Fréttablaðið - 10.09.2012, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGHljóðfæri MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 20122
Mörgum er minnisstætt atriðið í tónlistarkvik-myndinni Shine A Light
eftir Martin Scorsese þegar Keith
Richards rífur af sér svarta Guild
GSR Starfire IV-gítarinn sinn í lok
lagsins Champagne And Reefers,
réttir hann Buddy Guy og segir
að hann megi eiga hann. Buddy
rekur í rogastans, enda gítarinn
einkar glæsilegur og verðmætur
eftir því. Um eiginlegt verðmæti er
erfitt að fullyrða, þar sem gítarar af
nákvæmlega þessari gerð eru ekki
framleiddir lengur.
Þótt gjöfin hafi verið vegleg
munaði hljómsveitarstjórann í The
Rolling Stones lítið um hana. Fyrir
það fyrsta er hann vellauðugur eftir
hálfa öld í aðalliðinu í efstu deild
rokksins. Svo sá heldur ekki högg
á vatni í gítarsafninu, því að Keith
Richards á að eigin sögn um það bil
þrjú þúsund gítara. Fyrir nokkrum
árum var haft eftir honum í blaða-
viðtali að til greina kæmi að opna
safn með helstu gripunum. Hann
kvaðst ekkert hafa við alla þessa
gítara að gera. Hann hefði aðeins
tvær hendur og hann gæti hrein-
lega ekki notað þá alla. Einnig
kvaðst Keith hafa íhugað þann
möguleika að gefa gítarana. Hann
hefði hvort sem er þegið þá flesta
að gjöf.
Sextíu ára gítar
Keith Richards segist almennt
nota um það bil tíu gítara þegar
The Rolling Stones eru á hljóm-
leikaferð. Flestir eru þeir fram-
leiddir hjá Fender- og Gibson-
verksmiðjunum. Fender-gítar-
arnir eru sumir komnir vel til ára
sinna, til dæmis einn Telecaster,
sem verður 60 ára á næsta ári.
Gítarnum gaf Keith viðurnefnið
Micawber eftir persónu í skáld-
sögunni David Copperfield eftir
Charles Dickens. Í hljóðfærinu
eru einungis fimm strengir og það
notar gítarhetjan einkum til að
leika lögin Brown Sugar og Honky
Tonk Woman. Að minnsta kosti
tveir aldraðir fimm strengja Tele-
caster-gítarar eru til vara í hverri
hljómleikaferð. Annar var smíð-
aður 1954 og hinn 1967. Í báðum
eru einungis fimm strengir. Sá
fjórði dúkkaði reyndar upp árið
2005 eftir að hafa verið í hvíld frá
árinu 1986. Sá var smíðaður árið
1975 og var einmitt fyrst notaður í
hljómleikaferð Rolling Stones um
Norður-Ameríku það ár.
Lifir í gömlum glæðum
Svo kann að vera að Keith
Richards þurfi að dusta rykið af
þessum öldungum og fleiri gæða-
gripum síðar á þessu ári. The Roll-
ing Stones fagnaði hálfrar aldar af-
mæli í júlí síðastliðnum. Þrálát-
ur orðrómur hefur verið á kreiki
um að hljómsveitin hyggist efna
til hljómleika í tilefni tímamót-
anna. Orðrómurinn hefur þó yfir-
leitt verið borinn til baka. Keith
Richards greindi þó frá því í blaða-
viðtali fyrir nokkru að hljómsveit-
in hefði verið við æfingar og haft
var eftir Mick Jagger að ekki væri
loku fyrir það skotið að hljóm-
sveitin léki saman opinberlega
fyrir árslok.
Keith Richards á gítara í þúsundatali
Von er á enn einni safnplötunni með tónlist The Rolling Stones. Sú heitir GRRR! og kemur út 12. nóvember. Á henni verða tvö ný lög,
Gloom And Doom og One Last Shot. Vísir menn fullyrða að bæði hafi lögin verið hljóðrituð í París í síðasta mánuði.
Þessi gítar er sextíu ára gamall.Keith Richards notar um það bil tíu gítara á hljómleikaferðum. MYND/AFP
Focal býður upp á þrjár vöru-línur í stúdíóhátölurum, CMS, Solo og Twin og svo
það nýjasta, SM9, sem er f lagg-
skipið. „Xavier Metzger frá Focal
verður í Hljóðfærahúsinu Tóna-
búðinni Síðumúla 20 með par af
flaggskipinu þeirra SM9 á morg-
un, þriðjudag. Þetta er hluti af
Evrópukynningu á þessum hátöl-
urum og ekki á hverjum degi sem
tækifæri gefst til að hlusta á svona
dýrgripi,“ segir Sindri Már Heimis-
son, framkvæmdastjóri Hljóðfæra-
hússins Tónabúðarinnar.
Sindri segir að allir þeir sem
eru í hljóðvinnslu ættu að taka
þessu tækifæri fagnandi og kynna
sér Focal sem hafa fengið mikið
lof gagnrýnenda víða um heim að
undanförnu. „Það verður einn-
ig hægt að hlusta á CMS- og Solo
6-hátalarana hjá okkur á morg-
un. Við tókum forskot á sæluna og
stilltum SM9 upp í hljóðveri okkar
og það er ekki vafi í okkar huga að
hér er um að ræða nýtt viðmið í
gæðum á slíkum hátölurum. Þess-
ir hátalarar eru reyndar ekki gef-
ins en líklegt verð á parinu er níu
hundruð þúsund til ein milljón
króna. Slíkir hátalarar hafa einn-
ig verið keyptir í heimahús af þeim
sem gera miklar kröfur og vilja
besta mögulegan hljóm er hlust-
að er á góðar
hljóðupptök-
ur.“
Kynningin
í Hljóðfæra-
húsinu Tóna-
búðinni verð-
ur á morgun,
11. septem-
ber k luk kan
18 og stendur
til klukkan 20.
Einnig verða
Solo 6 og CMS 50
frá Focal sýndir.
Hlustað á
dýrgripi
Hljóðfærahúsið og Tónabúðin tóku nýverið við
umboði fyrir hina heimsþekktu Focal stúdíó
hátalara. Focal er franskt fyrirtæki sem framleiðir
einnig hágæða hátalara fyrir heimili, bíla og fleira.
Hátalari Focal sm9.
Gríðarlegt úrval – Topp vörumerki
í stærstu hljóðfæraverslun landsins