Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.08.2012, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 11.08.2012, Qupperneq 32
KYNNING − AUGLÝSINGCrossFit LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST 20122 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, s: 512 5432, tp.: sverrirbs@365.is. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Gazpacho er köld tómatsúpa, spænskur þjóðarréttur sem búinn var til í Andalúsíu. Súpuna er upp- lagt að hafa á heitum sólardög- um, enda er hún hressandi. Súpan er þar fyrir utan afar heilsusamleg og næringarrík. Hana er því gott að borða þegar fólk er í æfingum. Tómatar eru afar góðir um þessar mundir og því upplagt að nota þá nýja í þessa súpu. Í súpuna má nota mismunandi grænmeti en tómötum má ekki sleppa. Súpan er maukuð í mat- vinnsluvél áður en hún er borin fram. Það sem þarf 1 agúrka 1 rauð paprika ½ rauður chili-pipar 4 hvítlauksrif 900 g tómatar, skornir í báta og fræhreinsaðir 1 tsk. tómatpuré 1 tsk. pipar 1 tsk. salt 5 dl ískalt vatn 3 msk. rauðvínsedik 2 msk. ólífuolía Skreyting: 1 gul paprika fersk basilíka 2 msk. ólífuolía Skolið grænmeti og skerið í litla bita. Fínhakkið chili-pipar og hvítlauk. Léttsteikið hvítlauk og chili í ólífu- olíu. Bætið grænmetinu, tómötum og tómatpuré saman við á pönnuna. Látið allt malla smá stund. Maukið súpuna með töfrasprota eða í mat- vinnsluvél og bætið köldu vatni smám saman við. Bragðbætið súpuna með salti, pipar og ediki. Berið súpuna fram kalda og setjið smátt skorna gula papriku, basil og ólífuolíu ofan á hana. Köld tómatsúpa að hætti Spánverja Köld tómatsúpa er full af vítamínum og afar bragðgóð. Heimsmeistarinn Annie Mist hóf að stunda cross-fit árið 2009 og hefur náð á toppinn á mjög skömmum tíma. Hún stundaði ýmsar íþrótt- ir á yngri árum, til dæmis stang- arstökk og dans, en þó lengstum fimleika sem hún stundaði frá sjö ára aldri. „Mig vantaði eitthvað nýtt eftir að ég hætti að stunda fimleika sextán ára gömul. Vinur minn, Evert Víglundsson, skráði mig í fyrstu crossfit-keppnina sem haldin var hér á landi árið 2009. Ég ákvað að taka þátt og vann keppn- ina. Þannig öðlaðist ég keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sama ár. Þar sem ég var nýbúin að kynnast íþróttinni þurfti ég að eyða næstu tveimur mánuðum í að læra cross- fit betur.“ Annie segist ekkert hafa vitað hverju hún átti von á þegar hún tók þátt í heimsmeistara- mótinu í fyrsta skiptið. „Þetta var algjört ævintýri og ég var hepp- in með greinarnar fyrsta árið. Ég fór eiginlega út með því hugarfari að gera mitt besta og sjá til hvað myndi gerast.“ Annie endaði í ell- efta sæti af 50 keppendum og hefur síðan gert fátt annað en að keppa, kynna og þjálfa crossfit. Fjölbreytileikinn í crossfit er það sem hefur alltaf heillað Annie mest. Um er að ræða mismunandi samsettar æfingar og ólíkar út- færslur af hverri æfingu fyrir sig. „Mér hefur ekki enn tekist að fá leið á neinni æfingunni enda eru þær mjög fjölbreyttar. Við erum að tala um ólympískar lyfting- ar, kraftlyftingar, hlaup, æfingar með ketilbjöllum og margt fleira. crossfit er líka frábær valkostur fyrir fólk sem til dæmis finnur sig ekki í hefðbundnum íþróttagrein- um eða vill nýja áskorun á miðjum aldri. Síðan ertu umkringdur svo skemmtilegu fólki þegar þú stund- ar crossfit. Allir svitna vel saman og ganga í gegnum sömu æfing- arnar saman.“ Fólk á öllum aldri stundar cross- fit hérlendis, frá unglingum upp í ellilífeyrisþega. Annie segir þó fjölmennustu hópana vera annars vegar ungt fólk á framhaldsskóla- og háskólaaldri og hins vegar fólk á miðjum aldri. „Foreldrar mínir stunda til dæmis crossfit og stór vinahópur þeirra. Elsti iðkand- inn í stöðinni okkar nálgast bráð- um áttrætt.“ Vinsældir crossfit hafa auk- ist mjög mikið síðustu árin. Sem heimsmeistari hefur Annie ferðast um heiminn undanfarið ár og kynnt íþróttina, meðal annars í Suður-Kóreu og Suður-Ameríku. Hún segir íþróttina hafa verið vin- sæla í Bandaríkjunum í mörg ár en nú sé að verða algjör sprenging í Evrópu. Einnig séu vinsældir henn- ar að aukast mikið í Suður-Ameríku og víða í Asíu. „Ég kenndi á þjálf- aranámskeiðum í Evrópu í fyrra. Fyrst um sinn vorum við með eitt til tvö námskeið í mánuði en undir lokin vorum við að halda jafnvel tvö námskeið hverja helgi. Margir sem sækja námskeiðin stofna seinna meir eigin crossfit-stöðvar. Í dag eru um 4.000 stöðvar starfræktar í heiminum og þeim fjölgar stöðugt. Vinsældirnar aukast svona hratt því fólk hefur svo rosalega gaman af þessari íþrótt.“ Árið í ár verður sem fyrr við- burðaríkt hjá Annie. Hún held- ur áfram að ferðast um heiminn og kynna íþróttina auk þess sem hún þjálfar í CrossFit Reykjavík en hún festi kaup á hlut í stöðinni fyrr á árinu. „Svo stefni ég auðvitað á að verja titilinn á heimsmeistara- mótinu á næstu árum. Sjálfsagt mun ég stunda keppni næstu árin áður en ég dreg mig í hlé. Kannski sný ég svo aftur og keppi í eldri ald- ursflokkum eftir það, hver veit.“ Frábær valkostur fyrir flest fólk Annie Mist hefur stundað crossfit í rúm þrjú ár og unnið tvo heimsmeistaratitla. Nú ferðast hún um heiminn og kynnir íþróttina auk þess sem hún þjálfar í CrossFit Reykjavík. Vinsældir íþróttarinnar hafa vaxið mikið undanfarin ár. Fjölbreytileikinn í crossfit er það sem heillar Annie Mist mest við íþróttina. MYND/GVA CrossFit Hafnarfjörður er lítil og persónuleg crossfit-stöð á Melabraut 17 í Hafnarfirði. „Hjá okkur ríkir mjög góður andi og liðsheild. Fólk er fljótt að kynnast hvert öðru og félagsskapurinn er mikilvægur þáttur í starfsemi okkar. Við erum með þéttan hóp og höfum haldið árshátíð og grillpartí,“ segir Helga Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi CrossFit Hafnarfjarðar. Crossfit Hafnarfjörður hefur starfað í rúm tvö ár en flutningar eru í kortunum því aðsókn í stöðina hefur aukist svo mikið undanfarið ár að finna þarf hent- ugra húsnæði. Í CrossFit Hafnarfirði er gerð krafa um að fólk fari fyrst á grunnnámskeið þegar það byrjar að æfa crossfit. „Við leggjum mikla áherslu á að fólk læri æfingarnar og geri þær á réttan hátt. Það er í boði að fara á fjögurra vikna grunnnámskeið eða á hrað- námskeið sem tekur eina helgi. Einkatímar eru líka í boði í grunnþjálfun fyrir einstaklinga eða smærri hópa sem eru í ágætis formi.“ Í CrossFit Hafnarfirði er boðið upp á crossfit fyrir börn og unglinga. „Við erum búin að sækja sérstök námskeið í crossfit fyrir krakka. Þar eru hlutirnir ein- faldaðir og æfingar til dæmis kallaðar öðrum nöfn- um og reynt að vísa í eitthvað sem börnin þekkja. Til dæmis er talað um að lyfta leysibyssunum þegar lyfta á olnbogunum í ákveðnum æfingum. Við reynum að hafa allar æfingar skemmtilegar og krökkunum á að finnast gaman að æfa hjá okkur.” Helga segir crossfit vera bæði skemmtilegt og ár- angursríkt. „Við viljum hafa ákveðin gæði í æfing- unum hjá okkur og þetta snýst fyrst og fremst um að bæta eigin árangur. Crossfit snýst ekki um kílóatölu eða fituprósentu. Hér er ekki einblínt á útlit heldur lögð áhersla á hreysti. Markmiðið er að byggja upp þol og styrk og allir miða að því að ná árangri í æfing- unum. Við skráum allan árangur á vefsíðu þar sem fólk getur séð hversu mikið það hefur bætt sig þegar það tekur sömu æfingu aftur einhverjum vikum eða mánuðum síðar. Þetta tekur tíma en fólk nær alltaf að bæta sig eitthvað. Árangurinn kemur hraðar í ljós í crossfit en í flestum öðrum íþróttum. Svo er það líka svo fjölbreytt og skemmtilegt.“ Nánari upplýsingar um CrossFit Hafnarfjörð má finna á heimasíðunni cfh.is. Árangurinn skiptir mestu máli CrossFit Hafnarfjörður er persónuleg líkamsræktarstöð þar sem áhersla er lögð á að ná að bæta sjálfan sig en ekki einblínt á kíló eða fituprósentu. Helga Guðmundsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri CrossFit Hafnarfjarðar, segir crossfit-íþróttina eiga vaxandi vinsældum að fagna. MYND/ÚR EINKASAFNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.