu 2213. - sm Ómögulegt að valhoppa í fýlu VALHOPPARI Hlédís Sveinsdóttir er meðlimur í hinu nýstofnaða Valhoppara- félagi Íslands. Hér er hún ásamt dóttur sinni, Sveindísi Helgu. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Hrannarbúðin Grundarfirði. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Verslunin Ranglátur, Tálknafirði. Fjölval, Patreksfirði. Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi. Snerpa Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Smárabær, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Valberg, Ólafsfirði. SR Byggingavörur, Siglufirði. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Víkurraf, Húsavík. AUSTURLAND: Tölvulistinn, Egilsstöðum, Kauptún, Vopnafirði. Nettó, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Tölvuþjónusta Benna, Grindavík. Heimilistæki, Reykjanesbæ. Hagkaup, Njarðvík. ÞÚ FÆRÐ MIKIÐ FYRIR LÍTIÐ. HENTA VEL HVORT SEM ER Í STOFUNA, HERBERGIÐ, Á HÓTELIÐ, SUMARBÚSTAÐINN EÐA HJÓLHÝSIÐ. MEÐ DVD SPILARA TILBOÐ 49.990 FULLT VERÐ kr. 59.990 Finlux 22FLX850DVUD 22“ HD LCD SJÓNVARP með DVD spilara, 1366x768p upplausn, stafrænum DVB-T mót- takara og er 12/220v. Fjöldi tengimöguleika m.a. Scart, HDMI, USB marg miðlunartengi, Digital Coax, Heyrnartólstengi og CI rauf fyrir afruglarakort. 12/230v

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.