Fréttablaðið - 17.09.2012, Síða 50
17. september 2012 MÁNUDAGUR18
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
timamot@frettabladid.is
Við blásum til málþings fyrir aðila
skólasamfélagsins í Gerðubergi í dag,“
segir Ketill B. Magnússon, formaður
samtakanna Heimilis og skóla sem eru
20 ára í dag. Yfirskrift mál þingsins er
Samráð í sátt og verður athyglinni
beint að samráði milli skóla og for-
eldra varðandi breytingar á skóla-
starfi. „Við viljum vekja athygli á því
að þess hefur ekki alltaf verið gætt af
hálfu sveitarfélaganna að hafa samráð
við foreldra í þeim breytingum á skóla-
umhverfinu sem fylgt hafa samdrætti
og niðurskurði,“ segir Ketill. „Þannig
að markmið málþingsins er að fá fram
ólík sjónarmið varðandi samráð svo
við getum í framhaldinu stillt saman
væntingar okkar og skilning. Undan-
farin ár hafa komið upp mál þar sem
foreldrar hafa verið ósáttir við hvernig
staðið hefur verið að breytingum í
skólasamfélaginu og það þarf að endur-
hugsa það hvernig staðið er að slíku.
Samráðið þarf að verða nánara bæði
varðandi praktísk mál, sem koma upp
dag frá degi í rekstri skóla, og einnig í
stefnumótun.“
Hefur samt ekki eitthvað áunnist
á þessum tuttugu árum? „Jú jú, sam-
tökin hafa náð miklum árangri. Í dag
er það orðið almennt viðurkennt að for-
eldrar eru hluti af skólasamfélaginu og
að það beri að hafa þá með í ákvarð-
anatöku varðandi skólastarfið. Það er
í lögum að foreldrar skuli eiga fulltrúa
í stjórnskipulegu apparati skólans og
sama gildir um sveitarfélögin. Þar eiga
foreldrar að eiga áheyrnarfulltrúa í
öllum skólanefndum. Þannig að það er
enginn vafi á að foreldrasamtökin hafa
náð miklum árangri bæði gagnvart
yfirvöldum og skólunum sjálfum, en
það má aldrei sofna á verðinum. Þótt
eitthvað þyki sjálfsagt í dag gæti það
orðið fljótt að breytast ef því er ekki
stöðugt fylgt eftir.“
Ætlið þið að gera eitthvað fleira til
að fagna afmælinu? „Já, við ætlum að
fagna þeim árangri sem við höfum náð
með því að heiðra söguna og þá aðila
sem hafa verið frumkvöðlar í gegnum
tíðina,“ segir Ketill. „Við verðum með
foreldradaginn í nóvember í annað
sinn, sem er hefð sem við viljum koma
á. Þar leggjum við áherslu á að safna
saman foreldrum og fjalla um málefni
sem brenna á þeim. Annað sem gaman
er að segja frá er að í nóvember koma
hingað formenn landssamtaka foreldra
á öllum Norðurlöndunum og funda á
Íslandi í tilefni afmælisins. Fókusinn
verður á að deila þekkingu og reynslu
af foreldrastarfi á Norðurlöndunum.“
Varst þú í Gerðubergi á stofnfund-
inum 17. september 1992? „Nei, það var
ég ekki,“ segir Ketill og skellir upp úr.
„Ég var ekki einu sinni búinn að eign-
ast mitt fyrsta barn. Hins vegar þekki
ég frumkvöðlana sem voru þar og hef
lært mikið af þeim.“
fridrikab@frettabladid.is
HEIMILI OG SKÓLI 20 ÁRA: BLÁSA TIL MÁLÞINGS Í GERÐUBERGI
Hafa náð miklum árangri
en ekki má sofna á verðinum
VILL SAMRÁÐ Ketill B. Magnússon, formaður Heimilis og skóla, segir vilja brenna við að sveitar-
félögin hafi ekki samráð við foreldra varðandi breytingar á skólaumhverfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BAZ LUHRMANN kvikmyndaleikstjóri á afmæli í dag
„Stundum ertu á undan, stundum á eftir, hlaupið er
langt og á endanum keppirðu bara við sjálfan þig.“
50
Merkisatburðir 17. september
1630 Borgin Boston í Bandaríkjunum er stofnuð af breskum
landnemum.
1823 Fyrsta grindadráp í Reykjavík. 450 marsvín eru rekin á
land.
1844 Fyrstu Alþingiskosningar í Reykjavík. Sveinbjörn Egilsson
hlýtur flest atkvæði, 15, en neitar þingsetu og verður því Árni
Helgason þingmaður, en hann hlaut 11 atkvæði.
1917 Verslunarráð Íslands er stofnað.
1939 Seinni heimsstyrjöldin: Sovétríkin ráðast inn í Pólland úr
austri í samræmi við samkomulag þeirra við Þýskaland.
1966 Vegur fyrir Ólafsfjarðarmúla er formlega opnaður.
1987 Fréttaþátturinn 19:19 hefur göngu sína á Stöð 2.
1992 Landsbankinn tekur eignir Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga upp í skuldir og innlimar þar með Samvinnu-
bankann.
2001 Mesta stigafall í sögu Dow Jones-vísitölunnar verður á
fyrsta viðskiptadegi bandarísku kauphallarinnar eftir 11. sept-
ember.
AFMÆLISÞING HEIMILIS OG SKÓLA Í GERÐUBERGI
17. SEPTEMBER KL. 14-16
Dagskrá:
Ketill B. Magnússon, formaður Heimilis og skóla, opnar málþingið
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, flytur ávarp
Um samráð – Arndís Ósk Jónsdóttir, stjórnunarráðgjafi
Börn og breytingar í skólum – Margrét María Sigurðardóttir, Umboðsmaður barna
Sjónarmið sveitarfélaga – Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Sambands
íslenskra sveitarfélaga
Pallborðsumræður og spurningar úr sal
Fyrrum formenn heiðraðir
Afmæliskaffi
Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLÖF MAGNÚSDÓTTIR
Hvassaleiti 56,
lést sunnudaginn 9. september. Útförin fer
fram frá Grensáskirkju þriðjudaginn 18.
september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á líknarfélög.
Magnús R. Jónasson Sigrún Sigurðardóttir
Sigurrós Jónasdóttir Ólafur G. Flóvenz
Elín Jónasdóttir
Eggert Jónasson
ömmubörn og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
KARL G SIGURBERGSSON
Suðurgötu 26, Keflavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 11.
september. Útför hans fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju föstudaginn 21. september
kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á Þroskahjálp á Suðurnesjum.
Valgerður Bjarnadóttir
Bjarni Frímann Karlsson Sólveig D Ögmundsdóttir
Ragnar Karlsson Þóra Eyjólfsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar,
RÓSA SVEINBJARNARDÓTTIR
Dalalandi 8, Reykjavík,
lést miðvikudaginn 12. september.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 18. september kl. 15.00.
Jónína Helgadóttir Víkingur Sveinsson
Einar Helgason Inga Guðmundsdóttir
Kolviður Helgason Margrét Hreinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN BJÖRNSSON
fræðiritahöfundur,
frá Bólstaðarhlíð, Vestmannaeyjum,
Ægisíðu 92, Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 4. september verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn
21. september kl.13.00.
Bryndís Jónsdóttir
Halldóra Björk Jónsdóttir Ingimar Haraldsson
Þorgerður Bryndísardóttir Jónsdóttir Bogi Agnarsson
Birna Ólafía Jónsdóttir Ásmundur Jón Þórarinsson
Björn Jón Jónsson
barnabörn og barnabörn.
Vanessa Williams var krýnd ungfrú
Ameríka 1984 þann 17. september
1983, fyrst þeldökkra kvenna. Titill-
inn færði henni þó litla hamingju því
fljótlega eftir að úrslitin voru kunn-
gjörð fóru henni að berast hatursbréf
og dauðahótanir. Steininn tók þó úr
tíu mánuðum seinna þegar upp voru
grafnar nektarmyndir af Williams,
sem teknar höfðu verið árið 1982, og
þær birtar í tímaritinu Penthouse.
Eftir gífurlegt fjölmiðlafár og
hótanir stuðningsaðila um að þeir
myndu hætta að styðja keppnina
fjárhagslega yrði Williams ekki
svipt titlinum afsalaði hún sér
honum á blaðamannafundi þann
23. júlí 1984. Við titlinum tók sú
sem hafði verið í öðru sæti í keppn-
inni, Suzette Charles, sem einnig er
þeldökk. Williams fékk þó að halda
kórónunni og námsstyrknum sem
hún hafði hlotið í verðlaun og er enn
skráð sem ungfrú Ameríka 1984 í
opinberum gögnum Miss America
Organization.
Williams haslaði sér síðar völl
bæði sem söngkona og leikkona og
hefur meðal annars leikið í sjón-
varpsþáttaseríunum um Ugly Betty
og Aðþrengdar eiginkonur auk þess
sem plötur hennar hafa selst í millj-
ónum eintaka og hún hlotið fjölda
Grammy-verðlauna.
ÞETTA GERÐIST 17. SEPTEMBER 1983
Fyrsta þeldökka ungfrú Ameríka
LANDSSAMTÖKIN HEIMILI OG SKÓLI
Heimili og skóli – landssamtök foreldra
eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð
stjórnmálaflokkum eða trúfélögum.
Foreldrar og forráðamenn barna geta
gerst félagar í Heimili og skóla og aðrir
geta gerst styrktarfélagar. Samtökin veita
ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og
gefa út tímarit og ýmiss konar efni um
foreldrastarf.
Samtökin voru stofnuð 17. september
1992. Markmið þeirra er að stuðla
að bættum uppeldis- og menntunar-
skilyrðum barna og unglinga. Þúsundir
foreldra eru félagar í Heimili og skóla
og með stuðningi þeirra hefur tekist
að byggja upp þjónustu við foreldra og
félög þeirra.