Fréttablaðið - 04.10.2012, Page 31

Fréttablaðið - 04.10.2012, Page 31
Kynningarblað Spelkur, öryggishnappar, nýjar rannsóknarniðurstöður, bætt færni og lífsgæði SJÚKRAÞJÁLFUN FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 &STOÐTÆKI Þeir sem þurfa meðferð sjúkraþjálfara þurfa alla jafna beiðni frá lækni. Hún gefur rétt á allt að 20 skipta meðferð með að lágmarki 27 prósenta niðurgreiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. Sé um bráðatilfelli að ræða er þó hægt að leita beint til sjúkraþjálfara. „Þegar sjúklingur kemur beint kallast það bráðameðferð. Hún þarf þó að vera fram- kvæmd í samráði við lækni og er yfirleitt haft samband við heimilislækni viðkomandi. Þá eru málin rædd og má sjúkraþjálfari veita meðferð í tíu skipti með munnlegu sam- þykki læknisins,“ útskýrir Ólafur Þór Guð- björnsson, sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfun Íslands. „Ef sjúklingur þarf meðferð umfram það þarf hins vegar beiðni frá lækni.“ Sjúklingur fær sömu niðurgreiðslu í bráðameðferð og í almennri meðferð en sjúkraþjálfarinn sér um að innheimta hana í báðum tilfellum og sækir hana rafrænt til Sjúkratrygginga Íslands. Ólafur segir al- gengast að fólk komi inn með beiðni frá lækni en að þó sé alltaf eitthvað um bráða- tilfelli. „Stundum er löng bið eftir tíma hjá lækni og nauðsynlegt að hefja meðferð fyrr. Auk þess geta komið upp skyndileg vanda- mál sem þarf að bregðast við.“ „Þegar sjúklingur kemur beint kallast það bráðameðferð. Hún þarf þó að vera framkvæmd í samráði við lækni og er yfirleitt haft samband við heimilislækni viðkomandi.“ Meðferð ávallt í samráði við lækni Sjúkraþjálfarar veita meðferð í samráði við lækni. Yfirleitt er ferlið þannig að sjúklingur fær beiðni frá lækni sem gefur rétt á allt að 20 skipta meðferð. Í bráðatilfellum er þó hægt að leita beint til sjúkraþjálfara sem þarf engu að síður munnlegt samþykki læknis.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.