Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2012, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 17.09.2012, Qupperneq 54
17. september 2012 MÁNUDAGUR22 22 Íslensku sjónlistarverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Hofi á fimmtudag eftir að hafa legið í dvala síðan 2008. Ragnar Kjartansson hlaut Sjónlista- verðlaunin 2012 fyrir verk sitt The End, Endalokin, sem var framlag Íslands til Fen eyjar tvíæringsins árið 2009. Tveir aðrir voru verðlaunaðir á hátíð- inni á fimmtudagskvöld. Jeanette Cas- tioni fékk Spíruna, sem veitt er ungum og upprennandi listamönnum. Jeannette Cas- tioni er fædd í Verona á Ítalíu 1968. Hún útskrifaðist úr málaradeild listaakademí- unnar í Bologna 2002 og frá myndlistar- deild Listaháskóla Íslands 2006. Hildur Hákonardóttir hlaut heiðurs- verðlaun fyrir æviframlag til myndlistar á Íslandi. Hildur er fædd 1938; hún var meðlimur í SÚM-hópnum og var skóla- stjóri Myndlista- og handíðaskólans á árunum 1975-78, auk þess að stunda list sína og taka virkan þátt í kvennabarátt- unni. Í blaðinu á föstudag var missagt að Hildur hefði hlotið Spíruna. Beðist er vel- virðingar á því. Ragnar, Hildur og Jeanette heiðruð VERÐLAUNAHAFAR Jeanette Castioni, handhafi Spírunnar, Hannes Sigurðsson, forstöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar á Akureyri, og Hildur Hákonardóttir, heiðursverðlaunahafi. Á myndina vantar Ragnar Kjartansson. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA.IS HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 17. september ➜ Tónlist 21.00 Duo Harpverk leikur tónlist á Café Rosenberg. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Dr. Damien Degeorges, fræði- maður við Grænlandsháskóla, heldur erindi um uppbyggingu grænlenska rík- isins. Fyrirlesturinn fer fram í Lögbergi, stofu 101, og fer hann fram á ensku. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Ljóseindir, sýning Ásdísar Kal- man, var opnuð í sal Íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu á laugar- dag. Sýningin saman stendur af abstrakt olíumálverkum. Í verkum Ásdísar dregur hún fram ljósaminningar og upplif- anir og hvernig þær geta birst í málverkinu. Þetta er áttunda einkasýning Ásdísar en áður hefur hún meðal annars sýnt í Listasal Mosfells- bæjar, Ásmundarsal og Nor- ræna húsinu ásamt því að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og í Frakklandi og Danmörku. Ásdís stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk námi til kennslu- réttinda frá Listaháskóla Íslands árið 2004. Sýningin er frá mið- vikudögum til sunnudaga milli klukkan 14 og 18 og lýkur sunnu- daginn 30. september. Ljóseindir Ásdísar LJÓSEINDIR Ásdís Kalman sýnir í Hafnarhúsinu. NÝTT FRÁ MJÓLKURSAMSÖLUNNI D-VÍTAMÍNBÆTT LÉTTMJÓLK Stóran hluta ársins fá Íslendingar ekki nægilegt D-vítamín. Þess vegna fæst nú D-vítamínbætt léttmjólk. Í einu gla is er einn þriðji af ráðlögðum d agskammti. D-vítamín er nauðsynlegt fy ir r vöxt og þroska beina og hjálpar okkur að takast á v ið d aginn með bros á vör. Í nýlegri rannsókn á mataræði 15 ára unglinga á vegum Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala kemur í ljós að innan við 5% stúlkna nær ráðlögðum dagskammti af D -vítamíni og innan við 10% drengja. Þegar litið er til þess að á yngri árum er beinmyndun í hámarki og þörf fyrir D-vítamín sérstaklega mikil þá er ljóst að bregðast þarf við. D-vítamínbætt léttmjólk - eins og hollur sólargeisli :-D Nýjung! E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 6 6 9 Sigurvegarar í Busoni-píanó- keppninni á Ítalíu koma fram á tónleikum í Norðurljósasal Hörpu þann 22.október. Busoni-píanókeppnin nýtur mikillar virðingar innan klass- íska tónlistargeirans. Sigur- vegarar keppninnar í ár eru þau Antonii Baryschevskyi, Anna Bukina og Tatiana Chernichka. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Víkingur Heiðar Ólafs- son. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð Hörpu sem nefnist Heimspíanistar í Hörpu. Á efnis skrá verða verk eftir Bach, Beethoven, Schumann og Mus- sorgsky. Miðasala hófst um helgina. Heimspían- istar í Hörpu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.