Fréttablaðið - 04.10.2012, Page 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
skoðun 18
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Sjúkraþjálfun &
stoðtæki
4. október 2012
233. tölublað 12. árgangur
É g fékk samning við Elite Iceland og komst inn í 12 manna úrslit í keppninni. Ég hef brennandi áhuga á tísku og öllu sem við henni kemur,“ segir Ragnheiður, sem svaraði nokkrum tískutengdum spurningum fyrir blaðið.
Er mikill tískuáhugi í skólanum?
Já, ég myndi segja það. Í Verzló hefur
alltaf verið mikið um tískuáhugafólk.
Það er gaman að fylgjast með Verz-lingum og sjá hvernig flestallir ganga
um í sömu fötunum en mynda svo sinn
eigin persónulega stíl út frá því. Er mikið rætt um tísku meðal vina
þinna? Við vinkonurnar tökum ein-staka spjall um nýjustu tískustraum-ana og hverju okkur langar til að bæta
í fataskápinn. Við erum samt allar með
rosalega ólíkan stíl og ekki alltaf sam-
mála um hvað er fallegt og ekki fallegt.
Hefur þú alltaf haft áhuga á tísku?
Áhuginn hefur aukist með árunum og
eftir að ég byrjaði í Verzló. Ég hef verið
dugleg að skoða tískublogg og það er
skemmtilegt að fylgjast með götu-tískunni í Reykjavík og fá innblástur þaðan.
Er einhver flík sem þú stenst ekki?
Það er alltaf erfitt að standast freist-inguna þegar ég sé fallega skó. Ég er
vandlát á skó og finn sjaldnast neina
hér á landi sem henta mér. Langflest
pörin mín hef ég pantað í gegnum net-
ið eða hann elsku pabbi minn kaupir
fyrir mig í London, en þangað fer hann
oft í vinnuferðir. Eftirlætis-/nýjasta flíkin? Í lok sumars fór ég til Kaupmannahafnar og keypti mér margar flottar flíkur. En í uppáhaldi verð ég að segja að sé
svarta kápan úr Monki. Uppáhalds
uppáhaldi. Mér finnst mjög gaman að
gramsa og finna einh
MEÐ BRENNANDI ÁHUGA Á TÍSKUTÍSKUMÆR Ragnheiður Björnsdóttir er á lokaári í Verzlunarskóla Íslands.
Ragnheiður hóf fyrirsætustörf í byrjun síðasta árs þegar hún var beðin um að
koma í prufur fyrir Elite Model Look Iceland 2011.
U Á
BLEIKUR OKTÓBERÞar sem nú er bleikur mánuður og árvekni gegn brjósta-
krabbameini í fullum gangi er ekki úr vegi að klæðast
einhverju bleiku. Bleikir skór vekja örugglega athygli
og ættu að minna á þennan baráttumánuð.
til dæmis þessi glæsilegi push up BH á kr. 4.500,-
TILBOÐ - STAKAR STÆRÐIR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
Opið kl. 9 -18 laugardaga kl. 11 - 16 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Einnota
latex hanskar
Kynningarblað Spelkur, öryggishnappar, nýjar rannsóknarniðurstöður, bætt færni og lífsgæði
SJÚKRAÞJÁLF N
FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012
&STOÐTÆKI
Kaup
hlaup
4.–8. október
Opið til
21
í kvöld
Fyndin, snjöll
og fáguð
Á förum til Færeyja
Sif Gunnarsdóttir hefur
verið ráðin forstöðumaður
Norræna hússins í
Færeyjum til fjögurra ára.
tímamót 26
FÓLK „Það er aldrei nóg af söng
og gleði,“ segir Sigurgeir Ingi
Þorkelsson, varaforseti nem-
endafélags Menntaskólans við
Hamrahlíð og einn forsprakka
nýstofnaðs Glee-klúbbs í skólan-
um. Klúbburinn
er að fyrirmynd
bandarísku
sjónvarps-
þáttanna Glee
sem fjalla um
hóp ungs fólk
í menntaskóla
sem sameinast í
söng og dansi.
„Fyrst var
hugmyndin sett
fram meira í gríni en alvöru, en
vegna fjölda áskorana var ákveð-
ið að hrinda henni í framkvæmd.
Yfir hundrað manns hafa boðað
komu sína á fyrsta fundinn,“ segir
Sigurgeir, en téður stofnfundur
verður haldinn í dag klukkan hálf
fjögur.
- áp / sjá síðu 50
Grín varð fúlasta alvara:
Yfir 100 vilja í
Glee-klúbbinn
SIGURGEIR INGI
ÞORKELSSON
MENNTUN Hlutgerving stúlkna í
myndefni framhaldsskólablaða
hefur aukist undanfarin ár. Þetta
er niðurstaða rannsóknar Jóns
Ingvars Kjaran, doktorsnema
á Menntavís-
indasviði HÍ.
„Kynslóðin
sem kemur inn
í framhalds-
skólana 2007
og eftir það er
hin svokallaða
„klámkynslóð“,
þannig að ég er
svona að skoða
hvort draga
megi einhverjar ályktanir út frá
því,“ segir Jón Ingvar. Hann segir
kynjamismunun hafa minnkað í
myndefni skólablaðanna um 2005
en nú færist hún aftur í vöxt.
Í fyrirlestri á Menntakviku
Menntavísindasviðs á morgun
mun Jón Ingvar kynna rannsókn
sína. - fsb / sjá síðu 30
Kynjunum mismunað á ný:
Klámkynslóðin
í ritnefndirnar?
STYTTIR UPP Í dag verða norð-
austan 5-10 m/s. Minnkandi
úrkoma NA-lands og víða bjart
veður syðra. Hiti 3-10 stig, mildast
syðst.
VEÐUR 4
5
4
4
9
7
Dagur ljóðsins
Dagur Hjartarson hlaut
Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar.
menning 32
Aron valinn í landsliðið
Markahæsti leikmaður
dönsku deildarinnar er eini
nýliðinn í hópi Lagerbäck.
sport 44
JÓN INGVAR
KJARAN
ÖRYGGISMÁL Á annað þúsund
sprengjur og skot hafa fundist við
hreinsunarstarf Landhelgisgæsl-
unnar á Reykjanesi síðustu fimm
ár. Sigurður Ásgrímsson, deildar-
stjóri hjá Gæslunni, segir starfið
hafa gengið vel og átakinu ljúki
senn. Skýrsla um framvinduna er
væntanleg innan skamms.
„Við erum búnir að gera mikið
átak í samstarfi við Kadeco, Þró-
unarfélag Keflavíkurflugvallar,
um að hreinsa svæðin næst Kefla-
vík, sem voru nýtt sem skotæfinga-
svæði í stríðinu og eftir það, og það
hefur gengið þokkalega vel. Auð-
vitað er alveg útilokað að lýsa því
yfir að svæðið sé orðið fullkom-
lega hreint, en allavega hefur mikið
unnist í þessu.“
Yfir þúsund sprengjur
fundnar á Reykjanesi
Á annað þúsund sprengjur og skot hafa fundist síðustu fimm ár á fyrrum
æfinga svæðum varnarliðsins á Reykjanesi. Sprengjuleitarátaki þar er nú að
ljúka og hægt að hefja uppbyggingu á svæðunum. Skýrsla um málið væntanleg.
■ Gæslan brýnir fyrir fólki
sem finnur grunsamlega hluti
að hreyfa alls ekki við þeim,
heldur hafa samband við
Gæsluna eða Neyðarlínuna í
síma 112.
Hætta á ferð
kúlur, sprengjuvörpusprengjur og
svo skot af öllum stærðum,“ segir
Sigurður. Hann segir mikið af því
sem finnist vera virkar sprengjur
sem mikil hætta stafi af.
„Sprengjurnar virkjast við að
vera skotið, en tíu til tólf prósent
af þeim sem skotið er virka ekki í
fyrstu, af einhverri ástæðu. Þannig
liggja þær, kannski í allt að 60 ár,
bæði ofan jarðar og neðan. Þá er
þetta orðið mjög tært, en kúlan er
þá í fínu lagi og sprengiefnið líka,
og þá er það orðið mjög hættulegt.“
Sigurður segir ástandið nú vera
orðið nokkuð gott á svæðunum og
ætti ekkert að koma í veg fyrir
uppbyggingu, til dæmis á Patter-
son-svæðinu sem liggur neðan við
gamla varnarsvæðið, Ásbrú. - þj
SKÓLAMÁL Háskóli Íslands er kominn í 176. sæti á
lista Times Higher Education yfir bestu háskóla
heims, sem birtur var í gærkvöld.
„Þetta er mikilvæg og góð staðfesting á því starfi
sem hefur verið unnið innan skólans,“ segir Kristín
Ingólfsdóttir lektor, „því samkeppnin er gríðarlega
hörð. Metnir eru sautján þúsund háskólar og við
lendum í efstu tveimur prósentunum.“
Skólinn komst í fyrsta sinn inn á þennan lista í
fyrra og er nú sex sætum ofar en þá. „Við fundum
það strax í fyrra hvað þetta skiptir miklu máli á við-
horfi til dæmis samstarfsaðila okkar erlendis til
skólans. Svo skiptir þetta ekki síst máli fyrir stúd-
entana okkar, jafnt innlenda sem erlenda.“
Til grundvallar matinu eru lagðir allir helstu
starfsþættir háskóla en megináherslan er á kennslu,
námsumhverfi, umfang rannsókna og áhrif þeirra á
alþjóðlegum vettvangi. - gb
Háskóli Íslands færist ofar á lista Times Higher Education yfir bestu háskóla heims:
Hefur áhrif á viðhorf til skólans
BLEIKAR BARÁTTUKONUR Valsstúlkur klæddust bleikum búningum þegar þær tóku á móti
Snæfelli í fyrstu umferð í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik í gær. Uppátækið og tengd fjársöfnun er til styrktar
átaki Krabbameinsfélags Íslands, Bleiku slaufunni. Stúlkurnar leika í bleiku út mánuðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Svæðin sem um ræðir eru
Vogaheiði og svæðið í kring-
um Patterson-flugvöll, en þar
stóð bandaríski herinn fyrir skot-
æfingum allt fram til ársins 1960.
Hreinsunarsvæðið er afar víð-
feðmt, á Vogaheiði er rætt um
fimmtán ferkílómetra og Patterson-
svæðið er um tólf ferkílómetrar.
„Þetta eru mikið til fallbyssu-