Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 17. september 2012 23
Björg Júlíana Árnadóttir sýnir
olíumálverk sín í Kirsuberja-
trénu við Vesturgötu 1 um þessar
mundir. „Að þessu sinni hef ég
tekið form blóma með það í huga
að manneskjur, og þá konur sér-
staklega, eiga ýmislegt sam-
eiginlegt. Og ég reyni að tengja
konuna við blómin á ljóðrænan
máta,“ segir Björg Júlíana.
„Ég byrjaði að mála af fullum
krafti 2008, eftir að ég missti
vinnuna en ég vann í banka. Þá
fór ég í Myndlistarskóla Kópa-
vogs auk þess sem ég fór í nám
í Iðnskólanum í Hafnarfirði á
lista- og hönnunarbraut,“ segir
Björg Júlíana og bætir við að hún
deili vinnustofu með nokkrum
konum og þangað fái þær til sín
góða leiðbeinendur.
Björg hefur áður sýnt verk
sín. „Ég hef haldið einkasýn-
ingar á landsbyggðinni og tekið
þátt í samsýningum með Grósku,
sem er félag myndlistarmanna í
Garðabæ. Í sumar bauð ég hóp
kvenna í sumarbústað upp í
sveit í teboð og sýndi myndirnar
mínar. En núna eru verkin komin
í Kirsuberjatréð og verður von-
andi vel tekið,“ segir hún að
lokum.
Sýningin stendur til 24. sept-
ember og er opin á verslunar-
tíma. -bs
Konur og blóm í Kirsuberjatrénu
BJÖRG JÚLÍANA ÁRNADÓTTIR Konan og blómin nefnist sýning hennar í Kirsuberja-
trénu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Feilspor eða fjárfesting til framtíðar?
SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu og SH – Samtök
heilbrigðisfyrirtækja boða til opins morgunverðarfundar
fimmtudaginn 20. september næstkomandi kl. 8.30
í Hvammi, Grand Hóteli.
Frummælendur fundarins eru:
Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR
María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítala.
Í kjölfarið eru pallborðsumræður, þar sem viðhorf stjórnmála-
flokkanna til fjárhagslegrar hagkvæmni verkefnisins eru reifuð af:
Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Samfylkingu
Unni Brá Konráðsdóttur, Sjálfstæðisflokki
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Framsóknarflokki
Birni Vali Gíslasyni, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði
Þór Saari, Hreyfingunni.
Fundarstjóri er:
Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ.
Þátttökugjald með morgunverði er 2.500 krónur.
Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000.
Skráning og morgunverður hefjast kl. 8.00.
Allir velkomnir.
ÞJÓÐIN BYGGIR SPÍTALA
Bækur ★★★
Næturóskin
Höfundur: Anne B. Ragde.
Hjalti Rögnvaldsson þýddi.
Mál og menning
Töffari missir
kúlið
Anne B. Ragde varð í einni svipan
einn mest lesni höfundur á
Norðurlöndum með þrílógíu sinni
um Berlínaraspirnar sem seinna
urðu að geysivinsælli sjónvarps-
seríu þar sem ættarsagan og átök
kynslóðanna voru í forgrunni. Í
Næturóskinni rær hún á dálítið
önnur mið. Söguhetjan, tón-
listarblaðamaðurinn Ingunn, er
nútímakona fram í fingurgóma,
vel stæð, í góðu starfi, stjórnar lífi
sínu sjálf og stundar kynlíf, mikið
kynlíf, með hverjum sem henni
sýnist. Kynlíf er í hennar augum
uppspretta unaðar og gleði svo
framarlega sem ekki er verið
að flækja það með klístruðum
tilfinningaflækjum og skuldbind-
ingu.
Einstaka sinnum hættir hún sér út
í fast samband en er fljót að forða
sér um leið og henni finnst áhugi
hins aðilans dala. Höfnun er ekki
á hennar matseðli. En auðvitað
þjáist hún af undirliggjandi óham-
ingju. Guð forði því að kona sem
lifir á eigin forsendum geti verið
ánægð. Það verður að dubba upp
handa henni draumaprins, einn
með öllu; barni, hundi og litlu og
sætu húsi. Nema hvað.
Sagan er alfarið sögð út frá
hennar sjónarhorni og samskipti
hennar við kynlífsfélagana og
hinar konurnar í vinnunni ein-
kennast af þörf fyrir að sýna og
sanna að hún hafi fullkomið vald
á öllum aðstæðum. Efasemdar-
köstin þegar hún er ein heima,
kannski á fjórða ginglasi, skapa
hárfína spennu og sársaukinn
sem undir liggur er einungis
gefinn í skyn, aldrei orðaður beint
þannig að lesandinn fyllist forvitni
og löngun til að vita meira um
þessa konu og fortíð hennar.
Persóna Ingunnar er dásamlega
vel skrifuð, alltaf stutt í húmorinn
þótt undirtónninn sé sár og
töffaraandlitið sem hún sýnir
umheiminum virkar gegnheilt og
sannfærandi. Ófullnægja hennar
og efasemdir um eigið ágæti
og lífsstíl virka dálítið minna
sannfærandi og hinn dísæti og
skærrauði ástarsöguendir kemur
eins og blaut og illa lyktandi dula
í andlit lesandans.
Ragde er frábær stílisti og
sögumaður, kann að skammta
upplýsingar í réttu magni til að
viðhalda áhuga lesandans og
samtölin eru með því besta
sem undirrituð hefur lesið langa
lengi. Dásamleg kaldhæðnin og
skerandi sársaukinn vega salt og
skapa jöfnu sem nánast er ómót-
stæðileg. Textinn flæðir vel og
vönduð þýðing Hjalta Rögnvalds-
sonar skilar hverju blæbrigði með
sóma.
Friðrika Benónýsdóttir
Niðurstaða: Vel skrifuð og
skemmtileg saga um eina
skemmtilegustu kvenpersónu sem
sést hefur á prenti langa lengi