Fréttablaðið - 11.08.2012, Side 18

Fréttablaðið - 11.08.2012, Side 18
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR18 F erill Katrínar Sigurð- ardóttur myndlistar- manns hefur verið á miklu flugi undanfarin misseri. Fyrir tveimur árum hélt hún sýningu í Metropolitan Museum of Art í New York (og er annar tveggja Íslendinga sem safnið hefur keypt verk af) og nokkru áður í PS1- safninu, auk annarra sýninga í Chicago, Brasilíu og Frakklandi svo fátt eitt sé nefnt. Hún er nú með með tvær sýningar í undir- búningi: aðra fyrir gallerí í New York – Eleven Rivington – og svo auðvitað Feneyjatvíæringinn þar sem hún verður fulltrúi Íslands á næsta ári. Verkið sem hún er að vinna fyrir sýninguna í New York hefur verið nokkur ár í smíðum og er gert út frá húsi í Hlíðunum, æsku- heimili Katrínar. „Þetta er sjálfsævisögulegt verk, já,“ segir Katrín á vinnu- stofu sinni við Holtsgötu. „Heim- ilið er klassískt viðfangsefni og nokkuð sem hefur algilda skír- skotun. Oft eru verk mín sértæk og vísa í ákveðna staði; stundum eiga staðirnir sér fyrirmynd eða eru hálfraunverulegir. En í þessu tilfelli er ég að taka þetta ákveðna hús og taka söguna úr því og gera að abstrakt formi.“ Langt komin fyrir tvíæringinn Nú eru um tíu mánuðir þangað til sýning Katrínar verður opnuð á Feneyjartvíæringnum. Hún segir verkið vera komið á góðan rek- spöl. „Við erum um það bil hálfn- uð, sem er nokkuð gott.“ Hún vill hins vegar lítið segja um verkið enn sem komið er, annað en að sýningin eigi ábyggilega eftir að koma á óvart. „Þetta verk verður eins og önnur verk sem ég hef gert en um leið allt öðruvísi. En ég vil síður ræða hugmyndina enn sem komið er, það er eins og að gefa barni nafn áður en það er fætt.“ Spurð um muninn á að taka þátt í Feneyjatvíæringnum og að halda einkasýningu segist Katrín fylli- lega meðvituð um að á Feneyja- tvíæringnum sé hún fulltrúi. „Ég er ekki bara að gera þetta í eigin nafni; þetta snýst ekki bara um áhorf eða að vekja athygli á mér og mínum verkum, heldur að ég mæti þarna sem fulltrúi samfé- lags listamanna á Íslandi.“ Með tvær sýningar í farvatninu á næstu mánuðum sér Katrín ekki fram á að sýna hér á Íslandi áður en hún fer til Feneyja. „Nei, en um leið og sú sýning hefur runnið sitt skeið úti verður hún sett upp og sýnd hér. Og ég hlakka mjög mikið til að sýna þetta verk á Íslandi!“ Efni og innihald verða eitt Talið berst að fagurfræðinni í verk- um Katrínar sem hverfast gjarnan um hið manngerða umhverfi en snúa upp á sjónarhorn áhorfand- ans og setja í nýtt samhengi, til dæmis með bjögun á stærðarhlut- föllum. Hún leitar fanga í bygging- arlist, borgarskipulagi, kortagerð og landslagsskrásetningu og nýtir sér gjarnan módelsmíði. „Ég held að þessi fagurfræði hafi þróast smátt og smátt,“ segir hún. „Eflaust hefur það haft með það að gera að ég hef dvalið mikið erlendis og flakkað mikið á milli Íslands og Bandaríkjanna aðal- lega. Eins og líklega flestir, sem eru í þeirri stöðu, leiðir maður hugann að því hvernig sé hægt að sameina tvo staði þar sem maður getur ekki verið samímis.“ Í tilfelli Katrínar á það ekki aðeins við um hlutbundna staði heldur einnig hið óhlutblundna, minnið og fortíðina. „Mér finnst spennandi að velta því fyrir mér hvernig maður samtvinn- ar fortíðina og nútíðina – hvernig er hægt að hnoða því saman í eitt verk? Svo kemur þetta saman með efnisaðferðum mínum, hvernig ég byggi og bý til. Frásögnin og efnis- gerðin sameinast og verða eitt. Það er ekki hægt að skilja að innihald og efni.“ Sjónhverfing yfirborðsins List Katrínar er skilgreind sem hugmyndalist en hún er ekki auð- flokkaður listamaður; verk hennar eru oft innsetningar sem saman- standa af módelum með sterka skír- skotun í málverkið. Katrín segir það sjálfsagt stafa af því að upp- haflega byrjaði hún í tvívíðri list, málverkinu. „Skúlptúrarnir mínir eru flatir á vissan hátt, hafa framhlið og bak- hlið, og það tengist hugmyndinni um málverkið. Ég fór á ákveðnu stigi að hafa áhuga á málverkinu sem hlut – annars vegar framhlið- in með sitt yfirborð sem býr til eins konar sjónhverfingu um dýpt og hins vegar bakhliðin með tómum striga, sem sýnir hvernig þessi sjónhverfing er búin til. Ég er alltaf að fjalla um þetta á einhvern hátt; þetta er gegnum- gangandi stef í verkum mínum – hlutur sem er bara yfirborð. Ef maður einblínir á yfirborðið nær það oft að gabba mann; maður hugsar ekki um það sem yfirborð, heldur sem vídd eða rými, ein- hvers konar veruleika. En veki maður athygli á að þetta sé bara yfirborð þá erum við farin að tala um allt annað – hvernig sjónhverf- ingin verður til og um leið hvernig við sjáum, hvernig við munum og hvernig við túlkum. Þess vegna er ekki hægt að tala um módelin sem eftirlíkingar, jafnvel þótt þau byggi á fyrirmyndum. Þau eru hins vegar um eftirlíkingar – um þá iðju að líkja eftir.“ Alltaf látið myndlistina ganga fyrir Það hefur verið mikið annríki hjá Katrínu undanfarin misseri, því auk sýningarinnar í Metropolitan- safninu hefur hún haldið fjölmarg- ar einkasýningar; í New York og Chicago, Brasilíu og Frakklandi. Hún hefur náð langt síðan hún hélt sína fyrstu einkasýningu hjá Sæv- ari Karli árið 1993. „Það er gaman að rifja upp þess- ar gömlu sýningar, þá var ég að vinna á allt annan hátt en í dag. Í þá daga voru sýningarnar meiri ein- staklingsverkefni sem hefur sína kosti, til dæmis mikið persónulegt frelsi. Í gegnum tíðina hafa verk- efnin orðið miklu stærri og fleiri sem koma að þeim – þetta eru að miklu leyti hópverkefni. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið tæki- færi til að vinna á mismunandi for- sendum.“ Katrín er með vinnustofu í New York og ver tíma sínum nokkurn veginn jafnt þar í borg og á Íslandi. Það er hægara sagt en gert að hasla sér völl í New York, enda óvíða jafn margir myndlistarmenn um hituna. Katrín segir lykilinn að velgengn- inni fyrst og fremst vera vinnu- semi. „Hlutverk listamannsins er að vinna verkin sín og gera þau vel – eins og gildir um allt. Ég hef alltaf unnið mikið og látið myndlistina ganga fyrir. En það er erfitt að fá athygli sem listamaður upp á eigin spýtur, þar þurfa aðrir að koma að; fólk sem trúir að maður hafi eitt- hvað fram að færa, svo sem fólk innan gallería, skríbentar, sýn- ingarstjórar og svo framvegis. En það sem skiptir mestu máli er að fá áhorf – að fólk sjái verkin manns. Ég lít svo á að fyrir mig sem lista- mann sé takmarkinu náð þegar verk mín koma fyrir augu fólks. Og ég hef verið mjög lánsöm að þessu leyti.“ Vinnur öðruvísi heima en úti Katrín kveðst þakklát fyrir að geta unnið jöfnum höndum í New York og á Íslandi. „Það er mjög gefandi og ég vinn á mjög ólíkan hátt eftir því hvar ég er. Úti vinn ég oft að stærri framleiðslu því ég hef stærri vinnustofu. Þegar ég er hér heima er ég meira að teikna, hugsa og búa verkin til í höfðinu á mér.“ Hún segir allan gang á því hversu mikinn þátt hún taki í að búa til verk sín; stundum leggi hún upp með hugmynd sem hún feli samstarfsfólki sínu að framkvæma; í öðrum taki hún virkan þátt frá upphafi til enda og hugi að smæstu smáatriðum. „Þetta er eiginlega hvort tveggja. Það verður til hópur af fólki í kringum hvert verk og ég er hluti af honum; er bara verka- maður eins og hinir.“ Nema hún ræður. „Já, ég ræð.“ Að sjá í gegnum yfirborðið Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum að ári en fyrir tveimur árum hélt hún sýningu í Metropolitan-safninu í New York. Katrín er með vinnustofu þar í borg en er í stuttu fríi á Íslandi. Hún sagði Bergsteini Sigurðssyni frá undirbúningi tvíæringsins og sjónhverfingum yfirborðsins sem sé gegnumgangandi stef í öllum hennar verkum. KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR Er langt komin í undirbúningi fyrir Feneyjartvíæringinn sem haldinn verður eftir tíu mánuði og spáir að verkið eigi eftir að koma á óvart. „Þetta verk verður eins og önnur verk sem ég hef gert en um leið allt öðruvísi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Úti vinn ég oft að stærri framleiðslu því ég hef stærri vinnustofu. Þegar ég er hér heima er ég meira að teikna, hugsa og búa verkin til í höfðinu á mér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.