Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 6
31. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
500 krónur
500 króna afsláttur af bók eða tímariti að eigin
vali þann 31. júlí 2012. Sýnið Vildarkortið eða
gefið upp kennitölu til þess að nýta vildargjöfina.
Gildir aðeins í dag 31. júlí 2012 þegar keypt er fyrir 1.500 eða meira.
10
0P
EN
AV
IS
U
N
3
Góður dagur til að vera í Vildarklúbbunum!
Sem þakklætisvott fyrir góðar viðtökur fá meðlimir í Vildarklúbbi Eymundsson
500 króna afslátt af bók eða tímariti af eigin vali í dag í verslunum okkar.
Hvaða bók langar þig í?
Athugið að þeir sem skrá sig í klúbbinn fá afsláttinn sinn um leið.
FASTEIGNAMARKAÐUR Alls var 88
kaupsamningum þinglýst á höfuð-
borgarsvæðinu frá 20. til 26. júlí.
Á vef Þjóðskrár segir að 64 samn-
ingar hafi verið um eignir í fjöl-
býli, átján um sérbýli og sex um
aðrar eignir en íbúðarhúsnæði.
Heildarvelta var 2.542 milljónir
króna og meðalupphæð á samn-
ing 28,9 milljónir króna.
Þetta er eilítið minna en á sama
tíma í fyrra þegar 109 samning-
um var þinglýst. 108 samningum
hefur verið þinglýst að meðaltali
í viku hverri á höfuðborgarsvæð-
inu síðustu tólf vikur. - þj
Fasteignasala í síðustu viku:
88 kaupsamn-
ingum þinglýst
FASTEIGNIR Alls var 88 kaupsamningum
þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu
viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNSÝSLA Komið hefur verið á
fót verkefnisstjórn þriggja ráðu-
neyta, innanríkis-, velferðar- og
utanríkisráðu-
neytis, um
kortlagningu
og stefnumót-
un í mannrétt-
indamálum.
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir,
þingmaður
Vinstrihreyf-
ingarinnar
græns fram-
boðs, stýrir starfinu, en kynna á
ríkisstjórn áfangaskýrslu í byrj-
un september.
Mannréttindastarf íslenskrar
stjórnsýslu verður kortlagt
og hvernig kröftum Íslands á
erlendri grundu verður best
varið. Þá verður einnig mótuð
stefna um framtíðarskipan
Mannréttindadómstóls Evrópu,
sérstaklega hvernig ákvörðunum
hans verður framfylgt. - kóp
Verkefnisstjórn skipuð:
Kortleggja
mannréttindi
GUÐFRÍÐUR LILJA
GRÉTARSDÓTTIR
SJÁVARÚTVEGUR Stjórnvöld ættu að
tryggja að í framtíðinni hefjist
strandveiðar í ágúst ekki dagana
fyrir verslunarmannahelgi, segir
Arthur Bogason, formaður Lands-
sambands smábátaeigenda.
Mikil óánægja er meðal strand-
veiðimanna með að tímabil strand-
veiða skuli hefjast 1. ágúst, enda
stórar fiskvinnslur lokaðar um
helgina og því líklegt að verð á fisk-
mörkuðum verði lágt.
Arthur segir ljóst að stjórnvöld
hafi engar heimildir til að bregð-
ast við þetta árið, en rétt sé að taka
málið til rækilegrar endurskoðun-
ar fyrir næsta sumar og breyta
reglunum svo veiðarnar hitti ekki
á svo óheppilega daga.
„Við munum reyna að fá ráðu-
neytið í samvinnu við að gera þetta
þannig úr garði að sem minnst
hætta sé á verðföllum af þessu
tagi,“ segir Arthur.
Strandveiðar fara fram fyrstu
dagana í hverjum sumarmánuði,
og hefjast því á morgun, 1. ágúst.
Veiðarnar stöðvast þegar heildar-
afla er náð og klárast því yfirleitt
á nokkrum dögum. Því geta strand-
veiðimenn ekki beðið með að halda
til veiða, enda hætt við að þá verði
lítið til skiptanna ef aðrir fara á sjó.
Arthur segir strandveiðimenn
hafa rætt um að bindast samtökum
um að róa ekki fyrr en eftir versl-
unarmannahelgi. „Ég veit að menn
eru að tala saman, en ég hef ekki
heyrt að það sé neitt samkomu-
lag um það, og ósennilegt að sam-
komulag náist úr því sem komið
er,“ segir Arthur.
Hann segir það huggun harmi
gegn að mögulega verði fiskverðið
á markaði ekki jafn lágt og menn
hafi haldið. „Þetta breytir því ekki
að þetta eru augljóslega ekki heppi-
legustu dagarnir til að róa á,“ segir
Arthur.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu nýverið hafa fjölmargir
strandveiðimenn haft samband
við sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytið og óskað eftir því að
ráðherra fresti strandveiðum þar
til eftir helgi. Til þess hefur hann
enga heimild samkvæmt lögun-
um. Eina úrræði ráðherra til að
hafa slík áhrif væri því væntan-
lega að setja bráðabirgðalög, og
nær útilokað er að það verði gert.
Ekki náðist í Steingrím J. Sig-
fússon, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra vegna málsins
í gær.
brjann@frettabladid.is
Sjómenn vilja breytt
lög um strandveiðar
Breyta ætti lögum um strandveiðar svo veiðidagar hitti ekki á tímabil þar sem
fiskverð er lágt segir formaður smábátasjómanna. Þrátt fyrir viðræður náðist
ekki samkomulag um að fresta strandveiðum þar til eftir verslunarmannahelgi.
VEIÐAR Strandveiðimenn eru í kapphlaupi hver við annan um að ná sem mestum
afla þar til potturinn klárast, og því geta einstakir sjómenn ekki frestað veiðum þar til
eftir helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁNLÖGREGLUMÁL Ráðist var á mann
þar sem hann var að kasta af sér
þvagi á bak við skemmtistaðinn
Happy hour í Þorlákshöfn rétt
fyrir klukkan tvö aðfaranótt
laugardags.
Að sögn lögreglu var árásar-
maðurinn einn á ferð, réðst aftan
að manninum, hafði hann undir
og lét hnefahögg dynja á andliti
hans. Fórnarlambið nefbrotnaði.
Sá sem varð fyrir árásinni
kveðst hvorki hafa þekkt árásar-
manninn né vita hvað honum hafi
gengið til. Hann lýsir árásar-
manninum sem 180 sentimetra
háum, grannvöxnum og bursta-
klipptum í röndóttri skyrtu.
Hann er ófundinn. - sh
Ofbeldismanns leitað:
Pissaði og varð
fyrir líkamsárás
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur dæmdi nýverið erlendan
karlmann á þrítugsaldri í níu
mánaða fangelsi fyrir að koma
fyrir afritunarbúnaði á hraðbanka
í miðborg Reykjavíkur.
Dómurinn féll 20. júlí og hóf
maðurinn afplánun strax í kjöl-
farið. Búnaðurinn fannst tæpum
tveimur vikum fyrr, þann 7. júlí,
að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá lögreglu. Dómurinn hefur
enn ekki verið gerður opinber á
vef Héraðsdóms Reykjavíkur, og
ekki var hægt að nálgast dóminn
í gær þar sem dómstóllinn er lok-
aður vegna sumarfría. - bj
Vildi stela kortanúmerum:
Hlaut 9 mánaða
fangelsisdóm
SAMGÖNGUR Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra hyggst fara
yfir fyrirkomulag öryggisleitar á
Keflavíkurflugvelli til að skera úr
um hvort lengra sé gengið í þessum
málum hér á landi en annars staðar.
Þetta kemur fram í frétt á vefnum
Túristi.is.
Vefurinn hefur undanfarið vakið
athygli á að lengra virðist gengið
í öryggisskoðun á Keflavíkurflug-
velli en víðast hvar annars staðar.
Meðal annars sé þess krafist að
allir farþegar fari úr skófatnaði
þegar farið er í gegnum öryggis-
leit án þess að sérstök krafa sé gerð
til slíks, hvorki hjá flugmálayfir-
völdum í öðrum löndum eða flug-
félögum.
Túristi.is hefur eftir Ögmundi
að hann kannist af eigin raun við
að það sé misjafnt eftir flugvöllum
hvort farþegar séu látnir fara úr
skóm eða ekki við öryggisleit fyrir
flugferð. Því muni hann funda með
Flugmálastjórn og Isavia til að
skera úr um hvort hér sé óþarflega
langt gengið við öryggisleit. Á vefn-
um kemur fram að á Norðurlöndun-
um og á helstu flugvöllum í Evrópu
séu farþegar sjaldnast skyldaðir
til að fara úr skóm. Í Bandaríkjun-
um hafi svo reglur verið rýmkaðar
nýlega þannig að börn yngri en tólf
ára og eldri borgarar yfir 75 ára
aldri þurfa ekki að fara úr skóm. - þj
Innanríkisráðherra um mismunandi fyrirkomulag öryggisskoðunar á flugvöllum:
Fara yfir öryggisleit á Leifsstöð
EFTIRLIT Ráðherra hefur boðað yfirferð á
framkvæmd öryggisleitar í Leifsstöð.
LÖGREGLUMÁL Lögregla handtók
stórtækan þjóf í miðbæ Reykja-
víkur á sunnudagskvöld. Lög-
regla hefur oft þurft að hafa
afskipti af honum vegna þjófn-
aðarmála. Í þetta sinnið er hann
grunaður um þrjú innbrot.
Fyrst barst tilkynning um inn-
brot á hótel og tvær aðrar fylgdu
fljótlega í kjölfarið. Myndir úr
öryggismyndavélum komu lög-
reglu fljótlega á spor mannsins.
Í fórum mannsins, sem er rúm-
lega tvítugur, fannst ýmiss konar
þýfi, svo sem föt og myndavélar. - sh
Grunaður um þrjú innbrot:
Þekktur þjófur
tekinn höndum
Fylgist þú með íslensku kepp-
endunum á Ólympíuleikunum í
Lundúnum?
JÁ 53%
NEI 47%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Finnst þér að hækka eigi
barnabætur og fæðingarorlofs-
greiðslur?
Segðu skoðun þína á Visir.is.
KJÖRKASSINN
Við munum reyna
að fá ráðuneytið í
samvinnu við að gera þetta
þannig úr garði að sem
minnst hætta sé á verðföllum
af þessu tagi.“
ARTHUR BOGASON
FORMAÐUR LANDSSAMBANDS
SMÁBÁTAEIGENDA