Fréttablaðið - 11.08.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 11.08.2012, Síða 30
11. ágúst 2012 LAUGARDAGUR30 K irkjuklukkum Ábæj- arkirkju í Skaga- firði er hringt til guðsþjónustu einu sinni á ári, á sunnu- degi verslunar- mannahelgar. Þetta árið voru kirkjugestir áreiðanlega um hundrað talsins og á öllum aldri. Þeir komu um langan veg og ógreiðfæran að hluta, sumir af Suðurlandi, aðrir af höfuðborgar- svæðinu og að minnsta kosti ein hjón austan af landi. Norðlend- ingar hafa samt eflaust verið í meirihluta, einkum Skagfirðing- ar, enda orðin hefð hjá mörgum að sækja messu í hið afskekkta guðshús að Ábæ. Skagfirðingar eru þekktir fyrir sína góðhesta og þennan dag þykir tilheyra að leggja á suma þeirra og ríða til kirkju. Veðrið lék við ferðafólk- ið síðasta sunnudag og fegurð og mikilleiki náttúrunnar í Austur- dal naut sín vel í glampandi sól- inni. Á puttanum frá Skuggabjörgum Svo síðasta hluta leiðarinnar til Ábæjarkirkju sé lýst þá er ekið í Austurdalinn yfir háls úr Vestur- dal og komið þar að býli sem heit- ir Bústaðir, því eina sem eftir er í byggð. Þar er nýreist íbúðarhús til viðbótar því sem fyrir var og ungt fólk að hefja búskap. Hinum megin í dalnum, gegnt Bústöðum, sker hið mikilúð- lega gljúfur Merkigil hlíðina en nokkru innar stendur samnefnd- ur bær í grónu túni. Hann er nú í eyði en mannmargt var þar í hátíðarkaffi síðdegis þennan dag. Undirlendi er lítið í dalnum vestan megin og liggur vegur- inn skammt frá gljúfurbrún. Þar byltist Austari Jökulsá sem ofur- hugar stunda flúðasiglingar í. Reyndar þarf líka hálfgerða ofur- huga til að aka veginn þarna inn eftir því hann er grófur og illfær á fólksbíl, eins og sú sem þetta ritar komst að. Skammt frá eyðibýlinu Skugga- björgum er brú yfir Jökulsá en austan hennar bíða mun meiri torfærur. Um tvennt var því að velja fyrir undirritaða, að pauf- ast á blikkdósinni lengra með fram vesturhlíðinni, að eyði- býlinu Skatastöðum, spila sig á kláf yfir gilið og ganga þaðan til kirkju eða freista þess að kom- ast á puttanum austur yfir brúna og áfram þaðan. Seinni kostur- inn var valinn og lukkaðist vel því tveir menn á jeppa reyndust sannir herramenn. Ferðafélagarnir fræddu mig um að í Austurdal væri sauðland gott og fremur snjólétt en erfið- ar samgöngur og aðdrættir hafa verið stærstu ókostir búsetu þar. Ekið var í lága drifinu það sem eftir var leiðar og bílarnir skild- ir eftir á sléttri flöt, neðan undir bröttum hjalla. Svo var gengið síðasta spölinn, yfir Ábæjará á brú og þaðan upp sneiðing með kafagras á báðar hendur. Þarna var komið inn á tún býlisins Ábæjar sem fór í eyði árið 1941 en rústir standa eftir. Hestarnir sem sumir voru svo heppnir að vera á komust þar í góðan haga. Söngur ómaði í fjallasalnum Verið var að þrífa kirkjuna og koma fyrir hljóðkerfi með stórum hátalara úti við meðan fólk var að tínast að. Prestarn- ir skrýddust og kórinn söng sig saman úti í veðurblíðunni. Uppgerð leiði voru notuð sem sæti meðan messugjörðin fór fram svo og garðurinn umhverf- is og grundin í kring, því aðeins brot af kirkjugestum rúmaðist inni. Sá yngsti var utandyra, varla nema nokkurra vikna, hann fékk sér hressingu úr brjóstum móður sinnar þegar honum hentaði. Hvort það var af trúrækni, ræktarsemi við staðinn eða af hreinni forvitni og ævintýra- mennsku sem allur þessi fjöldi var þarna samankominn veit ég ekki. Hugsanlega broti af þessu öllu. Að minnsta kosti var stund- in mönnum góð. Séra Jón Aðal- steinn prédikaði en séra Dalla Þórðardóttir þjónaði fyrir alt- ari og flutti lokaorð þar sem hún meðal annars þakkaði séra Jóni Aðalsteini fyrir vel unnin störf sem vígslubiskup á Hólum en hann lætur senn af embætti. Kirkjukór Hofsstaðasóknar söng við undirleik Stefáns R. Gísla- sonar organista. Vel var tekið undir af viðstöddum, sem höfðu fengið messublöð í hendur, og sálmar og Blessuð sértu sveitin mín ómuðu í fjallasalnum. Eftir messu lá leiðin heim að Merkigili. Áhrifamikið var að koma í hið myndarlega hús sem Mónika Helgadóttir og dætur hennar byggðu upp úr miðri síðustu öld og fluttu efnið í yfir sjálft Merkigilið á hestum. Þarna buðu ættingjar síðasta ábúand- ans á staðnum, Helga Jónssonar, upp á ríkulegar veitingar sem gestir nutu innandyra og utan. Þar með höfðu menn hlotið bæði andlega og líkamlega næringu þennan dag í hinni stórbrotnu eyðibyggð Austurdals. Hringt til árlegrar messu í Ábæ Eitt sinn stóð Ábæjarkirkja í Austurdal í Skagafirði í miðri sveit. Nú er hún langt frá byggðum bólum. Þar er þó árvisst helgi- hald á hverju sumri og koma kirkjugestir hvaðanæva að, akandi, gangandi og ríðandi. Gunnþóra Gunnarsdóttir brá sér í messu. VIÐ ÁBÆJARKIRKJU Margir hlýddu á messuna utan dyra og gældu jafnvel við fararskjótana sem biðu rólegir í túninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNÞÓRA AÐ ATHÖFN LOKINNI Prestarnir séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson og séra Dalla Þórðardóttir þökkuðu öllum fyrir komuna. Á HLAÐI MERKIGILS Aðstandendur síðasta ábúandans buðu upp á myndarlegt messukaffi. K irkjan í Ábæ var byggð 1921-1922. Hún var teiknuð af ekki ómerkari manni en Guð- jóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins. Sjö bæir tilheyrðu Ábæjarsókn þegar mest var, allir austan Jökulsár, enda áin mjög torveld yfirferðar áður en brúin kom árið 1969. Síðasta sóknarbarnið féll frá árið 1997 og hafði þá verið eitt í nokkur ár. Það var Helgi Jónsson, bóndi á Merkigili, sem hrapaði til bana í hinu hrikalega Merkigili. Leiði hans sker sig úr öðrum í kirkju- garðinum í Ábæ því það er langnýjast. Systkini Helga hafa gefið kirkjunni skírnarfont til minn- ingar um bróður sinn, gerðan úr birkitré sem óx í gili Austari-Jökulsár. ■ LEIÐI HELGA SKER SIG ÚR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.