Fréttablaðið - 11.08.2012, Page 2

Fréttablaðið - 11.08.2012, Page 2
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR2 SPURNING DAGSINS Svavar Steinarr, verður heilmikill glommugangur í kringum útgáfuna? Já, það verður villt geim upp um allar gardínur. Svavar Steinarr Guðmundsson er frá bókaútgáfunni Lesstofunni sem stendur að endurútgáfu Vögguvísu eftir Elías Mar en í þeirri bók eru slanguryrði með myndarlegasta móti. NÁTTÚRA „Ég held að þetta hljóti að vera stærsti sveppur á Íslandi,“ segir Raimundas Valasinavicius, reyndur sveppatínslumaður, um risavaxinn kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum í gær. Rai- mundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár, bæði í föðurlandi sínu Litháen og hér á landi, hvar hann hefur nú verið búsettur í tólf ár. „Ég hafði ekki hugmynd um að þeir gætu orðið svona stórir, þó hef ég séð þá marga mjög stóra.“ Hann ætlar sér þó ekki að leggja sér sveppinn til munns, þar sem líklegt verði að teljast að flugulirfur og önnur skordýr séu búin að gera sig heimakomin í honum sökum stærðar og aldurs. Raimundas fann kóngssvepp- inn í einni af sínum árlegu sveppatínsluferðum. Ferlíkið vegur 2,6 kíló, svipað og með- alstórt lambalæri, er 33 senti- metrar í þvermál, sem er örlítið stærra en þvermál Fréttablaðs- ins, og 30 sentimetrar á hæð, eins og lengdin frá byrjun þessarar fréttar og niður blaðsíðuna. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur Náttúrufræði- stofnunar, segir þessa tilteknu tegund geta orðið mjög stóra. Önnur tegund, jötungíman, getur þó orðið mun stærri, en hún er af öðrum toga og myndar ekki staf og svepp, heldur eina stóra kúlu. „Allra stærstu sveppir í heimi geta orðið yfir tvö þúsund ára gamlir og náð yfir nokkra hekt- ara. En þeir vaxa ofan í jörðinni og sjálft aldinið verður aldrei svo stórt,“ segir Guðríður. Kóngssveppur myndar svepp- rót með mörgum gerðum af trjá- Risavaxinn sveppur fannst í Borgarfirði Reyndur sveppatínslumaður rakst á tröllvaxinn kóngssvepp í Borgarfirðinum í gær. Um er að ræða vinsælan ætisvepp sem á það til að verða tröllvaxinn, segir sveppafræðingur. Sveppurinn vegur 2,6 kíló og er 33 sentímetrar í þvermál. SÁ STÆRSTI HINGAÐ TIL Raimundas hefur tínt sveppi í meira en þrjátíu ár og hefur aldrei séð annað eins ferlíki og þennan kóngssvepp sem hann fann í Borgarfirðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kóngssveppur, eða ætilubbi (Boletus edulis), er algengastur á Vesturlandi og Vestfjörðum, en er einnig að finna í Borgarfirðinum og víðar. Hann er líkur kúalubba í útliti (Leccinum scabrum) en getur orðið mun stærri. Kóngssveppurinn sem Raimundas fann er með þeim stærstu sem fundist hafa hér á landi. Sveppurinn er kenndur við Karl Jóhann Svíakonung og er einn af vinsælustu ætisveppum hér á landi. Einn vinsælasti ætisveppurinn Dansaðu þig í form með einföldum sporum, skemmtilegri tónlist og góðum félagsskap. Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna • Zumba - Þri og fim kl. 17:30 • Zumba Toning - Þri og fim kl. 16:30 • Þjálfari: Eva Suto - 4 vikur • Hefst 14. ágúst. Verð kr. 12.900,- VÍSINDI Örnefnanefnd Alþjóða- sambands stjarnvísindamanna (IAU) hefur samþykkt tillögur vísindahóps Messenger-geim- fars NASA um nafngiftir á níu gígum við norðurpól Merkúríus- ar (Merkúr), innstu reikistjörnu sólkerfisins. Einn þessara gíga var nefndur eftir íslensku mynd- listarkonunni Nínu Tryggvadótt- ur. Þetta kemur fram í frétt á Stjörnufræðivefnum og jafn- framt að stórir gígar á Merk- úríusi séu nefndir eftir heims- þekktum látnum listamönnum, tónlistarmönnum og rithöfund- um, eða öðrum sem lagt hafa sitt af mörkum til að göfga manns- andann. Á Merkúríusi eru þann- ig gígarnir Beethoven, Mozart, Dickens, Hemingway, Goya og Picasso svo dæmi séu nefnd. Gígurinn Tryggvadóttir er nánast alveg á norðurpól Merk- úríusar, við hlið gígsins Tolkiens. Hann er 31 kílómetri í þvermál. Nína Tryggvadóttir er ekki eini Íslendingurinn sem minnst er á Merkúríusi. Gígarnir Sveins- dóttir og Snorri eru nefndir eftir listakonunni Júlíönu Sveinsdótt- ur og sagnaritaranum Snorra Sturlusyni. Fleiri staðir í sólkerf- inu bera íslensk nöfn. - shá Þrír gígar á eldfjöllum á reikistjörnunni Merkúríusi heita eftir Íslendingum: Nefna gíg í geimnum eftir Nínu MERKÚR(ÍUS) Er innsta og minnsta reiki- stjarna sólkerfisins. Messenger-geimfarið hefur verið á braut um stjörnuna frá því í mars 2011. LEITAÐ Þyrla ferjaði björgunarfólk á slys- stað. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Þrír létust þegar flugvél af gerðinni Cessna 172 brotlenti í fjallshlíð við Søvatnet í Noregi. Tvær flugvélar flugu sam- ferða þegar slysið varð, en aðeins önnur brotlenti. Fólk í nærliggj- andi bæ heyrði háværan hvell þegar flugvélin lenti á fjallinu, og er vélin gjörónýt. Sterk bensínlykt var á slysstað þegar björgunarlið mætti á svæð- ið, sem gerði allar aðgerðir mun erfiðari. Slæmt veður, rigning og lélegt skyggni var björgunarfólki einnig til trafala. Lögreglan vinnur nú að því að bera kennsl á líkin en vélin var skráð í Þýskalandi. - ktg Mannskætt flugslys í Noregi: Þrír létust við brotlendingu SJÁVARÚTVEGUR Þorlákur ÍS var dreginn til hafnar í Bolungarvík á fimmtudag af togaranum Páli Pálssyni, en Þorlákur hafði feng- ið veiðarfærin í skrúfuna þegar báturinn var að makrílveiðum, samkvæmt frétt á vikari.is. Þetta er í annað skiptið á nokkrum vikum sem Þorlákur er dreginn til hafnar með veiðar- færin í skrúfunni. Kafarar hófust strax handa við að skera trollið úr skrúfunni svo hægt yrði að koma skipinu fljót- lega til veiða aftur. - shá Tvisvar með trollið í skrúfunni: Dreginn tvisvar á stuttum tíma AKUREYRI Magn vatnsbirgða á Akureyri er nú komið í samt lag eftir að hafa verið orðið hættu- lega lítið í gær og fyrradag. Sam- kvæmt upplýsingum frá Norður- orku spiluðu margir þættir saman til þess að hleypa af stað ástandinu síðasta sólarhring. Verið var að gera við nokkrar lindir, óvenju þurrt hefur verið á Norðurlandi svo lítið vatn var í lindunum, skemmtiferðaskip voru að taka ferskvatn í miklu magni og almenn vatnsnotkun nokkuð mikil. Ekki er búist við að ástandið endurtaki sig um helgina. - bþh Vatnsskortur á Akureyri: Vatnsnotkunin óeðlilega mikil rótum, er mjög fjölhæfur í því, að sögn Guðríðar. „Það er einmitt oft mikið af kóngssvepp í Borg- arfirði þar sem þessi fannst,“ segir hún. Eitt af einkennum tegundarinnar er eins konar möskva munstur efst á stofnin- um. Annars getur kúalubbinn verið svipaður kóngssveppnum, en hann er mun minni. Guðríður segir þetta sennilega vera einn af stærstu sveppum sem fundist hafa á landinu. sunna@frettabladid.is VIÐ STÓRU LAXÁ Í HREPPUM Mörg góð veiðivötn byggja á stofnum sem ganga upp Hvítá og Ölfusá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÁTTÚRA Hópur netaveiðirétt- hafa í Ölfusá og Hvítá mælast til þess að netaveiðibændur dragi úr veiðisókn eða taki upp netin á vatnasvæðinu það sem eftir lifir veiðitíma í sumar. Þetta er gert vegna lítillar laxveiði á svæðinu það sem af er veiðitímans. Hópurinn fundaði með fulltrúa Veiðimálastofnunar á miðviku- dag til að ræða ástand fiskistofna á vatnasvæðinu. Í ályktun fundarins segir að nauðsynlegt sé að láta laxastofna á svæðinu með þessari aðgerð njóta vafans, og stuðla þannig að því að fleiri laxar nái að hrygna til að bæta seiðabúskap ánna. Netaveiði á svæðinu hefur lengi verið umdeild en seinkun á neta- veiði um tvær til þrjár vikur snemmsumars hefur undanfar- in ár verið felld af Veiðifélagi Árnesinga. - shá Bændur við Hvítá og Ölfusá: Taka upp netin vegna laxleysis Bjöllur fundust í höfrum Matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hefur innkallað heila hafra – oatgroats frá Heilsu ehf. eftir að bjöllur fundust í pakkningunum. Um er að ræða pakkningar merktar best fyrir lok desember 2012. Neyt- endur eru beðnir um að skila vörunni eða farga henni. NEYTENDUR RANNSÓKNIR Matís og Íslenskir salt- fiskframleiðendur (ÍSF) standa að nýju verkefni þar sem dreifing salts og vatns um vöðva í saltfiski verð- ur rannsökuð og hvernig mismun- andi meðhöndlun hefur áhrif á gæði lokaafurðarinnar. Til verkefnisins fékkst styrkur frá AVS-rannsókna- sjóði. Meðal markmiða verkefnis- ins er að finna ástæðu þess að gall- ar finnast í fiskinum og að koma í veg fyrir myndun þeirra með bætt- um verkunaraðferðum. Lokamark- miðið er að bæta vöru sem flutt er á hefðbundna markaði og vinna nýja. Stuðst verður við nýjustu tækni- framfarir innan matvælarann- sókna, meðal annars segulómun, auk hefðbundinna efna- og eðliseig- inleikamælinga. Segulómun kann- ast flestir við, en þá í samhengi við rannsóknir á sjúkrahúsi. Rannsókn- ir með tækninni innan matvæla- rannsókna eru tiltölulega nýjar af nálinni og hafa fram að þessu ekki verið framkvæmdar í íslenskum verkefnum. Í verkefninu verður segulóm- tæknin notuð til að veita innsýn í uppbyggingu vöðvans og dreifingu vatns og salts um hann með mynd- rænum hætti. Einn helsti kostur þessarar tækni er að hún hefur engin áhrif á sýnin. - shá Rótgróin tækni læknavísindanna nýtist við íslenska rannsókn á saltfiski: Skoða saltfisk með segulómun Í FISKBORÐINU Verkun á fiski er ólík milli svæða og ekki á það síður við um helstu saltfiskmarkaði en hér á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.