Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.07.2012, Blaðsíða 4
31. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR4 GENGIÐ 30.07.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 209,0575 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,25 121,83 190,43 191,35 148,83 149,67 20,006 20,124 20,006 20,124 17,799 17,903 1,5501 1,5591 182,81 183,89 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI! SÝRLAND „Ég hef miklar áhyggj- ur af áhrifum sprengjuárása og notkun skriðdreka og annarra þungavopna á íbúa í Aleppo,“ segir Valerie Amos, mannúðar- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna. „Margir hafa leitað skjóls til bráðabirgða í skólum og öðrum opinberum byggingum á örugg- ari svæðum,“ bætti hún við: „Þau eru í brýnni þörf fyrir mat, dýnur og teppi, hreinlætisvörur og drykkjarvatn.“ Leon Panetta, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, segir að þessar þungu árásir stjórnarhers- ins á borgina dragi enn úr stuðn- ingi við stjórn Bashars al-Assads meðal almennings. „Ég held að á endanum verði þetta nagli í líkkistu Assads,“ sagði Panetta. „Stjórnartíð hans er að enda komin.“ Í gær skýrði utanríkisráðu- neyti Bretlands frá því að Khaled al-Ayoubi, yfirmaður sýrlenska sendiráðsins í London, styðji ekki lengur Sýrlandsstjórn. Ayoubi hefur verið staðgengill sendiherra Sýrlands í London síðan sendi- herrann var kallaður heim fyrr á þessu ári. Stjórnarherinn sagðist í gær hafa náð aftur á sitt vald einu hverfa borgarinnar, „hreinsað svæðið“, eins og þeir komust að orði, en leiðtogi sýrlenska upp- reisnarhersins í Aleppo fullyrðir að stjórnarherinn hafi ekki náð „einum metra“ á sitt vald. Erfitt er fyrir erlenda frétta- menn og fulltrúa alþjóðastofn- ana að meta hvað hæft er í yfir- lýsingum stríðandi fylkinga og enginn veit hve mikið mannfall hefur orðið. Margt bendir til þess að patt- staða geti myndast, ekki ólík þeirri sem ríkt hefur um skeið í borginni Homs þar sem uppreisn- armenn hafa sum hverfi á valdi sínu en stjórnarherinn önnur. Uppreisnarherinn í Sýrlandi er reyndar langt frá því að vera sam- stæð heild, því hann samanstend- ur af fjölmörgum hópum sem sumir starfa saman en aðrir ekki. Markmið þeirra eru líka mjög ólík; margir eru stjórnarandstæð- ingar sem hafa gripið til vopna en innan um eru herskáir íslamistar og hryðjuverkahópar sem segjast tengjast Al Kaída-netinu. Þessir síðastnefndu eru bæði Sýrlendingar, sem börðust með Al Kaída í Írak, og svo hafa á síð- ustu vikum streymt herskáir ísl- amistar frá Tyrklandi sem hafa í hyggju að taka þátt í bardögum gegn stjórnarhernum í Aleppo. Óvíst er með öllu hvað við tekur falli stjórn Assads. gudsteinn@frettabladid.is Sprengjum rignir enn yfir íbúa Aleppo Stjórnarhernum í Sýrlandi virðist lítið verða ágengt í Aleppo, fjölmennustu borg landsins, þrátt fyrir harðar árásir með þungavopnum, skriðdrekum og herþotum. Mannúðarfulltrúi SÞ telur almenning vera í mikilli hættu. SÝRLENSKUR UPPREISNARMAÐUR Í ALEPPO Sýrlenski herinn mætir harðri mót- spyrnu þrátt fyrir öflugan vopnabúnað. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 29° 20° 19° 22° 25° 18° 18° 27° 20° 32° 26° 32° 18° 25° 21° 19°Á MORGUN Fremur hægur vindur. FIMMTUDAGUR Fremur hægur vindur. 13 14 13 14 13 14 14 11 11 16 12 4 3 2 2 3 3 5 3 5 5 3 12 13 11 16 13 13 13 10 14 16 BIRTIR TIL V-lands á morgun. Nú höf- um við fengið smá gróðurskúr V-til en á morgun er það aftur út á sólpall. Fremur hæg NA- læg átt næstu daga og þá má búast við þokulofti við N-og A-stöndina. Kólnar dálítið NA-til en spáir hlýnandi aftur á föstudaginn. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður NOREGUR Lögregla og Náttúru- vernd ríkisins í Noregi leita nú að særðu bjarndýri í Saltdal í norðurhluta landsins og hafa beðið almenning á svæðinu að hafa varann á. Dýrið var skotið á sunnudag eftir að hafa ráðist á sauðfé, en komst undan á flótta. Bjarnarins er leitað bæði úr lofti með þyrlum og með leitar- hundum á jörðu niðri, en var enn ófundinn í gær. „Björninn gæti hafa komist langt eftir að hann var skotinn og gæti verið hættulegur,“ hefur Aftenposten eftir Margrethe Torseter hjá lögreglunni í Sal- ten. - þj Viðvörun í Noregi: Særður björn ógnar öryggi BJARNDÝR Særður björn gengur nú laus í Norður-Noregi. Hann var skotinn þegar hann réðst á sauðfé og gæti verið hættulegur. RÚSSLAND Rússneska kvennapönk- sveitin Pussy Riot neitar ásökun- um um að hafa verið með óspektir á almannafæri, en þarf að dúsa í hálft ár áfram í gæsluvarðhaldi. Hljómsveitarmeðlimir voru leiddir fyrir dómara í gær, eftir að hafa setið fimm mánuði í gæslu- varðhaldi. Þær efndu til tónlistar- og mótmælauppákomu í helstu kirkju landsins hálfum mánuði fyrir forsetakosningar í mars, í óþökk kirkjunnar jafnt sem stjórn- valda. Vladimír Pútín forseti hefur forðast að segja nokkuð um málið sem vakið hefur mikla athygli jafnt innan sem utan Rússlands. - gb Pussy Riot neitar sök: Gæsluvarðhald í hálft ár enn Í DÓMSALNUM Þrír meðlimir kvenna- pönksveitarinnar Pussy Riot í Moskvu. NORDICPHOTOS/AFP Fíkniefnasali tekinn í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók fíkniefnasala um þrítugt aðfaranótt laugardags og gerði í framhaldi hús- leit á heimili hans. Þar fundust 70 grömm af amfetamíni og nokkuð af peningum, sem taldir eru vera ávinningur af afbrotum. Maðurinn viðurkenndi að hafa staðið í fíkniefna- sölu og telst málið upplýst. LÖGREGLUFRÉTTIR ÍSRAEL, AP Bandaríski forsetafram- bjóðandinn Mitt Romney segir Ísraela hafa menningarlega yfir- burði gagnvart Palestínumönnum og segir velgengni Ísraela í efna- hagsmálum staðfesta það. Ummælin fóru illa fyrir brjóstið á Palestínumönnum sem segja hann greinilega lítið vita bæði um Palestínumenn og Ísraela. Romney hefur verið á ferðalagi, meðal annars til að safna fé í kosn- ingasjóði sína. Ummælin lét hann falla í Ísrael í gær, en hélt síðan til Póllands. - gb Romney hneykslar í Ísrael: Segir Ísraela hafa yfirburði HÚSNÆÐISMÁL Íbúðalánasjóður hyggst setja þrjár blokkir á Sel- fossi á sölu í einu lagi í haust. Vonast er til þess að leigufélög kaupi eignirnar og þannig verði skorturinn á leiguhúsnæði á Árborgarsvæðinu leystur. Þetta sagði Sigurður Erlings- son, framkvæmdastjóri Íbúða- lánasjóðs, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Eyþór Arnalds, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, er gagnrýninn á það hvernig Íbúða- lánasjóður hefur haldið á málum á Selfossi eftir að hann leysti til sín blokkirnar. Margir tugir íbúða í eigu sjóðsins standi nú tómar, þótt eftirspurn eftir húsnæði á svæðinu – einkum leiguhúsnæði – sé mikil. „Þarna er opinber íbúðabanki að búa til skort með því að leysa til sín eignir og koma þeim ekki á markað,“ segir hann. „Þetta veld- ur þrenns konar vanda; fólk fær ekki íbúðir, fasteigna- og leigu- verð helst óeðlilega hátt og svo hefur þetta bein áhrif á neyslu- vísitöluna og hækkar þannig lánin okkar.“ Eyþór fagnar því að Íbúðalána- sjóður hyggist selja leigufélögum íbúðirnar en minnir á að það geti verið nokkuð langt í að það verði að veruleika. - sh, jmi Íbúðalánasjóður gagnrýndur fyrir að búa til húsnæðisskort á Selfossi: Þrjár blokkir seldar í heilu lagi SIGURÐUR ERLINGSSON EYÞÓR ARNALDS BANDARÍKIN John Holmes, sem myrti tólf manns á miðnætursýn- ingu nýjustu Batman-myndarinnar í Colorado í Bandaríkjunum, hefur verið ákærður. Ákæran er í 142 liðum. Ekki er búið að ákveða hvort farið verður fram á dauðarefsingu yfir Holmes, sem er 24 ára. Hátt í sextíu særðust í árásinni og eru tíu þeirra enn á sjúkrahúsi, þar af eru fjórir enn í lífshættu. Holmes var doktorsnemi í tauga- skurðlækngum en talið er að hann sé haldinn geðhvarfasýki. Árásin í Colorado: Holmes hefur verið ákærður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.