Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 23
KYNNING − AUGLÝSING Bílaleigur31. JÚLÍ 2012 ÞRIÐJUDAGUR 3 Bílaleigan Átak var stofn-uð árið 1979 og er ein elsta starfandi bílaleiga lands- ins. Átak hefur alla tíð lagt mikla áherslu á góða þjónustu og sveigj- anleika gagnvart viðskiptavin- um sínum. Jóhannes Sigurðsson, framkvæmdastjóri Átaks, segir viðskiptavini fyrirtækisins alltaf skipa fyrsta sætið. „Við höfum á að skipa framúrskarandi starfsfólki sem er boðið og búið til að aðstoða viðskiptavini okkar og mæta þeim sérkröfum sem þeir óska eftir. Það á sérstaklega við um þann fjölda erlendra ferðamanna sem kemur hingað og dvelur í nokkra daga. Slíkir ferðamenn mega ekki við óþarfa töfum og þá skiptir öllu máli að bregðast hratt og örugg- lega við óskum þeirra.“ Höfuð- stöðvar bílaleigunnar Átaks eru á Smiðjuvegi í Kópavogi en auk þess er fyrirtækið með glæsilega starfs- stöð við Leifsstöð þar sem tekið er á móti erlendum ferðamönnum og íslenskum ferðalöngum. Gott úrval nýrra bíla Átak hefur yfir að ráða fjölbreytt- um bílaf lota sem hentar þörf- um allra viðskiptavina. Bílaleig- an býður upp á úrval smábíla, jepplinga og jeppa og meira að segja litlar rútur og lúxusbíla. Rík áhersla er lögð á gott úrval vel útbúinna bíla. Bílafloti Átaks er að öllum líkindum sá yngsti meðal bílaleiga hérlendis enda eru allir bílar árgerð 2011 og 2012. Bíl- arnir koma frá ýmsum framleið- endum, meðal annars Volkswa- gen, Nissan, Suzuki og Hyundai. „Það eru þó bílar í millistærð eins og jepplingar sem eru vinsælast- ir hjá okkur og þá sérstaklega hjá erlendum ferðamönnum. Við- skiptavinum okkar finnst gríðar- lega mikilvægt að vita til þess hve nýr bílafloti okkar er. Það skiptir miklu máli að þurfa ekki að huga að viðgerðum og viðhaldi á stuttu ferðalagi um landið þegar tíminn er naumur og allir dagar eru vel skipulagðir.“ Ferðamenn losna ekki bara við óþarfa viðgerðir þegar keyrt er um á nýjum bílum heldur skiptir öryggisþátturinn líka mjög miklu. „Það er gríðar- lega mikill munur á nýjum bíl og tíu ára gömlum bíl. Það skiptir því miklu máli fyrir til dæmis fjöl- skyldur sem koma hingað saman og ferðast um landið á misgóðum vegum. Þá er mikið öryggi fólgið í því að vita til þess að bíllinn sé nýr og dekkin góð. Það getur bein- línis verið hættulegt fyrir erlenda ferðamenn að keyra á slæmum vegum hérlendis á lélegum bílum og slæmum dekkjum.“ Íslendingar leigja oftar bíla en áður Stærstur hluti v iðsk iptav ina Átaks eru erlendir ferðamenn. „Flestir v iðskiptavinir ok kar koma yfir sumartímann enda heimsækja f lestir ferðamenn Ís- land á þeim tíma. Þetta er öll f lóran, einstaklingar, vinahóp- ar, hjón eða fjölskyldur. Stærstur hluti þeirra kemur í gegnum er- lendar ferðaskrifstofur.“ En þótt stærstur hluti viðskiptavina sé erlendur færist það sífellt í vöxt að sögn Jóhannesar að Íslend- ingar leigi bíla, bæði til lengri og skemmri tíma. „Íslendingar eru farnir að leigja bíla mun oftar en áður, til dæmis fyrir sumar- leyfi innanlands. Þá er algengt að jepplingar og jeppar séu leigðir enda oft mikill farangur með í för. Að sama skapi fá margir erlenda gesti í heimsókn og þá eru bílar oft leigðir ef sýna á gestum land- ið. Við höfum líka séð vöxt í lang- tímaleigu bíla þar sem Íslend- ingar leigja bíla allt upp í nokkra mánuði.“ Samstarf við tryggingafélögin Átak býður upp á ágætt úrval aukabúnaðar með bílum sínum. Mikið úrval barnabílstóla er í boði fyrir alla aldurshópa og hægt er að leigja lokaðar kerrur fyrir farangur sem er vinsæll kostur fyrir þá sem eru á leið upp á fjöll eða eru fjarri byggðum. „Síðan leigja f lestir erlendir ferðamenn GPS tæki sem hjálpar þeim að rata innanlands.“ Bílaleigan Átak er einnig í samstarfi við öll trygg- ingafélögin hérlendis. Þannig gefst viðskiptavinum trygginga- félaganna kostur á að fá bíl hjá Átaki ef þeir lenda í óhappi og ef þeir eiga rétt á bíl. „Viðskiptavin- ir tryggingafélaganna hafa verið mjög ánægðir með þá þjónustu og sérstaklega í ljósi þess að bílarnir okkar eru alltaf nýir.“ Nýir bílar tryggja öryggi viðskiptavinarins Megináherslur bílaleigunnar Átaks felast í traustri og góðri þjónustu. Bílafloti leigunnar samanstendur einungis af nýjum bílum. Íslendingar nýta sér bílaleigubíla í meira mæli en áður fyrir sumarleyfin og skammtímaleigu yfir vetrartímann. „Viðskiptavinum okkar finnst mikilvægt að vita til þess hve nýr bílafloti okkar er,” segir Jóhannes Sigurðsson, framkvæmdastjóri Átaks . MYND/ERNIR Lokaðar kerrur eru vinsælar í lengri ferðir. Átak býr yfir fjölbreyttum bílaflota sem hentar þörfum allra viðskiptavina. Átak leigir „Tengdamömmubox”. Smábílar eru vinsælir í styttri og lengri ferðir. Jepplingar búa yfir góðu farangursplássi. Jeppar eru vinsælir í fjallaferðir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.