Fréttablaðið - 04.10.2012, Qupperneq 2
4. október 2012 FIMMTUDAGUR2
Alveg mátulegur
Heimilis
GRJÓNAGRAUTUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
REYKJAVÍKURBORG Fulltrúar Besta
flokksins og Samfylkingar sem
saman mynda meirihluta borgar-
stjórnar samþykktu á þriðjudag að
útilistaverkið Svarta keilan yrði á
suðvesturhorni Austurvallar eins
og safnstjóri Listasafns Reykja-
víkur lagði til.
Listamaðurinn Santiago Sierra
gaf borginni Svörtu keiluna með
því skilyrði að það stæði á Aust-
urvelli. Verkið, sem er innblásið
af búsáhaldabyltingunni, er sagt
vera minnismerki um borgaralega
óhlýðni.
Alþingi hefur lýst eindreginni
andstöðu við staðsetningu Svörtu
keilunnar á Austurvelli. Minni-
hlutinn í borgarstjórn er á sömu
línu. Kjartan Magnússon, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir
verkið tengjast óeirðum veturinn
2008 til 2009. Þó að flestir sem
hafi mótmælt við Alþingishúsið á
þeim tíma hafi gert það með frið-
samlegum hætti hafi ofbeldi verið
beitt og lögregluþjónar særðir.
„Þó í kannski ekki miklum mæli
hafi verið – og í rauninni með hót-
unum um ofbeldi – þá var löglega
kjörin ríkisstjórn hrakin frá völd-
um,“ segir Kjartan, sem kveðst
vona að slíkir atburðir endurtaki
sig aldrei. „Mér finnst í rauninni
bara síst ástæða til að minnast
þess með einhverju sérstöku minn-
ismerki. Að minnsta kosti hefði
mátt finna því annan stað; það
hefði ekki átt að vera sett niður á
þessum helga stað þjóðarinnar.“
Sóley Tómasdóttir úr Vinstri
grænum sagði á borgarstjórnar-
fundinum á þriðjudag að jákvætt
væri að tengja saman list og borg-
aralega óhlýðni, sem væri nauð-
synleg.
„Það verk sem nú stendur til að
staðsetja á Austurvelli getur þó
ekki talist hentugt til þessa, enda
er þannig verið að hampa lista-
manni sem hefur markvisst leik-
ið sér í krafti sterkrar efnahags-
legrar og samfélagslegrar stöðu að
mörkum sjálfsvirðingar hjá fólki
sem ekki er í stöðu til að afþakka
smánarleg tilboð hans um niður-
lægingu gegn gjaldi,“ bókaði Sóley.
Kjartan tekur undir þetta:
„Hann var að kaupa ógæfusama
einstaklinga og vændiskonur til
þess að húðflúra á bakið á þeim.
Mér finnst það nánast vera mann-
réttindabrot í sjálfu sér hvernig
hann kemur fram við fólk. Mér
finnst það ekki viðeigandi að lista-
verk sem fer á mest áberandi og
einhvern helgasta stað þjóðarinn-
ar eigi að vera unnið með þeim
hætti.“
Kosið verður til borgarstjórnar
að nýju næsta vor. Spurður hvort
hugsanlegur nýr meirihluti myndi
fjarlægja listaverkið segir Kjart-
an ekki hægt að segja til um það
núna. „Þetta er ákveðin niðurstaða
og síðan er að sjá hvernig þetta
kemur út.“ gar@frettabladid.is
Svarta keilan tákn um
ofbeldi á helgum stað
Borgarfulltrúi segist „síst sjá ástæðu“ fyrir minnismerki um ofbeldi á einum
„helgasta stað“ þjóðarinnar. Í mótmælunum á Austurvelli hafi lögreglumenn
særst og löglega kjörin ríkisstjórn verið hrakin frá undir hótunum um ofbeldi.
SVARTA KEILAN OG BÚSÁHALDABYLTINGIN Staðsetning listaverks Santiagos Sierra
um borgaralega óhlýðni á Austurvelli vekur hörð viðbrögð hjá Alþingi og minnihlut-
anum í borgarstjórn Reykjavíkur. SAMSETT MYND
VERSLUN Verslunarkeðjan Iceland
hefur tekið húsnæði Europris við
Fiskislóð í vesturbæ Reykjavíkur
á leigu og mun opna þar nýtt útibú
1. desember. Í næsta nágrenni eru
verslanir Bónuss og Krónunnar.
Jóhannes
Jónsson kaup-
maður seg-
ist ekki vera
hræddur við
samkeppn-
ina. „Nei, nei.
Maður verður
bara að vanda
sig,“ segir
hann.
Iceland opn-
aði fyrstu verslunina í Engihjalla
í Kópavogi í lok júlí og verður
áformuð verslun önnur verslunin
sem Jóhannes opnar undir merkj-
um Iceland á Íslandi.
Á þriðjudag var tilkynnt að
verslunum Europris ætti að loka
og að 50 starfsmenn verslunar-
innar myndu að lokinni rýming-
arsölu missa vinnuna. - bþh
Jóhannes í Iceland:
Opnar Iceland í
Vesturbænum
JÓHANNES
JÓNSSON
LÖGREGLUMÁL Tveir menn í annar-
legu ástandi voru handteknir í
Mjóddinni í gær eftir að hafa
hnuplað úr apóteki og reynt hið
sama í verslun Nettó.
Mennirnir voru bersýni-
lega ekki allsgáðir og voru með
háreysti svo að starfsfólki og við-
skiptavinum stóð stuggur af þeim.
Lögreglumenn, sem kvaddir voru
á vettvang, höfðu upp á mönn-
unum og létu þá skila stolnu vör-
unum. Jafnframt var grunur um
að þeir hefðu komið á staðinn á
stolnum bíl. - sh
Í annarlegu ástandi með læti:
Tveir hnuplarar
teknir í Mjódd
DÓMSMÁL Már Guðmundsson seðlabankastjóri fær
laun sín ekki leiðrétt. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað
upp úrskurð í máli Más gegn Seðlabankanum í gær.
Seðlabankinn var sýknaður af kröfum Más um að
launalækkun hans yrði ógilt. Már stefndi Seðlabank-
anum í byrjun árs en þá höfðu lög verið sett um að
laun ríkisstarfsmanna mættu ekki vera hærri en laun
forsætisráðherra.
Um laun Más var samið í ágúst 2009. Í sama mánuði
var kjararáði falið að ákvarða laun seðlabankastjór-
ans í samræmi við kjaralög stjórnenda ríkisins. Þarna
telur Már að lögunum hafi verið beitt afturvirkt og á
þeim forsendum krefst hann ógildingar stjórnvalds-
ákvörðunar kjararáðs.
Andri Árnason, lögmaður Más, segir að fara þurfi
yfir réttarstöðu embættismanna sem skipaðir eru
til fimm ára. Svo virðist vera sem réttarstaða þeirra
sé ekki sú sama og þeirra embættismanna sem hafa
almennan uppsagnarfrest. Spurður hvort ákvörðun
hafi verið tekin um að áfrýja dómnum segir hann að
svo sé ekki.
„Við förum yfir dóminn og tökum ákvörðun um
áfrýjun innan tíðar. Skoða þarf rökstuðning dóms-
ins fyrir afstöðu til réttarstöðu embættismanna með
fimm ára skipunartíma og sem um var deilt í málinu,“
segir Andri. - bþh
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra:
Seðlabanki Íslands sýknaður
SEÐLABANKASTJÓRI Már Guðmundsson þarf að gera sér laun
sem ekki eru hærri en laun forsætisráðherra að góðu áfrýi
hann dómnum ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DÓMSMÁL Ummæli Þórs Saari þing-
manns um að Ragnar Árnason,
hagfræðiprófessor við Háskóla
Íslands, „hafi verið á launum hjá
LÍÚ í áratugi“ hafa verið dæmd
dauð og ómerk. Þór þarf jafn-
framt að greiða Ragnari 300 þús-
und krónur í miskabætur vegna
ummælanna og 800 þúsund í máls-
kostnað.
Héraðsdómur Reykjaness kvað
upp úrskurð sinn í gærmorgun um
að fullyrðing Þórs væri röng. Mat
dómsins er að röng fullyrðing geti
ekki með nokkru móti verið heimil
tjáning, átt erindi til almennings
eða verið liður í gagnrýni og ádeilu
á starf Háskóla Íslands eins og Þór
heldur fram.
Dómurinn segir jafnframt að
ummæli Þórs í garð Ragnars séu
tilhæfulaus, óviðurkvæmileg og
ærumeiðandi í því samhengi sem
þau voru birt í fréttum DV sjöunda
og áttunda september í fyrra.
Þór er þingmaður Hreyfingar-
innar. Hann lét ummælin falla í
tengslum við umræðu um sjávar-
útvegsmál. Dómurinn hafnar því
enn fremur að upplýsingarnar sem
Þór gaf DV „endurspegli umræðu
sem sé fræðandi og upplýsandi og
auki skilning almennings á fjöl-
mörgum þáttum sjávarútvegs og
hvað þá að ummæli stefnda geti
verið liður í almennri þjóðfélags-
umræðu um málið“. - bþh
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í máli Ragnars Árnasonar gegn Þór Saari:
Ummæli Þórs dæmd ómerk
ÞÓR SAARI RAGNAR ÁRNASON
NORÐURLÖND Helgi Hjörvar
alþingismaður hefur spurt ríkis-
stjórnir hinna Norðurlandanna
um það hvers vegna Íslandi bjóð-
ast lægri vaxta-
kjör en Írlandi.
Helgi, sem
er formaður
Íslandsdeildar
Norðurlanda-
ráðs og efna-
hags- og við-
skiptanefndar
Alþingis, bend-
ir á að kjör á
láni Norðurlandanna til Íslands
séu þriggja mánaða EURIBOR-
vextir að viðbættu 2,75 prósenta
álagi. Danmörk og Svíþjóð hafi
hins vegar gert tvíhliða lána-
samninga við Írland þar sem
vaxtakjör séu EURIBOR-vextir
og eins prósents álag.
Helgi spyr hvort Norðurlöndin
hyggist endurskoða vaxtakjörin
á láni Íslands, sérstaklega í ljósi
þess að skuldatryggingarálag
Íslands sé lægra en Írlands. - gb
Helgi Hjörvar furðar sig:
Íslandi buðust
verri lánakjör
HELGI HJÖRVAR
FRAKKLAND Saksóknari í Frakk-
landi hefur hætt rannsókn á máli
Dominique Strauss-Kahn, fyrr-
verandi yfirmanns Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, sem var grunaður
um að hafa tekið þátt í hópnauðg-
un í New York.
Belgísk kona hefur dregið vitn-
isburð sinn til baka og þar með
telur saksóknari ekki lengur for-
sendu fyrir ákæru í málinu.
Strauss-Kahn á þó enn yfir
höfði sér málaferli vegna gruns
um að hann hafi tengst vændis-
hring sem teygði anga sína bæði
til Belgíu og New York.
Sjálfur vísar hann öllum ásök-
unum um aðild að vændishring á
bug. - gb
Rannsókn hætt í einu máli:
Strauss-Kahn
andar léttar
TYRKLAND Tyrkneski herinn varp-
aði sprengjum á skotmörk í Sýr-
landi í gærkvöldi.
Árásin var svar við sprengju-
árás sýrlenska stjórnarhersins á
tyrkneskan landamærabæ, þar
sem fimm létust, þar af kona
og þrjú börn hennar. Þetta er í
fyrsta skipti sem Tyrkland svar-
ar árásum frá Sýrlandi.
„Tyrkland mun aldrei láta
slíka ögrun sýrlenskra stjórn-
valda gegn þjóðaröryggi okkar
óátalda,“ sagði Recep Erdogan
forsætisráðherra í yfirlýsingu.
Árás Sýrlendinga var fordæmd
víða um heim, meðal annars af
aðalriturum Sameinuðu þjóðanna
og NATO. - þj / sjá síðu 8
Kaflaskil í átökum í Sýrlandi:
Tyrkland svarar
í sömu mynt
SPURNING DAGSINS
Verið að hampa
listamanni sem
hefur markvisst
leikið sér í krafti
sterkrar efnahags-
legrar og sam-
félagslegrar stöðu
að mörkum sjálfsvirðingar hjá
fólki.
SÓLEY TÓMASDÓTTIR
BORGARFULLTRÚI VG
Guðrún, verður þetta gagnlegt
fyrir Hafnfirðinga?
„Já, þeir munu vonandi hafa gagn
og gaman af.“
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir er
bæjarstjóri í Hafnarfirði. Bæjaryfirvöld í
Hafnarfirði hafa innleitt nýjar reglur um
birtingu gagna með fundargerðum til að
auka gagnsæi í stjórnsýslu bæjarins.