Fréttablaðið - 10.09.2012, Síða 16
16 10. september 2012 MÁNUDAGUR
Skólastjórnendur bera ábyrgð á því að starfsemi skólanna fari
að lögum og þar sem einelti meðal
barna fer yfirleitt fram í skól-
anum eða í tengslum við hann þá
er ábyrgð þeirra á að takast á við
þennan vanda mikil. Stundum fer
umræðan fram með þeim hætti
að allt sem skólastjórnendur eru
að vinna með á þessum vettvangi
fellur í skuggann. Því verður hér
reynt að varpa ljósi á það starf
sem skólastjórnendur, kennarar og
starfsmenn skóla vinna til að draga
úr einelti.
Einelti í skólum hefur verið
meira í umræðu manna á meðal
síðustu ár og þjóðfélagið allt orðið
meðvitaðra um hve afdrifarík
áhrif það getur haft á líf einstak-
linga eins og því miður dæmin
bera með sér. Segja má að menn
séu sammála um að einelti feli í
sér athöfn eða hegðun sem særir á
einhvern hátt þann sem fyrir henni
verður. Þá felur einelti í sér endur-
tekningu og oftast stendur þoland-
inn höllum fæti gagnvart gerand-
anum sem er yfirleitt ekki einn að
verki heldur eru þeir fleiri saman.
Þó svo að flestir hafi einhverja
hugmynd um það hvað einelti er, þá
getur upplifun nemenda verið mis-
munandi og löggjafinn hefur ekki
sett fram skilgreiningu á einelti í
lögum um grunnskóla og ábyrgð
skólastjóra. Margt er þó að finna
í grunnskólalögunum og nýrri
reglugerð um ábyrgð og skyldur,
sem snýr að andlegri og félags-
legri líðan barna og hefur for-
varnargildi gegn einelti. Almennt
eru skólastjórar, kennarar og aðrir
starfsmenn skóla að vinna eftir
þessum þáttum.
Fyrst ber að nefna stefnumót-
andi forvarnaráætlanir sem sett-
ar eru fram í hverjum skóla þar
sem fram kemur hvernig ætlun-
in er að koma í veg fyrir einelti
og ekki síst hvernig bregðast á
við slíkum tilvikum. Margs konar
áætlanir hafa verið í gangi en sú
algengasta er norsk að uppruna,
kennd við Olweus og hefur verið
unnið eftir þeirri aðferðafræði í
mörgum grunnskólum á Íslandi
frá því 2002. Árangurinn hefur
verið nokkuð sveiflukenndur enda
erfitt að mæla hann og aðferðir til
þess mismunandi. Sumir skólar
hafa náð ágætum árangri en aðrir
standa í stað.
En áætlanir ná skammt ef þeim
er ekki fylgt eftir og því hlutverki
sinna skólastjórnendur, kennarar og
starfsfólk af metnaði. Áætlanirnar
fela yfirleitt í sér einhvers konar
tæki og tól til að koma í veg fyrir og
taka á einelti og þarf því að byggja
slíkt inn í daglegan skóladag og þá
vinnu sem fram fer í skólunum. Það
þýðir oft breytta starfshætti, útdeil-
ingu á ýmsum verkþáttum og hvað
annað sem hægt er að gera til að
dreifa ábyrgð.
Að byggja upp skólabrag án ein-
eltis gerist ekki á stuttum tíma. Því
þarf að styrkja góðu þættina í skóla-
starfinu og byrja að vefa inn nýja
þætti til að vinna á eineltinu. Athug-
anir í atvinnulífinu sem snúa að fyr-
irtækjabrag sýna að það getur tekið
allt að 15 árum að festa breytingar í
sessi og það sama á við í skólunum.
Að skólastjórnandi vinni af heilind-
um eftir eineltisáætlunum styrkir
mjög skólabraginn því þá sjá bæði
starfsmenn og nemendur að verið
er að vinna af alvöru. Fordæmið
hefur mikið að segja til að byggja
upp traustan grunn og mikilvægust
er vitund og virk þátttaka nemenda
og starfsmanna.
Eitt af því sem skólastjórnend-
ur vinna að er að gera eineltismál
sýnilegri í samfélaginu bæði með
því að ræða þessi mál innan veggja
skólans en einnig við foreldra og
aðra aðila sem að uppeldi barna
koma. Má til dæmis nefna að skóla-
stjórnendur hafa reynt að koma á
samvinnu við ýmsa aðila eins og
íþróttafélög til þess að allir gangi í
takt og tekið sé á hlutunum á sama
hátt og í samvinnu aðila. Lykilorðið
er hér samvinnan um að gera það
sem er best fyrir börnin.
Því blæs Skólastjórafélag
Íslands til ráðstefnu undir yfir-
skriftinni Unnið gegn einelti –
ábyrgð og skyldur, 25. september
kl. 13-16 á Grand hótel þar sem
ábyrgð og aðgerðir skólastjóra
gegn einelti verða til umræðu. Til-
gangurinn er að efla málefnalega
umfjöllun og styrkja samvinnu
allra aðila sem að uppeldi barna
koma til að berjast við vágestinn
einelti.
Einelti og ábyrgð
skólastjórnenda
Ég er komin aftur í þína þjón-ustu eftir yndislegt sumarfrí.
Því eyddi ég að mestu fjarri mal-
bikuðum götum í nær stanslausri
veðurblíðu, lá úti í móa með strá
í munni og lét mig dreyma um að
gerast bóndi. Þó bara svona sumar-
bóndi. En nú er ég sem sagt komin
aftur þótt skrefin hafi verið heldur
þung fyrsta fundardaginn. Ég vinn
sem kennari í nýsmíðuðum skóla
og hlakka til vetrarins vegna þess
að starfið er fjölbreytt, krakkarnir
skapandi og vinnufélagarnir alltaf
til í að sprella.
Mér hefur alltaf verið ljóst að
kennarastarfið gerði mig ekki
ríka. Auðvitað vonar maður að
tímar breytist og kennarar, hjúkr-
unarfólk, slökkviliðsmenn, lög-
regluþjónar og aðrir sem sinna
svona tómstundastörfum geti lifað
af laununum en þangað til skul-
um við bara vona að meirihlutinn
hafi reddað sér fyrirvinnu. Það er
reyndar vandi út af fyrir sig en ég
er hrædd um að ansi margir hafi
fundið framtíðarfélaga í svipuðu
starfi. „They breed amongst them-
selves“ var sagt einhvers staðar og
spáðu bara í það; þetta fólk mun
sennilega eignast börn sem eru til-
búin til þess að vinna mikið fyrir
lítið.
Það var hins vegar ekki erind-
ið kæra Reykjavík heldur að mér
er vandi á höndum. Þannig er
að þessi peningaupphæð sem þú
borgar mér um hver mánaðamót
og sumir kalla laun en ég kýs að
kalla kaldhæðni lækkar umtals-
vert þegar skóla lýkur á sumr-
in vegna þess að þá dettur fasta
yfirvinnan út. Sumum þykir þetta
eflaust eðlilegt, af hverju ætti að
borga vinnu sem ekki er sinnt? En
starfsmenn hjá öðrum fyrirtækj-
um sinna varla fastri yfirvinnu í
sínu sumarfríi.
Nú er sumrinu samt lokið og
ég mæti berjablá til vinnu með
ótal nýjar hugmyndir í töskunni.
Þann 1. ágúst hófst nýtt skólaár og
vegna starfsreynslu og stöðu hef
ég vaxið um tvo launaflokka. Ég
ætla ekkert að vera að telja fram
hvað tveir launaflokkar þýða á
kennaramáli því ég hef fyrir sið
að vera kurteis svona opinberlega
en mig munar samt um þennan
pening.
Og nú vík ég loks að máli dags-
ins. Launadeildin þín treystir sér
ekki til að borga mér full laun fyrr
en 1. október. Nú skaltu ekki mis-
skilja mig, ég fæ greiddar krón-
urnar sem vantaði upp á fyrir
ágúst og september, ég fæ þær
bara ekki strax. Þetta hljómar
kannski ekki eins og neitt stórslys
en þetta er veruleikinn á hverju
einasta hausti hjá að minnsta kosti
þeim þúsund kennurum sem starfa
hjá þér. Einhver sagði að vandinn
væri einmitt falinn í fjöldanum,
launadeildin kæmist bara ekki yfir
að afgreiða þetta fyrr en mér er
nokkuð sama hver ástæðan er. Ég
réði mig í vinnu og vil fá rétt laun.
Að þessu sögðu getur þú kannski
skilið að mér var brugðið þegar ég
sá að vextir hafa bæst við reikn-
inginn frá orkuveitunni þinni af
því að ég lét hann bíða. Sama dag
rann rukkun um leikskólagjöld
inn um lúguna. Ég róaði mig samt
niður og minnti mig á að þú gast
ekki endilega munað að ég væri
starfsmaður hjá þér og þú hefðir
ekki borgað mér rétt laun síðustu
tvo útborgunardaga. Þar sem ég er
sæmilega upplýst veit ég líka að
orkuveitan, leikskólinn og launa-
deildin eru sjálfstæð fyrirtæki og
tengjast ekki á nokkurn hátt nema
að tilheyra sama sveitarfélagi. Því
hef ég ákveðið að taka mig á, verða
sjálfstæðari og spila með. Mig
langar bara að vita hvert ég sendi
vaxtareikninginn.
Kæra Reykjavíkurborg
Engum dylst að framkomnar hugmyndir um að færa gisti-
þjónustu undir almenna virðis-
aukaskattþrepið er umtalsverð
aukin skattheimta á eina tegund
ferðaþjónustu. Margir spyrja
hvort greinin standi undir því.
Umræða um þetta mál hefur að
einhverju leyti fallið í skotgraf-
ir. Samtök ferðaþjónustunnar
(SAF) fengu KPMG til að komast
að niðurstöðu sem svo stangast að
flestu leyti á við niðurstöður Hag-
fræðistofnunar Háskóla Íslands,
sem fjármálaráðuneytið fékk að
borðinu. Hinir fyrrnefndu segja
að ferðaþjónustan beri þetta ekki,
hinir síðarnefndu að það geri hún
víst.
KPMG valdi sér tiltölulega
þröngt sjónarhorn til að skoða
málið og byggði á ársreikning-
um 35 fyrirtækja í gistiþjónustu
frá 2011, sem saman þekja 80%
markaðarins. Með því að gefa
sér að fyrirtækin sjálf tækju á
sig allan kostnað vegna skatt-
heimtunnar þá ályktar KPMG
að það muni ríða þeim flestum
(allavega á höfuðborgarsvæðinu)
að fullu. Sama gildir ef þau taka
hluta hækkunar á sig. Um þessar
staðhæfingar verður ekki efast
enda fjárbinding mikil að hluta
vegna væntinga um vöxt grein-
arinnar. Vandinn er hins vegar
sú forsenda sem KPMG gefur sér
ef allri hækkun er velt út í verð-
lagið. KPMG gefur sér að innan
ramma skilgreindrar verðteygni
gistingar muni gestum fækka
nákvæmlega sem henni nemur.
Með öðrum orðum myndi hækkað
verð á gistingu ráða úrslitum um
Íslandsferð þess hóps sem lætur
verðbreytinguna hafa áhrif á sig,
frekar en að hún hefði áhrif á val
á gististað eða gistimöguleikum.
Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands notar mjög áþekka verð-
teygnistuðla, en horfir til þess
að gisting er rúmur tíundi hluti
af útgjöldum gesta til landsins.
Þannig leyfir Hagfræðistofnun
sér að gera ráð fyrir minni sam-
drætti í komu gesta, sem nemur
því hlutfalli. Að auki vísar hún
máli sínu til stuðnings á, að þrátt
fyrir hækkun á verði undanfar-
inna ára og ekki síst fyrir hrun,
þá hafi gestum fjölgað jafnt og
þétt, sem og gistinóttum. Gild-
ir það einnig um síðustu ár eftir
hrun. Þannig kemst Hagfræði-
stofnun að þeirri niðurstöðu að
greinin beri hækkun, þar sem
gistiþátturinn er ekki úrslitaþátt-
ur í vali á Íslandsferð og gestum
muni fjölga engu að síður. Sjónar-
horn Hagfræðistofnunar er vítt,
þjóðhagslegt og byggir á fyrir-
liggjandi opinberum tölum. Erf-
itt er að draga ályktanirnar í efa
án þess að telja tölurnar sem að
byggt er á ómarktækar (t.d. um
fjölda gesta, gistinætur og með-
alverð gistingar). Ef svo er eru
það mjög alvarlega fréttir fyrir
ferðaþjónustu í landinu, þar sem
ekki verður mikið um markvissa
stefnumótun ef ekki er að marka
hagtölur.
Í ljósi niðurstöðu KPMG og
Hagfræðistofnunar mætti ætla
að hægt væri að hækka verðið
á gistingunni sem nemur hækk-
un virðisaukaskatts og gestirnir
greiða þetta og ríkissjóður fær
meiri arð af þeirri auðlind sem
náttúruþyrstir gestir okkar eru.
Viðbrögð ferðaþjónustunnar gefa
til kynna að þeir telji hagsmunum
sínum ógnað með þessu. Á því eru
nokkrar skýringar:
■ Almennt óþol gegn skatta-
hækkunum. SAF fylkir liði
með Samtökum atvinnulífs-
ins í almennum mótmælum
við skattahækkanir, sem aftur
endur speglar tiltekin pólitísk
sjónarmið.
■ Væntingar um vöxt. Á meðan
fjölgun rúma hefur undanfar-
in ár haldist nokkuð í takt við
fjölgun gesta og gistinótta,
eru áform um uppbyggingu nú
gríðarmikil og langt umfram
það sem ætla mætti að skilaði
sér gegnum fjölgun gesta. Hins
vegar er árstíðarvandi greinar-
innar óbreyttur og fjárfesting
í gistingu getur helst vænst að
taka til sín hluta af þeim kúf
sem er á sumrin en varla meir.
Á öðrum tímum hyggjast menn
mögulega keppa í verði og telja
þá samkeppnisstöðu sinni
ógnað, sérstaklega ef rekstur
þarf að standa undir afborgun-
um mikilla lána vegna fjárfest-
inga sem stöfuðu af of miklum
væntingum.
■ Þessu tengt má spyrja hvort
greininni sé hollt að vaxa og
byggja rekstrarforsendur
áfram á skattþrepi sem hugsað
er sem undanþáguþrep. Jafn-
ræði milli greina hefur jafnan
gefist best í hagfræðinni, enda
skattheimta inngrip í virkni
markaða.
■ Vegna fyrstu tveggja þáttanna
er einnig bent á að gistiþjón-
usta muni færast yfir í svarta
atvinnustarfsemi. Í umhverfi
þar sem markvisst er alið á því
að allir skattar séu vondir má
vænta þess að einstökum þjón-
ustuveitendum finnist þetta
prýðisátylla til að vinda sér
neðanjarðar. Það vill SAF eðli-
lega ekki sjá.
Gestum til landsins fjölgar sem
aldrei fyrr og í tillögum ríkis-
stjórnar endurspeglast það sem
heyra má nú æ oftar og hávær-
ar, það er hvað ferðaþjónustan
er að leggja til samfélags okkar.
Ef ríkið vill ná arði af greininni
með hækkun gjalda þá er þetta
án efa fær leið ef allri hækkun-
inni er velt út í verðlagið og ólík-
legt er að það hafi teljandi áhrif
á eftirspurn. Hins vegar í ljósi
þeirra væntinga og fjárfesting-
ar sem þegar hefur verið farið í
þá verður að gefa aðlögunartíma,
þar sem t.d. þegar er hafin sala
á ferðum næsta árs og einhverj-
ir hafa farið offari í fjárfestingu,
mögulega á röngum forsendum.
Það sem ég kalla hins vegar eftir
samhliða er stefna hins opin-
bera í málefnum ferðaþjónustu.
Með öðrum orðum; hvernig þess-
ar tekjur eiga að efla og bæta
umhverfi greinarinnar hér á
landi, móttökuskilyrði á áfanga-
stöðum innanlands og tækifæri
í vöruþróun sem tekur á hinum
mikla árstíðarvanda greinarinn-
ar. Að mínu mati liggja þar hinir
raunverulegu hagsmunir greinar-
innar til langrar framtíðar.
Hagsmunir ferðaþjónustu
Ferðaþjónusta
Dr. Edward H.
Huijbens
forstöðumaður
Rannsóknamiðstöðvar
ferðamála
Kjaramál
Eydís Hörn
Hermannsdóttir
kennari
Samfélagsmál
Svanhildur María
Ólafsdóttir
formaður
Skólastjórafélags
Íslands
Fordæmið hefur mikið að segja til að
byggja upp traustan grunn og mikilvæg-
ust er vitund og virk þátttaka nemenda og
starfsmanna.
Viðbrögð ferðaþjónustunnar gefa til
kynna að þeir telji hagsmunum sínum
ógnað með þessu. Á því eru nokkrar
skýringar.
93% barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi þekkja gerandann*
Almenningsvitund er sterkasta vopnið gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum
Upplýstir foreldrar vernda börn
ÞÚ TREYSTIR HONUM
EN GÆTI VERIÐ AÐ BARNIÐ ÞITT ÞEKKI HANN BETUR EN ÞÚ?
www.blattafram.is
*U
pp
lý
si
ng
ar
á
w
w
w
.b
la
tt
af
ra
m
.is
í
bæ
kl
in
gn
um
: 7
s
kr
ef
ti
l v
er
nd
ar
b
ör
nu
m
.