Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 17.09.2012, Blaðsíða 62
17. september 2012 MÁNUDAGUR30 LÖGIN VIÐ VINNUNA Árlega er alþjóðlega Alzheimersdagsins hinn 21. september minnst um heim allan. Að þessu sinni mun FAAS beina sjónum að hjúkrunar- heimilum framtíðarinnar, hvernig þau munu þróast og hvaða áherslur ber að leggja í þeirri þróun. FAAS býður í tilefni dagsins til málstofu á Grand Hóteli föstudaginn 21. september 2012 kl. 17-19 Málstofa um „Hjúkrunarheimili framtíðarinnar“ - Munum þá sem gleyma - „Lagið Disparate Youth með Santigold setur yfirleitt tóninn fyrir vikuna á mánudögum.“ Sunneva Sverrisdóttir, annar stjórnandi þáttarins Tveir plús sex á Popptíví. Kvikmyndin Djúpið verður frumsýnd í kvik- myndahúsum í þessum mánuði og er leikskáldið Jón Atli Jónasson handritshöfundur myndar- innar. Hann skrifaði einnig handritið að Frosti, sem frumsýnd var 7. september síðastliðinn, og er leikskáld Borgarleikhússins. Inntur eftir því hvort þetta hafi verið sér- staklega annasamt ár svarar Jón Atli neitandi. „Nei, það tekur langan tíma að gera bíómynd á borð við Djúpið og ég lauk þeirri vinnu fyrir nokkuð löngu síðan. Balti gerði aðra kvikmynd í millitíðinni og því hefur þetta tekið sinn tíma. Allir sem að henni standa eru þó ánægðir með hvað vandað var til verka,“ segir Jón Atli og kveðst spenntur fyrir frumsýningu Djúpsins. „Ég hef séð myndina á vinnslustigum hennar og er orðinn mjög spenntur að sjá hana í bíósal.“ Jón Atli er einnig að leggja lokahönd á spennusögu sem hann hyggst gefa út fyrir jól. Hann segir löngun ekki hafa ráðið því að hann settist við skriftir á spennusögu heldur hafi efniviðurinn valið formið. „Ég vann óvart Gaddakylfuna í fyrra og ákvað í kjölfarið að rannsaka þetta form betur. Þessi saga er ekki unnin út frá vinningssögunni en er í sama anda og fjallar um hrylling hversdagsins.“ Þetta er ekki fyrsta bók Jóns Atla því árið 2001 sendi hann frá sér smásagnasafnið Brot- inn taktur og fyrsta skáldsaga hans Í frostinu kom út árið 2005. Hann hefur þó helst vakið athygli fyrir leikverk sín og vann meðal annars Grímuverðlaunin fyrir leikritið Brim árið 2004. Þegar Jón Atli er að lokum spurður út í fram- tíðarverkefni sín er hann svarafár. „Það er ýmislegt í vinnslu, meira get ég ekki sagt.“ - sm Leggur lokahönd á spennusögu IÐINN VIÐ KOLANN Jón Atli Jónasson hefur í nógu að snúast. Hann skrifaði handritið að Frosti og Djúpinu auk þess að vera leikskáld Borgarleikhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Við höfum skipulagt fjölda brúð- kaupa hérlendis fyrir samkyn- hneigða ferðamenn en þetta var í fyrsta skipti sem gagnkynhneigt par leitaði til okkar,“ segir Eva María Þórarinsdóttir Lange hjá hinsegin ferðaþjónustufyrir- tækinu Pink Iceland. Pink Iceland var stofnað snemma árs 2011 og sérhæfir sig í að þjónusta samkynhneigða ferða- menn sem vilja koma til Íslands. Mjög fljótlega fóru þeim að berast beiðnir frá samkynhneigðum pörum sem óskuðu eftir aðstoð við skipulagningu brúðkaupa og skuld- bindingaathafna á Íslandi. Fyrir tveimur vikum fékk Pink Iceland þó hina óvenjulegu beiðni að taka að sér skipulagningu á brúðkaupi gagnkynhneigðs pars frá Banda- ríkjunum og fékk til þess tíu daga. „Við redduðum því að sjálfsögðu, á íslenska mátann. Þau spurðu hvort það væri vandamál fyrir okkur að þau væru gagnkynhneigð en að sjálfsögðu var það ekki, við erum ekki með neina fordóma,“ segir Eva María og hlær. Parið, Shandi og Casey, hefur verið saman í nítján ár og eiga von á sínu fyrsta barni. Þau gengu í hjónaband á Þingvöllum þann 3. september í grenjandi rigningu. Fjölskyldum þeirra var svo tilkynnt um það í gegnum Skype seinna um kvöldið. Í kjölfarið hélt parið svo í tíu daga brúðkaupsferð um landið. Aðspurð hvort Pink Iceland muni í framhaldinu miða þjónustu sína í meiri mæli að gagnkyn- hneigðum segir Eva María það ekki vera stefnuna. „Við erum með okkar markhóp á hreinu og það er hinsegin-hópurinn. Fyrirtækið er samt rekið í fordómaleysi og við tökum á móti öllum fagnandi,“ segir hún. „Ætli viðeigandi mottó fyrir okkur sé ekki Allt fyrir ástina,“ bætir hún við og hlær. Að sögn Evu Maríu var ætlunin EVA MARÍA: PINK ICELAND ANNAST BRÚÐKAUP GAGNKYNHNEIGÐS PARS Ekki með neina fordóma gegn gagnkynhneigðum Hingað til hefur Pink Iceland komið að undirbúningi tólf brúðkaupa, en aðeins er rúmt ár síðan það fyrsta kom inn á borð til þeirra. Eva María segir þó misjafnt hversu mikið þau koma að skipulagningunni. „Í sumum brúðkaupum gerum við allt frá nafnspjöldum og boðskortum en í öðrum aðstoðum við að minna leyti, til dæmis bara með tónlist og skreytingar,“ segir hún en nokkur íslensk pör hafa einnig leitað eftir aðstoð frá þeim. Þegar erlend pör eru annars vegar gengur Pink Iceland svo langt í þjónustunni að sjá um alla pappírsvinnu fyrir brúðhjónin líka. ÍSLENSK BRÚÐKAUP LÍKA með stofnun Pink Iceland aldrei sú að fara í brúðkaupsbransann. Það hafi gerst alveg óvart en sé nú orðið með þeirra helstu verk- efnum. „Við erum í rauninni búin að búa til hliðarhugmynd án þess að hafa ætlað okkur það. Þetta eru samt með okkar allra skemmti- legustu verkefnum þó þeim fylgi mikil nákvæmnisvinna og þau geti valdið miklu stressi,“ segir hún hlæjandi. tinnaros@frettabladid.is GAGNKYNHNEIGT BRÚÐKAUP Shandi og Casey nýttu sér þjónustu hinsegin ferða- þjónustufyrirtækisins Pink Iceland við undirbúning brúðkaups síns. MYND/KRISTÍN MARÍA Breski listamaðurinn Tracey Moberly verður á meðal fyrir- lesara á alþjóðlegu ráðstefnunni You Are In Control sem verður haldin í fimmta sinn í Hörpu 4. til 6. nóvember. Ráðstefnan snertir allar hliðar skapandi greina, svo sem mat, tölvutækni, bókmenntir, hönnun, tónlist, kvikmyndagerð, tölvuleikjagerð og viðskipti. Moberly mun fara yfir verkefnið sitt Text Me Up!. Það er samantekt á persónulegum sms-sendingum, margar frá frömuðum innan list- heimsins, sem teknar hafa verið saman í bók. „Ég er mjög ánægð með að hafa verið boðið að flytja erindi á You Are In Control 2012 og hlakka mikið til að kynnast fjöl- breytileika íslenskra listamanna og skapandi fólks,” segir Moberly. „Þetta er fullkominn vett vangur til að skoða hlutverk skapandi fólks þegar litið er á áskoranir og tækifæri sem mannfólkið stendur frammi fyrir næstu tíu árin.“ Roberta Lucca frá tölvuleikja- fyrirtækinu Bocca Studios heldur einnig fyrirlestur á ráðstefnunni. Lucca mun tala um tvö lykilverk- efni sem Bossa vinnur að þessa dagana, eða Bafta-verðlaunaverk- efnið Monstermind sem er Face- book-app sem leyfir þátttakendum að byggja sinn eigin bæ, og Merlin The Game sem er leikur byggður á samnefndri sjónvarpsþáttaröð og kemur út í október. SMS-skilaboð og Merlin-leikur TRACEY MOBERLY Listamaðurinn verður á meðal fyrirlesara á You Are In Control. MYND/JOHNNY GREEN Salka Þorra Svanhvítardóttir býr til skemmtilegt og einstakt skart undir heitinu Salkasvan og selur á sam- skiptavefnum Facebook. Salka er aðeins fjórtán ára gömul en segist hafa saumað og skapað með ömmu sinni frá tveggja ára aldri. „Ég hef alltaf haft gaman af því að sauma og föndra. Amma mín er saumakona og ég hef saumað með henni síðan ég var tveggja ára gömul. Ég heimsæki hana alltaf á sunnudögum og einn daginn fann ég pínulitlar dúkkur heima hjá henni og datt í hug að það gæti verið flott að búa til eyrnalokka úr þeim,“ útskýrir Salka sem segist föndra skart úr hvers kyns smáhlutum. Sjálf getur hún ekki notað eyrnalokka og því datt henni í hug að mynda lokkana og setja á Facebook ef vera skyldi að öðrum litist á þá. „Ég get ekki notað eyrnalokka en hélt kannski að annað fólk gæti viljað þetta. Ég hef selt þrjú pör hingað til.“ Salka er fjórtán ára gömul og í 9. bekk í grunnskóla. Hún er dóttir Svanhvítar Tryggvadóttur hárgreiðslu- konu og stjúpdóttir Georgs Hólm tónlistarmanns. Aðspurð segist hún gjarnan vilja læra einhvers konar hönnun í framtíðinni. „Ég hef rosalega gaman af tísku og hönnun og myndi annað hvort vilja læra fata- eða skartgripahönnun, ég hef mest gaman af því.“ Innt eftir því hvort hún eigi sér önnur áhugamál en hönnun svarar hún játandi: „Ég hangi mest með vinum mínum en hef líka gaman af því að teikna.“ Þeir sem hafa áhuga á að skoða skartið hennar Sölku er bent á síðuna Salkasvan á Facebook. - sm Býr til skart úr smáhlutum SKAPANDI STÚLKA Salka Þorra Svanhvítardóttir býr til skemmtilegt skart úr smáhlutum og selur á Facebook. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.