Fréttablaðið - 17.09.2012, Side 54
17. september 2012 MÁNUDAGUR22 22
Íslensku sjónlistarverðlaunin voru veitt
við hátíðlega athöfn í Hofi á fimmtudag
eftir að hafa legið í dvala síðan 2008.
Ragnar Kjartansson hlaut Sjónlista-
verðlaunin 2012 fyrir verk sitt The End,
Endalokin, sem var framlag Íslands til
Fen eyjar tvíæringsins árið 2009.
Tveir aðrir voru verðlaunaðir á hátíð-
inni á fimmtudagskvöld. Jeanette Cas-
tioni fékk Spíruna, sem veitt er ungum og
upprennandi listamönnum. Jeannette Cas-
tioni er fædd í Verona á Ítalíu 1968. Hún
útskrifaðist úr málaradeild listaakademí-
unnar í Bologna 2002 og frá myndlistar-
deild Listaháskóla Íslands 2006.
Hildur Hákonardóttir hlaut heiðurs-
verðlaun fyrir æviframlag til myndlistar
á Íslandi. Hildur er fædd 1938; hún var
meðlimur í SÚM-hópnum og var skóla-
stjóri Myndlista- og handíðaskólans á
árunum 1975-78, auk þess að stunda list
sína og taka virkan þátt í kvennabarátt-
unni. Í blaðinu á föstudag var missagt að
Hildur hefði hlotið Spíruna. Beðist er vel-
virðingar á því.
Ragnar, Hildur og Jeanette heiðruð
VERÐLAUNAHAFAR Jeanette Castioni, handhafi
Spírunnar, Hannes Sigurðsson, forstöðumaður
Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri, og Hildur
Hákonardóttir, heiðursverðlaunahafi. Á myndina
vantar Ragnar Kjartansson.
FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA.IS
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Mánudagur 17. september
➜ Tónlist
21.00 Duo Harpverk leikur tónlist á
Café Rosenberg.
➜ Fyrirlestrar
12.00 Dr. Damien Degeorges, fræði-
maður við Grænlandsháskóla, heldur
erindi um uppbyggingu grænlenska rík-
isins. Fyrirlesturinn fer fram í Lögbergi,
stofu 101, og fer hann fram á ensku.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Ljóseindir, sýning Ásdísar Kal-
man, var opnuð í sal Íslenskrar
grafíkur í Hafnarhúsinu á laugar-
dag. Sýningin saman stendur
af abstrakt olíumálverkum. Í
verkum Ásdísar dregur hún
fram ljósaminningar og upplif-
anir og hvernig þær geta birst í
málverkinu.
Þetta er áttunda einkasýning
Ásdísar en áður hefur hún meðal
annars sýnt í Listasal Mosfells-
bæjar, Ásmundarsal og Nor-
ræna húsinu ásamt því að hafa
tekið þátt í fjölda samsýninga
hér á landi og í Frakklandi og
Danmörku. Ásdís stundaði nám
í Myndlista- og handíðaskóla
Íslands og lauk námi til kennslu-
réttinda frá Listaháskóla Íslands
árið 2004. Sýningin er frá mið-
vikudögum til sunnudaga milli
klukkan 14 og 18 og lýkur sunnu-
daginn 30. september.
Ljóseindir
Ásdísar
LJÓSEINDIR Ásdís Kalman sýnir í
Hafnarhúsinu.
NÝTT FRÁ MJÓLKURSAMSÖLUNNI
D-VÍTAMÍNBÆTT LÉTTMJÓLK
Stóran hluta ársins fá Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín. Þess vegna fæst nú D-vítamínbætt léttmjólk.
Í einu gla is er einn þriðji af ráðlögðum d agskammti. D-vítamín er nauðsynlegt fy ir r vöxt og þroska
beina og hjálpar okkur að takast á v ið d aginn með bros á vör.
Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og
Landspítala kemur í ljós að innan við 5% stúlkna nær ráðlögðum dagskammti af D -vítamíni og innan
við 10% drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í hámarki og þörf fyrir D-vítamín
sérstaklega mikil þá er ljóst að bregðast þarf við.
D-vítamínbætt léttmjólk - eins og hollur sólargeisli :-D
Nýjung!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
3
6
6
9
Sigurvegarar í Busoni-píanó-
keppninni á Ítalíu koma fram
á tónleikum í Norðurljósasal
Hörpu þann 22.október.
Busoni-píanókeppnin nýtur
mikillar virðingar innan klass-
íska tónlistargeirans. Sigur-
vegarar keppninnar í ár eru þau
Antonii Baryschevskyi, Anna
Bukina og Tatiana Chernichka.
Sérstakur gestur á tónleikunum
verður Víkingur Heiðar Ólafs-
son.
Tónleikarnir eru hluti af
tónleikaröð Hörpu sem nefnist
Heimspíanistar í Hörpu. Á
efnis skrá verða verk eftir Bach,
Beethoven, Schumann og Mus-
sorgsky. Miðasala hófst um
helgina.
Heimspían-
istar í Hörpu