Fréttablaðið - 04.10.2012, Síða 10
4. október 2012 FIMMTUDAGUR10
HÚS Á HVOLFI Í Lille í Frakklandi má
sjá þetta „Hús sem féll af himnum
ofan“, eins og listamaðurinn Jean-
Francois Fourtou kallar verkið.
NORDICPHOTOS/AFP
LANDBÚNAÐUR Þingmaður Dana
á Evrópuþinginu, Bendt Bendt-
sen, sem er fyrrverandi atvinnu-
málaráðherra Danmerkur, vill
að sendiherra Noregs hjá Evr-
ópusambandinu, ESB, verði kall-
aður inn á teppið vegna tillagna
norsku ríkisstjórnarinnar um
breytta tolla á ýmsum landbún-
aðarvörum. Á viðskiptavefnum
e24.no er vitnað í viðtal Bendt-
sen við Nationen þar sem hann
kveðst njóta stuðnings sænskra,
þýskra og hollenskra þingmanna
á Evrópuþinginu.
Bendtsen segir að tilraunir til
þess að hafa áhrif á sendiherra
Noregs hjá ESB, Atle Leikvoll,
hafi verið eins og að skvetta
vatni á gæs. „Það er greinilegt
að Norðmenn bera ekki virðingu
fyrir neinu nema fiski.“
Þingmaðurinn kveðst vinna að
því að fá í gegn viðbrögð á þeim
vettvangi. Fulltrúar sjávarút-
vegsfyrirtækja í Noregi óttast
viðbrögð ESB við fyrirhuguðum
tollabreytingum.
Norska ríkisstjórnin hefur lagt
til að settur verði á prósentutoll-
ur í stað krónutolls á nautafillet,
lambakjöt og harða osta. Gert
er ráð fyrir að
breytingarn-
ar taki gildi
um á ra mót .
Trygve Vedum
landbúnaðar-
ráðherra segir
að markmið-
ið sé að auka
matvælafram-
leiðslu í Noregi
um 20 prósent
á næstu árum.
Þess vegna sé prósentutollur á
vissar landbúnaðarvörur nauð-
synlegur.
Sendiherra ESB í Noregi, János
Herman, hefur afhent Vedum
bréf framkvæmdastjóra landbún-
aðarmála hjá ESB, Dacian Ciolos,
þar sem hann lýsir yfir áhyggjum
sambandsins vegna tollabreyt-
inganna.
Norskur lagaprófessor, Fredrik
Sejersted, segir breytingar sem
leiða til hækkunar tolla brjóta í
bága við anda 19. gr. EES-samn-
ingsins.
Samkvæmt skýrslu OECD
njóta norskir bændur mestra
landbúnaðarstyrkja.
- ibs
Hörð viðbrögð ESB við tillögum norsku ríkisstjórnarinnar um aukna tollvernd landbúnaðarafurða:
Þingmaður Dana vill fá sendiherra inn á teppið
BENDT BENDTSEN
50 ERLENDAR STÖÐVAR Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100
FORBRYDELSEN
Þriðja og síðasta þáttaröðin
hefst á DR 1 á sunnudaginn
kl. 18.00
MENNTUN Mikilvægt er að standa
vörð um Háskóla Íslands (HÍ) þar
sem hann sinnir kennslu í öllum
greinum. Þetta segir Katrín Jak-
obsdóttir menntamálaráðherra í
samtali við Fréttablaðið aðspurð
um gagnrýni Ara Kristins Jóns-
sonar, rektors Háskólans í Reykja-
vík (HR), vegna misræmis í nið-
urskurði í framlögum milli HR og
ríkisháskólanna.
„Ef litið er á tölur um niðurskurð í
framlögum til háskólanna sýna nið-
urstöðutölur að minna hefur verið
skorið niður hjá HÍ, en á móti kemur
að skólinn er bæði búinn að taka á
sig önnur verkefni og nemendum
þar hefur fjölgað langmest,“ segir
Katrín.
Fram kom hjá Ara að 17,4 pró-
senta lækkun hefði orðið á framlög-
um til HR frá 2009, fært til núvirð-
is, fram að fjárlagafrumvarpi 2013.
Niðurskurðurinn hjá HÍ hefði verið
0,7 prósent.
„Það má fara út í alls konar
talnaleikfimi,“ segir Katrín, „en
niðurskurðurinn á fjárlögum fyrir
háskóla frá 2009 til 2012 er þrír
milljarðar sem fara út úr kerfinu.“
Hún bætir því við að meðal þess
sem HÍ hafi tekið á sig og hafi fylgt
aukin framlög séu verkefni tengd
aldarafmæli skólans auk þess sem
fjölgun nemenda hafi verið langtum
meiri í HÍ en öðrum skólum.
„Síðan er ekkert launungarmál að
mér finnst mikilvægt að verja HÍ
sem þann skóla sem sinnir kennslu
í öllum greinum, og hafa framlög til
hans þó verið skorin niður um tæpa
2,2 milljarða.“
Ari benti á það að HR skilaði
flestum nemendum í tæknigrein-
um, sem væru afar eftirsóttir fyrir
atvinnulífið. Engu að síður fengi
skólinn minni fjárframlög á hvern
nemanda en HÍ.
Katrín svarar því til að þetta
megi skýra með því að framlög á
hvern nemanda fari eftir náms-
greinum, ekki skólum, og sé mikill
munur þar á, allt frá 500.000 krón-
um á ári fyrir ódýrustu nemendurna
upp í 2,6 milljónir fyrir tannlækna-
nema. Þannig fylgi verkfræðinem-
anda sama framlag í HR og HÍ.
„Stóri punkturinn í þessu öllu
saman er að við höfum verið að
skera niður í háskólakerfi sem
var undirfjármagnað fyrir. Ef við
berum okkur saman við OECD-
löndin erum við undir meðaltali í
framlögum á hvern nema og það
er staðreynd sem virðist stundum
gleymast.
HR hefur unnið mjög gott starf og
hefur átt stóran hlut í að efla gæði
menntunar. En ég held að áhersla
allra skóla ætti að vera á að efla
háskólastigið í heild.“
thorgils@frettabladid.is
Vill standa vörð
um starfið í HÍ
Menntamálaráðherra rökstyður minni niðurskurð
til HÍ miðað við HR með því að HÍ hafi tekið á sig
fleiri nemendur og ný verkefni. Hún segir mikilvægt
að verja hið fjölbreytta nám sem þar sé í boði.
HÁSKÓLALÍF Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir mismun í niðurskurði til
háskóla skýrast af nýjum verkefnum HÍ og fjölgun nemenda. Auk þess finnst henni
mikilvægt að standa vörð um starf HÍ og fjölbreytt námsframboð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Opinberir eða óopinberir skólar?
Ari Kristinn sagði aðspurður um framtíð háskólakerfisins hér á landi að hann
sæi fyrir sér að allir skólarnir yrðu reknir sem sjálfseignarstofnanir, frekar en
hefðbundnar ríkisstofnanir.
Katrín segir þá umræðu vera frekar óþroskaða.
„Ég vil fá á hreint hvað eigi að vinnast með breyttu formi. Þessi leið hefur
verið farin í Finnlandi og Danmörku og óljóst hvað hefur unnist þar. Mig
minnir að í Danmörku gildi til dæmis enn öll lög um opinbera starfsmenn
þrátt fyrir að skólarnir séu reknir sem sjálfseignarstofnanir. Þetta er allavega
eitthvað sem kallar á mikla ígrundun og vinnu.“
Katrín segir fyrirkomulagið í Noregi og Svíþjóð vera á hinn veginn þar sem
ríkisskólar séu við lýði.
„Í Svíþjóð eru meira að segja allir háskólar skilgreindir sem ríkisskólar, líka
þeir tveir sem eru einkareknir, af því að þeir fá meirihluta framlaga frá hinu
opinbera. Það ætti þá kannski að snúa dæminu við og spyrja hvenær skóli
verður opinber. Er það þegar hann þiggur meirihlutann af sínum fjármunum
frá hinu opinbera?“