Fréttablaðið - 31.07.2012, Side 42

Fréttablaðið - 31.07.2012, Side 42
31. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 sport@frettabladid.is SANDRA MARÍA JESSEN og stöllur hennar í Þór/KA sækja Valskonur heim í 12. umferð Pepsi- deildar kvenna í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18 eins og viðureign Breiðabliks og ÍBV sem sýnd er beint á Stöð 2 Sport og er auk þess í opinni dagskrá á Vísi. Leikirnir tveir hefjast klukkan 18 en viðureignir FH og Selfoss, Fylkis og Aftureldingar auk leiks KR og Stjörnunnar hefjast klukkan 19.15. Allt um leiki gærkvöldsins er að fi nna á 1-0 Óskar Örn Hauksson (6.), Kjartan Henry Finnbogason (31.) Skot (á mark): 17-8 (11-2) Varin skot: Hannes Þór 2-9 Árni Snær KR (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson 7 - Magnús Már Lúðvíksson 7 (83., Haukur Hauksson), Grétar Sigfi nnur Sigurðsson 7, Aron Bjarki Jósepson 7, Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 - Bjarni Guð- jónsson 7, Baldur Sigurðsson 7, Viktor Bjarki Arn- arsson 6 (65., Jónas G. Sævarsson 6) - Gary John Martin 8*, Kjartan Henry Finnbogason 7 (81., Þor- steinn Ragnarsson -), Óskar Örn Hauksson 8. ÍA (4-3-3): Árni Snær Ólafsson 6 - Aron Pétursson 4, Kári Ársælsson 4, Ármann Smári Björnsson 4, Guðjón H. Sveinsson 4 (53., Theodore Furnes 5) -Jóhannes Karl Guðjónsson 3, Einar Logi Einarsson 5, Jón Vilhelm Ákason 6 (79., Fjalar Sigurðsson -) - Dean Martin 5 (62., Ólafur Valur Valdimarsson 5), Garðar Gunnlaugsson 4, Andri Adolphsson 5. KR-völlur, áhorf.: 2.471 Magnús Þórisson (7) 2-0 0-1 Hólmar Örn Rúnarsson (88.) Skot (á mark): 7-5 (4-2) Varin skot: Ögmundur 1 - Gunnleifur 4 FRAM (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 5 - Almarr Ormarsson 6, Kristján Hauksson 5, Alan Lowing 5, Sam Tillen 6 - Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6, Jón Gunnar Eysteinsson 4 (81., Hólmbert Aron Frið- jónsson -), Halldór Hermann Jónsson 5 - Samuel Hewson 6, Steven Lennon 7, Sveinbjörn Jónasson 5 (75. Kristinn Ingi Halldórsson -). FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 7* - Jón Ragnar Jónsson 6, Guðjón Árni Antoníusson 5, Freyr Bjarnason 5, Danny Justin Thomas 6 - Hólm- ar Örn Rúnarsson 7, Bjarki Gunnlaugsson 5, Björn Daníel Sverrisson 6 - Emil Pálsson 4 (73. Viktor Örn Guðmundsson 5), Atli Guðnason 6, Albert Brynjar Ingason 4 (67. Atli Viðar Björnsson 6). Laugardalsvöllur Valgeir Valgeirsson (7) 0-1 1-0 Sigurbergur Elísson (60.), 1-1 Pape Mamadou Faye (74.), 2-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (88.) Skot (á mark): 16-5 (6-3) Varin skot: Ómar 1 - Óskar 4 KEFLAVÍK (4-3-3): Ómar Jóhannsson 5 - Viktor Smári Hafsteinss. 5, Magnús Þór Magnúss. 5, Har- aldur Freyr Guðmundss. 6, Jóhann R. Benedikts- son 6 - Frans Elvarsson 6, Einar Orri Einarsson 6, Arnór Ingvi Traustason 7* (87., Bojan Stefán Ljubicic -) - Sigurbergur Elísson 7, Jóhann Birnir Guðmundsson 7 (80., Hilmar Geir Eiðsson -), Guðmundur Steinarsson 5 (80., Magnús Sverrir Þorsteinsson -). GRINDAVÍK (5-3-2): Óskar Pétursson 7 - Matthías Örn Friðriksson 6 - Björn Berg Pryde 6, Loic Ondo 5 (55., Óli Baldur Bjarnason 6), Mikael Edlund 5, Ray Anthony Jónsson 6 - Marko Valdimar Stefáns- son 5, Scott Ramsey 4 (65., Pape Mamadou Faye 6), Iain James Williamson 6 - Magnús Björg- vinsson 6, Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5 (73., Tomi Ameobi -). * MAÐUR LEIKSINS Nettóvöllur, áhorf.: 705 Þorvaldur Árnason (7) 2-1 HANDBOLTI Í dag freista strákarnir okkar í íslenska landsliðinu þess að koma sér enn betur á beinu braut- ina á Ólympíuleikunum. Þeir mæta Afríkumeisturunum frá Túnis nú í morgunsárið en með sigri í dag taka þeir mikilvægt skref að fjórð- ungsúrslitum keppninnar. Liðið æfði í gærmorgun og voru allir með nema Snorri Steinn Guð- jónsson sem hefur verið að glíma við sinaskeiðabólgu. Hann spilaði þó síðustu 20 mínúturnar í sigrinum á Argentínu í fyrradag, þrátt fyrir að hafa verið slæmur af meiðslun- um. „Hann er þó betri í dag en hann var í gær,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson landsliðsþjálfari. „Það var þó ákveðið að hvíla hann til að reyna að ná þessu endanlega úr honum.“ Guðmundur var ánægður með margt í leiknum gegn Argentínu en hefur brýnt fyrir strákunum að sýna meiri stöðugleika í varnar- leiknum. „Það komu rosalega góðir kafl- ar í varnarleiknum inni á milli og það var þá sem við náðum forystu í leiknum. En gæðin duttu niður inni á milli og þurfum við því meiri stöð- ugleika. Það er þó hægara sagt en gert,“ sagði Guðmundur. „Ég get ekki kvartað undan sókn- arleiknum og þá gekk vel að hlaupa til baka. Við þurfum einmitt að passa það mjög vel í leiknum gegn Túnisum því þeir taka mjög hraða miðju og koma með grimmar árásir. Við þurfum að vera á tánum.“ Guðmundur á því von á erfiðari leik í dag en gegn Argentínumönn- unum á sunnudag, þrátt fyrir að Svíar hafi unnið sjö marka sigur á Túnis þann sama dag. „Þrátt fyrir það fannst mér leik- urinn opinn lengi vel. Svíar komust upp með að spila fast á línumanninn en hann er gríðarlega mikilvægur í sóknarleik Túnisa. Það er ekki víst að við fáum að vera jafn grimmir. Þeir eru líka með öflugar skyttur sem við verðum að ganga út í og svo góðan miðjumann. Túnis er með þrælgott lið,“ sagði Guðmundur. „En við munum spila eins fasta vörn og við komumst upp með. Þetta verður slagur og við verðum klárir í hann.“ - esá Ísland mætir Túnis í öðrum leik sínum í A-riðli handboltakeppninnar á ÓL 2012: Spilum eins fast og við megum REIKNAR MEÐ BARÁTTULEIK Ísland lagði Túnis með fjórum mörkum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Frakklandi á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓL2012 Eygló Ósk Gústafsdótt- ir var tæpum tveimur sekúnd- um frá Íslandsmeti sínu í 200 m fjórsundi þegar hún keppti í greininni á Ólympíuleikunum í gær. Hún synti á 2 mínútum og 16,81 sekúndu sem skilaði henni í 28. sæti af 34 keppendum. Eygló var þriðja í riðlinum eftir fyrri 100 metrana en dróst svo verulega aftur úr í þriðja sprettinum sem var bringusund. „Ég er ekki ánægð. Ég ætlaði að fara miklu hraðar,“ sagði Eygló. „Mér leið mjög vel í baksundinu en svo kom bringusundið sem er mín lélegasta grein. Ég bara dó í henni og komst ekkert áfram.“ Hún keppir næst í 200 m bak- sundi á fimmtudaginn sem er hennar aðalgrein. Með góðu sundi gæti hún átt möguleika á sæti í undanúrslitum. „Nú fæ ég tveggja daga hvíld fyrir bak- sundið og ætla ég að leggja allt mitt í það.“ - esá Eygló Ósk Gústafsdóttir: Gaf eftir í bringusundinu ÓSÁTT Eygló ætlaði sér stærri hluti í fjórsundinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 08.30: Handbolti karla Túnis - Ísland, A. riðill 09.44: 200 m skriðsund karla Jakob Jóhann Sveinsson, 2. riðill 10.56: 100 m bringusund karla Jakob Jóhann Sveinsson, 3. riðill 19.54: Badminton Ragna Ingólfsdóttir – Jia Yao ÞRIÐJUDAGINN 31. JÚLÍ ÓL 2012 Íslendingar á ÓL2012 Ragna Ingólfsdóttir skrif- aði nafn sitt í sögubækurnar þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna badmintonleik á Ólymp- íuleikum. Það gerði Ragna í gær- kvöldi þegar hún hafði betur gegn Akvile Stapusaityte í tveimur lotum, 21-10 og 21-16. „Tilfinningin var fáránlega góð,“ sagði hún eftir að hafa fagnað sigr- inum vel og innilega með þeim örfáu Íslendingum sem voru komn- ir í Wembley Arena til að styðja hana. Flestir voru úr föruneyti íslensku Ólympíusveitarinnar. „Ég leyfði mér aldrei að hugsa of langt fram í tímann og að þetta væri unnið fyrirfram. Í stöðunni 20-16 í seinni lotunni byrjaði ég að hugsa um hvort þetta væri nokk- uð að koma. Svo þegar ég vann síðasta stigið öskraði ég af gleði,“ sagði hún. Ætlaði að toppa hér Aðdragandinn er langur, ekki bara hjá íslensku badmintonfólki heldur hjá henni sjálfri – sérstaklega þar sem reynsla hennar af leikunum í Peking fyrir fjórum árum var svo bitur. Þar sleit hún krossband í hné í miðri viðureign og þurfti að hætta. „Ég er nú búin að vera í tíu ár að keppa um allan heim fyrir utan eitt sem ég tók mér í frí til að jafna mig á meiðslunum,“ sagði hún. „Svo hef ég verið í þrjú ár að æfa með það í huga að toppa hér. Ég er nú 29 ára gömul og í besta formi lífs míns.“ Fann ekki fyrir stressi Ragna hafði fjórum sinnum mætt Stapusaityte fyrir gærkvöldið og ávallt unnið. Og í raun var Ragna með hana í vasanum alla viðureign- ina. Hún stjórnaði ferðinni algjör- lega. „Ég náði að spila ótrúlega vel,“ útskýrði hún. „Ég fann ekki fyrir neinu stressi enda var ég með nokk- ur orð í huganum sem ég endurtók aftur og aftur.“ Hún fagnaði nánast hverju stigi sem hún fékk og var það ekki að ástæðulausu. „Hún hefur stundum verið leiðinleg við mig og fagnað mjög mikið gegn mér, bara til þess að fara í taugarnar á mér. En hún gerði það ekki núna – kannski vegna þess að ég stjórnaði ferðinni og var mjög ákveðin.“ Ég hef engu að tapa Nú mætir hún Jie Yao frá Hollandi í kvöld, en sú er í 20. sæti heims- listans rúmum 60 sætum fyrir ofan Rögnu, í hreinni úrslitaviður- eign um hvor fer áfram í 16-manna úrslit. Það gæti orðið erfitt fyrir Rögnu sem ætlar þó ekki að gefast upp svo auðveldlega. „Hún er fædd og uppalin í Kína og spilaði með landsliðinu þar áður en hún fór til Hollands. Við höfum aldrei spilað áður en hún hefur séð mig margoft og þekkir mig vel. Hún les andstæðinga sína vel og er gríð- arlega reynd,“ sagði Ragna. „En hún er orðin 34 ára gömul og því aðeins farið að hægja á henni. Hún hefur þar að auki aldrei keppt á Ólymp- íuleikum og því pressa á henni að standa sig vel. En ég hef engu að tapa og ætla að spila þannig í kvöld.“ Tíu ára þrautagöngu lokið Ragna Ingólfsdóttir braut blað í badmintonsögu Íslands þegar hún varð fyrst Íslendinga til að vinna leik á Ólympíuleikum. „Ég öskraði af gleði,“ sagði hún en Ragna mætir Jie Yao frá Hollandi í kvöld í úrslitaleik um sigur í riðlinum. INNILEGUR FÖGNUÐUR Mörg þúsund áhorfendur voru í Wembley Arena í gærkvöldi og fögnuðu Rögnu vel og innilega þegar hún tryggði sér sigurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Valgarður Gíslason fjalla um ÓL 2012 eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is Sunny 8 No toe Sokkabuxur Tálausar Þunnar Sólbrúnt útlit fullkomnar í sandalana/bandaskó

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.