Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.08.2012, Blaðsíða 20
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR20 Þ egar blaðamaður hittir þá Andra Ólafsson og Stein- grím Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower yfir kaffibolla er einungis lið- inn um stundarfjórðungur síðan íslenska handknattleikslandsliðið féll úr leik á Ólympíuleikunum í London. Andri, sem leikur á bassa og syngur, og Karl, sem er hljóm- borðsleikari og þenur raddböndin einnig, voru þó ekki meðal þeirra fjölmörgu sem sátu sveittir og gargandi yfir leiknum við Ung- verja sem lauk svo miður far- sællega enda gaf sveitin út sína aðra breiðskífu á fimmtudaginn og því mikið um að vera. „Við heyrðum blálokin á lýsingunni á leiknum í bílnum,“ segir Andri og bætir við að allur gangur sé á því hvort meðlimir Moses High- tower fylgist með íþróttum eður ei. „Sjálfur er ég dálítill skyldu- áhorfs-íþróttaáhugamaður en hef reyndar mjög gaman af frjálsum íþróttum, þar sem bræður mínir þrír eru allir frjálsíþróttanöttar- ar og einn þeirra meira að segja formaður frjálsíþróttadeildar Ármanns.“ Þá er töluvert um áhuga á NBA-körfuboltadeildinni banda- rísku í kringum sveitina, eins og Steingrímur útskýrir. „Maggi trommari [Magnús Tryggva- son Eliassen] er með gríðarlegt blæti fyrir „vintage“ NBA-fatn- aði og á það til að koma fram á tónleikum í Charlotte Hornets- alklæðnaði.“ Blaðamaður bend- ir á að þetta ákveðna félag hafi flutt sig um set fyrir allmörgum árum og leiki nú undir nafninu New Orleans Hornets. „Já, en Charlotte Hornets lifir í Magga,“ segir Steingrímur. „Danni [Daní- el Friðrik Böðvarsson gítarleik- ari] er líka íþrótta fíkill en talar minna um það.“ Allir á landinu Nýja platan ykkar, Önnur Móse- bók, kom út á fimmtudaginn og hefur hlotið fyrirtaks dóma. Fylgir því ekki mikið annríki að standa í slíkri útgáfu? Steingrímur: „Þetta kemur í hryðjum. Núna erum við til dæmis allir á landinu, sem er afar sjaldgæft. Andri er að læra á kontrabassa í Amsterdam og Danni stundar gítarnám í Berl- ín.“ Andri: „Maggi trommari er líka duglegur við að fara til útlanda og spila og tekur skrep- pitúra til ólíklegustu landa. Hann spilar auðvitað með mun fleiri hljómsveitum en Moses High- tower, til dæmis Tilbury, Sin Fang, ADHD, Amiinu og Borko.“ Steingrímur: „Það er orðið dálítið erfitt að átta sig á þessu. Ég geri yfirleitt ráð fyrir því að Maggi sé í öllum hljómsveitum þangað til annað kemur í ljós. Ég starfa sjálfstætt sem þýðandi og er líka í reggísveitinni Ojba Rasta, sem er að gefa út plötu á næstunni. Þegar Danni er á landinu starfar hann með nánast öllum hljómsveitum á Íslandi og Andri er með swingband í Hol- landi.“ Andri: „Já, og swingband- ið mitt spilar einmitt á Íslandi í ágúst í samstarfi við gríðar- sterka lindíhoppsenu landsins. Ég dansa reyndar ekki sjálfur heldur læt konuna mína um það.“ Steingrímur: „Ég veit ekki hversu oft ég hef komið í heim- sókn til ykkar og konan þín hefur verið að horfa á einhver úrkynj- uð Youtube-myndbönd af fólki að taka heljarstökk.“ Þannig að væntanlega þarf samstillt átak til að ná ykkur öllum saman í eigin persónu. Þið hafið líka haldið fremur fáa tón- leika, í það minnsta miðað við marga aðra, frá því fyrsta plat- an ykkar, Búum til börn, kom út fyrir tveimur árum og meðlimir Þurfum að hafa fyrir hlutunum Sálarpoppsveitin Moses Hightower sendi í vikunni frá sér sína aðra breiðskífu, sem ber titilinn Önnur Mósebók, og heldur útgáfu- tónleika í Iðnó á fimmtudag. Kjartan Guðmundsson ræddi við Andra Ólafsson og Steingrím Karl Teague, meðlimi sveitarinnar. MOSES HIGHTOWER Sveitin heldur útgáfutónleika í Iðnó fimmtudaginn 16. ágúst og nokkrir fleiri tónleikar fylgja í kjölfarið. Frá vinstri: Daníel Friðrik Böðvarsson gítarleikari, Andri Ólafsson, bassaleikari og söngvari, Magnús Tryggvason Eliassen trommari og Steingrímur Karl Teague, hljómborðsleikari og söngvari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJALDGÆF SJÓN Afar sjaldgæft er að allir meðlimir Moses Hightower séu í einu á landinu. Við vorum varla orðnir að hljómsveit þegar fyrsta platan okkar kom út fyrir tveimur árum. Við höfðum reyndar spilað mikið saman en komumst að því hvað við vorum að gera um leið og við gerðum það. Á nýju plötunni mótuðum við ákveðnari stefnu, þar á meðal að reyna að gera ekki sömu plötuna aftur, en auðvitað heyrist vel að þetta er sama bandið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.